„Stór hluti nemenda á yngsta stigi íslenskra grunnskóla nær ekki settum viðmiðum þegar kemur að lestrarfærni. Að loknum 1. bekk veit hluti nemenda ekki hvernig allir bókstafir stafrófsins hljóma. Með hverjum nýjum árgangi fjölgar þessum börnum. Á sama tíma fækkar þeim stöðugt sem ná viðmiðunum,“ segir í grein á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Blaðið hefur fjallað um stöðu grunnskólamenntunar í landinu síðustu vikur og margt athyglisvert komið fram. En fáir virðast hafa áhuga á framtakinu, Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmannaeyja sem er að skila frábærum árangri. Eftir lok þriðja bekkjar í vor gat 91% nemenda lesið og skilið texta. Stóra fréttin er, enginn munur var á stelpum og strákum.
Í Morgunblaðinu í gær er vitnað í Auði Björgvinsdóttur, læsisfræðing og aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands sem segir þörf á heildstæðu samræmdu námsmati í grunnskólum landsins. Skólayfirvöld hafi gert „stórkostleg mistök“ með því að haga málum þannig að ekkert slíkt mat sé við lýði í dag.
Ný stofnun á að bjarga
Umfjöllun Morgunblaðsins lýsir upplausn í menntakerfinu sem ekki síst bitnar á drengjum sem eru að stórum hluta ólæsir eftir tíu ára nám í grunnskóla. En hættumerkin eru fleiri og nú á að redda þessu með því að leggja eina stofnun niður og stofna aðra, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er ný þjónustu- og þekkingarstofnun sem starfar í þágu barna og ungmenna á sviði menntamála. Hún þjónustar leik-, grunn- og framhaldsskóla um land allt með áherslu á gæði menntunar og skólaþjónustu.
Ekki lítið í lagt og nýi forstjórinn, Þórdís Jóna Sigurðardóttir sparar ekki stóru orðin, segir að nú verði menntun barna á Íslandi færð fram um áratugi. Harður dómur yfir menntakerfi á Íslandi alla þessa öld og aftur á þá síðustu. Gefum Þórdísi Jónu séns og vonandi gengur henni vel.
Engin viðbrögð
Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er fyrirsögnin, Grunnskólarnir byrjaðir en ekkert bólar á viðbrögðum og þar segir: „Mennta- og barnamálaráðherra hefur enn ekki kynnt aðgerðaáætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunarinnar, níu mánuðum eftir að þær voru birtar. Ísland lækkaði mest allra OECDríkja í PISA-könnuninni. Sýndu niðurstöðurnar meðal annars að 40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Ef horft er á heildarniðurstöður könnunarinnar sést að Ísland er í sjötta neðsta sæti allra OECD-ríkjanna og næstneðst Evrópuríkja.“
Heimsathygli
Á meðan ráðaleysi er tónninn á fastalandinu er verkefnið, Kveikjum neistann að hefja sitt fjórða ár í GRV og árangurinn er ótrúlegur. Í Eyjafréttum í sumar segir: „Verðskuldað hefur verkefnið, Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmannaeyja vakið heimsathygli. Því var hleypt af stokkunum haustið 2021 og nú eru nemendur 3. bekkjar sem hófu vegferðina að ljúka sínu 3. skólaári. Er árangur þeirra einstakur og sama má segja um bekkina tvo sem á eftir koma. Er ljós í myrkrinu samkvæmt skýrslu Eyjamannsins, Tryggva Hjaltasonar sem leiddi m.a. í ljós að helmingur drengja á Íslandi útskrifast úr grunnskóla án þess að geta lesið sér til gagns. Þessar niðurstöður hafa m.a. komið fram í PISA könnunum og Tryggvi tók saman í skýrslunni sinni.
Ómar Garðarsson.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst