Leita til umboðsmanns Alþingis

Á síðasta fundi bæjarráðs kemur fram að þrátt fyrir enn eina ítekunina við Orkustofnun um að fá rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til gundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar sl. hefur ekkert svar borist. Niðurstaða var að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda […]

Fyrirtæki í landeldi sem vert er að fylgjast með

Eyjafréttir 50 ára – Kveðja frá 5 ára Laxey: Það er í raun merkilegra en hægt er að gera sér í grein fyrir að í 50 ára afmælisblaði Eyjafrétta skuli vera pistill um fyrirtæki sem er ekki orðið 5 ára. Það er gömul tugga, en sönn að lífið heldur áfram og það heldur einnig áfram […]

Viljum láta verkin tala

segir Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar Fyrirtækið er með gott fólk sem vinnur vel saman og leysir öll þau verkefni sem upp koma. Síldarvinnslan hf. festi kaup á útgerðarfélaginu Bergi – Huginn í Vestmannaeyjum árið 2012 og vöktu þau kaup bæði umtal og athygli. Bergur – Huginn er rótgróið fyrirtæki en það var stofnað árið […]

Sigurbjörg ÁR-67 lögð af stað

Sigurbjörg ÁR-67, nýtt skip Ísfélagsins lagði úr höfn fyrir stundu. Fyrsti áfanginn er að skipið leggst fyrir akkeri og bíður þess að fá afgreidda olíu. Þegar því er lokið hefst heimferðin sem, ef allt gengur að óskum, tekur um tvær vikur. Í áhöfn er níu íslenskir skipverjar og tveir tyrkneskir tæknimenn munu sigla með skipinu […]

Margverðlaunuð fyrir góðan árangur

Anna María Lúðvíksdóttir útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyja í vor af náttúruvísindalínu. Hún fékk einnig viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur í íslensku, dönsku og spænsku. Þá fékk hún viðurkenningu fyrir mjög góðan heildarárangur í félagsvísindagreinum á stúdentsprófi, mjög góðan árangur í raungreinum. Einnig fyrir Menntaverðlaun Háskóla Íslands eru veitt framhaldsskólanemum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur […]

Þegar Eyjamenn fá áhuga er árangur aldrei langt undan

Tryggvi Hjaltason – Auðurinn í drengjunum okkar  „Vendipunkt í þessu ferðalagi má rekja til greinar sem ég ásamt hópi öflugs fólks skrifuðu og kölluðu Auðurinn í drengjunum okkar. Í hópnum var  áhrifafólk í íslensku samfélagi, Vigdís Finnbogadóttir, margir af stærstu forstjórunum í íslensku atvinnulífi, þekktir leikarar, kennarar og fleiri. „Greinin birtist á visir.is í nóvember […]

Til Köben til að víkka sjóndeildarhringinn

Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyja í vor af félagsvísindalínu. Hún fékk einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku, fyrir félagsstörf, fyrir mjög góðan heildarárangur í félagsvísindagreinum á stúdentsprófi og fyrir mjög góðan heildarárangur á stúdentsprófi. Hvað stendur upp úr eftir skólagöngu þína í FÍV? Það sem stendur uppúr fyrir Sigrúnu eftir hennar skólagöngu […]

Björgunarsveitin var kölluð út

Magdalena Jónasdóttir útskrifaðist í vor úr Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Hún segir aðspurð um hvað standi upp úr eftir skólagöngu hennar í GRV að hún hafi átt mjög viðburðarrík og frábær ár í GRV. ,,Með öllum vinum mínum og samnemendum stendur mikið upp úr eftir skólagöngu mína. Tíundabekkjar skólaferðalagið verður þó líklegast það eftirminnilegasta þar sem við […]

Stytting Hörgaeyrargarðs, deiliskipulag og framkvæmdaleyfi

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja lá fyrir tillaga að deiliskipulagi vegna styttingar Hörgaeyrargarðs um 40 m og lýsing á framkvæmdum og framkvæmdaleyfi. Umsagnir bárust frá opinberum umsagnaraðlum sem ekki gera athugasemdir við framkvæmdina. Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélags sendi inn umsögn fyrir hönd félagsins þar sem fagnað er styttingu garðsins en vitnað til útreikninga Vegagerðarinnar […]

GRV – Einstakur árangur nemenda í 3. bekk

Verðskuldað hefur verkefnið, Kveikjum neistann , í Grunnskóla Vestmannaeyja vakið heimsathygli. Því var hleypt af stokkunum haustið 2021 og nú eru nemendur 3. bekkjar sem hófu vegferðina að ljúka sínu 3. skólaári. Er árangur þeirra einstakur og sama má segja um bekkina tvo sem á eftir koma.  Ljós í myrkrinu eftir birtingu skýrslu eyjamannsins, Tryggva […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.