Tónlist og spjall á Vigtartorgi

Nú má segja að Goslokahátíð eigi sér loks samastað, Vigartorgið er orðið bæjarprýði og þar fóru allir stærstu viðburðir hátíðarinnar fram. Þar var margt um manninn á laugardagskvöldið og fólk skemmti sér við hressilega tónlist og að hitta mann og annan. Það er einmitt það sem goslokahátíðin er, eitt stórt ættarmót þar sem hresst er […]

Árna Johnsen minnst á Goslokahátíðinni

Minningartónleikar um Árna Johnsen, söngvaskáld, blaðamann og fyrrverandi alþingismann, voru haldnir á Vigtartorgi á laugardagskvöldi goslokahátíðar, 6. júlí. Hópur valinkunnra tónlistarmanna minntist þar Árna í tali og söng. Flutt voru lög sem gjarnan voru á efnisskrá Árna þegar hann skemmti á mannamótum eða stýrði brekkusöng á Þjóðhátíð. Veðrið var eins og það verður fallegast á […]

Tímamót – Stórafmæli og ráðstefna

Á morgun, sunnudag minnast Eyjafréttir og Eyjar.net merkra tímamóta, annars vegar 50 ára afmælis Eyjafrétta og tíu ára afmælis Eyjar.net og hins vegar opnun sameiginlegrar fréttasíðu,  eyjafrettir/eyjar.net. Hefst með móttöku í Þekkingarsetri Vestmannaeyja kl. 13.00 á morgun, sunnudag og í kjölfar hennar er ráðstefna um stöðu héraðsfréttamiðla  og er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra […]

Eyjar eru Ísland á sterum

Á tímamótum eins og þessum er eðlilegt að líta yfir farinn veg og horfa til framtíðar. Eyjafréttir er miðill sem staðið hefur af sér stórsjó og áföll sem og fengið að blómstra og átt sitt blómaskeið. Það má samt segja að miðillinn hefði aldrei náð 50 ára aldri öðruvísi en að vera með Vestmannaeyjar þetta […]

Sjómenn úti í kuldanum hjá RÚV

„Í dag kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra áætlun um að öll þéttbýlissvæði skyldu ljósleiðaravædd. Hún gleymir nú nokkrum þeirra. Nefnilega öllum skipum á Íslandi. Í gær hætti RUV, sjónvarp og útvarp allra landsmanna, að senda efni sitt gegnum gervihnött. Eina efnið sem sjómenn ná ef þeir eru utan við 12 mílur er langbylgju sending á 189khz […]

Rauðátan – Rannsóknarleiðangur lofar góðu

„Þarna erum við að sjá drauminn rætast eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu. Auðvitað fylgdi því stress áður en við lögðum af stað, en árangur túrsins var langt umfram væntingar,“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rauðátuleiðangur á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 30 í maí sl. „Hann stóð í 3 daga og við höfum sýnt […]

Sjómannskonur hafa orðið – Allt miklu fjölskylduvænna í dag

thumbnail_Screenshot_20220309-120043_Snapchat

Eyjafréttir ræddu við nokkrar konur sjómanna í síðasta blaði og er Jónína Björk Hjörleifsdóttir (Jóný) ein þeirra. Aldur? Þarf ég að segja hann? Júbb, fædd á því herrans ári 1966 og því 58 ára gömul. Atvinna þín? Í dag vinn ég í Þekkingarsetrinu og skrifast ræstitæknir með meiru. Fjölskylda? Ég er gift Bergi Guðnasyni og eigum […]

Einstakir tónleikar til styrktar Grindvíkingum í kvöld

Bjarni Ólafur tónleikarahaldari er Eyjamaðurinn: Tónleikarnir Aftur Heim verða haldnir í kvöld, föstudagskvöldið 3. maí í Höllinni. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Grindvíkingum en söfnunin er unnin í samráði við Grindavíkurbæ. Allir listamenn og aðstandendur gefa vinnu sína og því rennur miðaverð óskipt í söfnunina. Það er einvala lið tónlistarmanna sem kemur fram, má þar […]

Bjarni Ólafur sýnir í Gallerí Fold

Eyjamaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon opnar sýninguna, Þá og þar í Gallerí Fold á morgun, laugardaginn 4. maí.  Er þetta fyrsta einkasýning Bjarna Ólafs í Gallerí Fold. Á sýningunni eru bæði olíuverk og teikningar byggðar á landslagi, raunverulegu eða ekki, endurminningum og órum. Bjarni Ólafur er fæddur og alinn upp í Vestmannaeyjum. Hann lauk stúdentsprófi frá […]

Skipuleggjum til framtíðar

Ekki hefur farið framhjá  neinum sú mikla og fjölbreytta uppbygging sem hefur verið í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Slík uppbygging hefur jákvæð áhrif á allt samfélagið og á sama tíma er það áskorun fyrir sveitarfélagið að hafa fjölbreytt framboð af lóðum. Í dag eru einungis 16 einbýlishúsalóðir lausar en engar lóðir fyrir fjölbýlishús, atvinnuhúsnæði né fyrir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.