Fékk fyrstu Honduskellinöðruna 12 ára
28. ágúst, 2024
Feðgar – Sæþór og Darri hafa lengi starfað saman í viðgerðum á bílum og bílamálum.

Darri í Bragganum hefur nóg að gera:

Gunnar Darri rekur málningar- og réttingarverkstæðið Braggann og hefur gert í áratugi. Auk þess hefur hann verið umsvifamikill í bílaviðskiptum og hefur verið með umboð fyrir Honda í aldarfjórðung og er enn.

„Ég byrjaði með Hondu 1999 fyrir Bernhard ehf. og árið 2002 bættist Peugeot við eftir að Bernhard keypti umboðið fyrir þessa frönsku eðalbíla hér á landi. Missti það til Brimborgar 2015. Askja keypti Honda umboðið af Bernhard en ég hélt áfram að selja þessa geysivinsælu bíla og nú bætast við Kia og Benz. Kærkomin viðbót og hlakka ég til að bjóða Eyjamönnum þessa flottu bíla. Honda er samt alltaf í uppáhaldi hjá mér þó hitt séu góðir bílar,“ segir Darri og hlær.

„Það er alveg frá því maður var peyi og eignaðist fyrstu skellinöðruna tólf ára gamall. Var að sjálfsögðu Honda sem ég fékk 24. janúar 1974,“ bætir hann við.

„Okkur gekk mjög vel að selja Hondabíla og nýjungin var að við vorum með bíla á lager, strax þegar við byrjuðum.  Fólk kom og skoðaði, leist vel á og keyrði frá okkur á nýjum bíl. Þjónustan sem við bjóðum hjálpaði líka. Við eigum Hondaviðskiptavini sem hafa haldið tryggð við okkur frá upphafi.“

Darri byrjaði í Bragganum 1. nóvember 1987 sem þá var nafn við hæfi. Síðar vék bragginn fyrir nýtísku húsi. „Við vorum með alla vörubíla á Vörubílastöðinni meðan hún var og hét. Alltaf brjálað gera í gömlum vörubílum. Við byrjuðum að færa okkur yfir í málningu og réttingar og héldum því áfram eftir að við splittuðum,“ segir Darri og það er nóg að gera.

„Ekki dottið úr dagur síðan. Ég sé um tjónaskoðun og viðgerðir fyrir öll tryggingarfélögin. Til þess þurfum við að vera löggilt fyrirtæki og vottað að kröfu tryggingafélaganna og Bíliðnaðarsambandsins sem við uppfyllum. Þetta er uppistaðan í rekstrinum, um 95 prósent bílanna sem við fáum til okkar eru tjónabílar. Það er breytingin því áður var fólk meira í að gera þetta sjálft. Nú vill það fá gert við bílinn og kemur til okkar. Við pöntum alla varahluti og komum bílnum í samt lag. Kúnninn borgar sinn hluta af tjóninu og við rukkum tryggingafélögin um það sem upp á vantar.“

Gamli Bragginn er horfinn og myndarlegt hús komið í staðinn.

Nýtt húsnæði Braggans, byggt á árunum 2000 og 2001 stenst allar kröfur og er rúmir 400 fermetrar.  „Þá keyptum við nýjan sprautuklefa og verkfæri sem þarf til að laga og rétta bíla og erum alltaf að uppfæra tækjakostinn. Það er líka í athugun að kaupa nýjan klefa þannig að ég er ekki alveg hættur.“

Snemma beygist krókurinn. Barnabarn í heimsókn hjá afa Darra í Bragganum.

Bíll er ekki bara bíll og segir Darri að japanskir bílar eigi margt sameiginlegt og það eigi við bíla framleidda í Evrópu. „Oft er einn og sami framleiðandinn þó bílategundirnar séu nokkrar.“

 

Starfsmenn eru sex og  veitir ekki af. „Ég vona að ég njóti trausts viðskiptavina og félaganna sem ég vinn fyrir. Búinn að vera í þessu öll þessi ár og alltaf nóg að gera.  Hlýtur að fylgjast að, traust og næg verkefni,“ sagði Darri að endingu.

Myndir Óskar Pétur:

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Fors 14 Tbl 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst