Gleðilegt nýtt ár

Vestmannaeyingar kvöddu gamla árið með mikilli skothríð flugelda sem lýstu upp himininn yfir Heimaey allt gamlárskvöldið og langt fram eftir nóttu. Veður var gott, bjart og aðeins gola sem náði að hreinsa loft af reyknum sem fylgdi rakettunum. Brenna var að venju við Hástein með mikilli flugeldasýningu. Þar tók Addi í London þessa skemmtilegu mynd. […]
Rúmlega 1300 þúsund söfnuðust

„Mig langar að þakka fyrirtækjunum hér í Eyjum og þeim sem tóku þátt í gamlársgöngu og hlaupinu fyrir stuðninginn,“ segir Hafdís Kristjánsdóttir sem kom hlaupinu af stað eftir Kóf og brjálað veður í fyrra. Hlaupið – gangan var árlegur viðburður á gamlársdag fram að kófi og tóku um 100 manns þátt árið 2019 en nú […]
Verðandi fagnaði 85 ára afmæli

„Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum hélt upp á 85 ára afmæli sitt í Höllinni í Eyjum í gærkvöldi. Það var flott veisla, frábær matur hjá Einsa kalda, eins og skemmtiatriðin og veislustjórn Gísla Einarssonar,“ segir Ásmundur Friðriksson, alþingismaður á Fésbókarsíðu sinni í dag. „Ég man vel þegar pabbi, Friðrik Ásmundsson var formaður þessa félags […]
Landeyjahöfn næstu daga á háflóði

Farþegar athugið – Vegna siglinga 30.- 1. janúar 2024. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar næstu daga á háflóði skv. eftirfarandi áætlun: Laugardagur 30. desember 2023 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:00 (Áður 20:45) Sunnudagur 31. desember 2023 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45 Mánudagur 1. janúar 2024 Brottför […]
Landeyjahöfn seinni partinn í dag

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag á háflóði. Brottför frá Vestmannaeyjum er kl. 17:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:30, áður kl. 20:45. Á morgun, fimmtudaginn 28.desember gefur öldu-og sjólagsspá því miður til kynna að sigla þarf til Þorlákshafnar á morgun fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. […]
Vegið að starfsöryggi og heiðri félagsmanna

„Aðalfundur og stjórn Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi, mótmælir harðlega og lýsir yfir vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvar, vegna fordæmalauss brottrekstrar skipstjórnarmanna á Huginn VE 55,“ segir í ályktun sem félagið sendi frá sér. „Teljum við að með þessum hætti, sé vegið að mönnum og þeim refsað áður en til sjóprófa og dóma […]
Jólaveður eins og best getur orðið

Á meðan stríðir vindar blása fyrir vestan og norðan hefur jólaveðrið í Vestmannaeyjum verið eins og best verður á kosið. Bjart, hægur vindur, nokkuð kalt en engan snjó að sjá. Jólaskreytingar prýða bæinn og við höfnina skarta lítil skip og stór jólaljósum sem speglast í nánast sléttum sjó. Vel þess virði að aka eða labba […]
Hátíðleg stund og viðeigandi

Það er siður margra að vitja látinna ættingja á jólum í kirkjugörðum landsins. Ekki síst á aðfangadegi jóla og í góðu veðri eins og í gær er fjölmenni. Já, veðrið í Eyjum í gær var einstaklega gott, bjart, hægur vindur, nokkuð kalt en auð jörð. Prestar Landakirkju hafa í mörg ár verið með helgistund í […]
HS Veitur – Ekki okkar mál

Á síðasta fundi bæjarráðs voru rædd samskipti milli HS Veitna og Vestmannaeyjabæjar vegna viðbragða við skemmdum á neysluvatnslögninni. Segir í fundargerð að nauðsynlegt sé að gera ráðstafanir strax næsta sumar sem byggðar eru á ráðleggingum sérfæðinga til að tryggja lögnina. Bæjarráð leggur mikla áherslu á að HS-veitur taki ákvörðun og fari að undirbúa þær aðgerðir […]
Dýpkun hefst á morgun

Dýpi í Landeyjahöfn var mælt föstudaginn 22.desember og er dýpið komið undir 3 metra eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Eins og staðan er núna, er ekki nægilegt dýpi til siglinga til/frá Landeyjahöfn. Dýpkun hefst þó á morgun jóladag og er ölduspá nokkuð hagstæð til dýpkunar næstu daga. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar […]