Krafa um stóra og öfluga bíla
29. ágúst, 2024

Jón Steinar – Vörubílar eru hans mál:

Jón Steinar, sem á og rekur Braggabíla er yngstur bræðranna þriggja en bílar áttu fljótt hug hans allan. Fetaði sömu slóð og Sigurjón og Darri, lærði bifvélavirkjun og vann með þeim í 17 ár. Breytti um kúrs, keypti sér vörubíl og fetaði í fótspor pabbans, Adolfs Sigurjónssonar. Hann á í dag 6 vörubíla og eru 4 þeirra öflugir og í fullum rekstri. „Ég var eldri en Darri þegar ég fékk mótorhjóladelluna. Sleppti skellinöðrunni, tók stóra stökkið og keypti mér mótorhjól þegar ég var 22 ára,“ segir Jón Steinar um fyrsta mótorhjólið. Bíladellan byrjaði mun fyrr, en hann keypti sér fyrsta bílinn sem var Dodge Dart þegar hann var 16 ára. Voru amerísku bílarnir í uppáhaldi fyrstu árin.

„Ég vann í mörg ár með bræðrunum við málun og réttingar og fann mig ágætlega í því. Það var svo árið 2004 sem ég keypti fyrsta vörubílinn, Volvo sem ásamt Scania hafa verið uppistaðan í bílaflotanum hjá okkur.“

Breytingin er mikil á þessum 20 árum, stærri og öflugri bílar og kranar sem geta lyft mörgum tonnum. „Stór hluti af okkar starfi tengist sjávarútvegi og stærri og afkastameiri veiðarfæri kalla á stærri og öflugri bíla. Sama gildir um kranana. Þeir þurfa bæði að geta lyft miklu og teygt sig langt.“

Kjartan og Jón Steinar. Betra að klæða sig vel þegar kalt er á bryggjunum.

 

Öflugir starfsmenn

Jón Steinar hefur tvo öfluga starfsmenn, Kjartan frá árinu 2013 og Tryggva frá árinu 2022.  „Frábærir menn enda veitir ekki af þegar mikið er að gera. Fyrir þann tíma voru það hinir ýmsu  menn sem hjálpuðu okkur yfir stærstu vertíðarnar í síld, makríl og loðnu. Júlía Elsa konan mín hefur svo séð um allt bókhald hjá okkur frá byrjun.

Eftir að við stækkuðum við okkur 2021 hafa verkefnin orðið fleiri. Erum mikið á bryggjunum, vinnum við bátana, trollin og næturnar. Eins gott að hafa góð tæki því stærstu næturnar eru allt að 50 tonn. Við fylgjum þessari þróun og keyptum nýlegan bíl með mjög öflugum krana á síðasta ári. Við sjáum sjálfir að mestu um allt viðhald en vanti okkur aðstoð leitum við til Sigurjóns. Með sérhæfðari viðgerðir á bílunum kemur fyrir að við þurfum að fara til Reykjavíkur. Þegar ég byrjaði var ég á planinu á bak við Braggann og fékk aðstoð hjá bræðrunum þegar á þurfti að halda. Það gjörbreyttist þegar ég keypti húsið við Tangagötu 2016. Þar komum við inn fjórum bílum,“ segir Jón Steinar og er ánægður með hvernig gengur.

„Það er nóg að gera og rúllar fínt. Oft nætur- og helgarvinna á vertíðum. Við erum líka kallaðir til þegar hús eru byggð, hífa steypu og þyngri hluti. Mikið byggt og nóg að gera. Við sjáum líka um allan flutning á dótinu fyrir og eftir  þjóðhátíð inn í Dal sem er meira verk en flesta grunar. Með öllu er þetta mikil fjárfesting en dæmið gengur upp og þá getur maður ekki verið annað en ánægður.

Myndir Óskar Pétur.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Fors 14 Tbl 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
viðburðir
Andlát: Sigurður Guðmundsson
9. september 2024
13:00
Útför: Sigurður Guðmundsson
Útför
Andlát: Borgþór Yngvason
10. september 2024
13:00
Útför: Borgþór Yngvason
Útför
Landakirkja
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst