Eyjakonur á góðri siglingu

ÍBV vann sinn þriðja leik í röð þegar stelpurnar unnu ÍR, 3:0, á Hásteinsvelli í gærkvöldi. Na­talie Viggiano og Vikt­orija Zaicikova komust báðar á blað fyr­ir ÍBV eft­ir að Anna Bára Más­dótt­ir skoraði sjálfs­mark. ÍR er í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig en ÍBV er í því fimmta með 16 stig. Staðan: L Mörk […]

Þórhallur sendir frá sér fimmtu ljóðabókina

Ljóðabókin, Um yfirvegaðan ofsa eftir Þórhall Helga Barðason er fjölbreytt að að efnisvali, allt frá stuttum einlægum ástarljóðum og tileinkunum í langa absúrd prósa. Glens er ekki langt undan. Allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Hér er velt upp stórum sem smáum spurningum um lífið og tilveruna. Bókin kom út í sumar en Þórhallur […]

Mikið um sílisfugl í Höfðanum

„Ég er búinn að vera með puttann á púlsinum í allt sumar til að fylgjast með viðkomu lundans í fjöllunum á Heimaey. Það gladdi mjög í dag að sjá allan fjöldann sem sat austan í Stórhöfða en hann hefur ekki verið mikið fyrir það að sýna sig þar,“ segir Stefán Geir Gunnarsson, ljósmyndari og náttúruunnandi […]

Gullberg komið í Vinnslustöðvarlitina

default

Þorgeir Baldursson, ljósmyndari og sjómaður á Akureyri sendi okkur þessa mynd þar sem Gullberg VE öslar út Eyjafjörðinn á leið til Vestmannaeyja þangað sem það kom í nótt. Gullberg er komið í Vinnslustöðvarlitina auk þess sem settur var í það veltitankur og byggt yfir ganginn bakborðsmegin. Var það gert í Slippstöðinni á  Akureyri. Gullberg heldur […]

Baðlón við Skansinn aftur á dagskrá

Kristján G. Rikharðsson  fyrir hönd Lavaspring Vestmannaeyjar ehf.  lagði fram drög að skipulagsgögnum fyrir baðlón við Skansinn. Umhverfismatsskýrsla er unnin af ráðgjafafyrirtækinu Alta. Einnig hefur verið unnin tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 í samræmi við tillögu þróunaraðila. Gögnin voru sett fram til kynningar fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Ráðið þakkaði kynninguna og fól skipulagsfulltrúa […]

Kafbátarnir á góðri siglingu

Vestmannaeyjar voru í júní miðstöð umfangsmikilla rannsókna í hafinu suður af Eyjum. Notaðir eru tveir  fjarstýrðir kafbátar hlaðnir hátæknibúnaði  sem taka margskonar sýni úr sjónum og greina þau um leið. Héðan héldu þeir 16. júní til móts við breskt rannsóknaskip þaðan sem þeir lögðu upp í leiðangur suður eftir Atlantshafinu. Leiðangrinum lýkur á Harriseyju í […]

Stuðmenn verða á Þjóðhátíð í ár

Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, verður meðal þeirra sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina. Hljómsveitin er að senda frá sér nýtt lag í vikunni sem er byggt á gömlum grunni og sérstakur gestur hljómsveitarinnar í því lagi er Patr!k Atlason eða Pretty Boy Tjokkjó.   Stuðmenn og Þjóðhátíð Saga Stuðmanna er að mörgu […]

Komin heim þegar við fluttum til Eyja

Svava féll fyrir Vestmannaeyjum – Sjómannskona í hótelrekstri: Svava Gunnarsdóttir og Stefán Birgisson hafa búið í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Þau koma frá Siglufirði og byrjuðu búskap fyrir norðan. Þrjú af börnum þeirra eru fædd á Siglufirði en tvö þau yngstu í Vestmannaeyjum. Eftir heimsókn árið 1990 var ákveðið að flytja til Eyja og sjá […]

„Þá gefast menn upp og hætta“

„Héraðsmiðlar á Íslandi hafa mikl­ar áhyggj­ur af rekstr­in­um og skora nú á stjórn­völd að skipa starfs­hóp til að fara yfir stöðu miðlanna. Eyja­f­rétt­ir, fjöl­miðill frá Vest­mann­eyj­um, héldu á sunnu­dag­inn ráðstefnu til að vekja at­hygli á veikri stöðu lands­byggðarblaða. Fjöl­miðlarn­ir eru nú sum­ir í sam­starfsum­ræðum, að sögn Ómars Garðars­son­ar og Gunn­ars Gunn­ars­son­ar, en á sunnu­dag­inn var sam­ein­ing […]

Gleymdist að setja lokin á

Lítil ánægja er með fiskikör full af beinahrati úr marningsvél á lóð Ísfélagsins inni á Eiði. Alls er þetta 51 kar og sækir mávurinn stíft í góðgætið með tilheyrandi sóðaskap. Samkvæmt upplýsingum frá Ísfélaginu er verið að þýða upp hratið áður en það fer í bræðslu. Fyrir mannleg mistök eru ekki lok á körunum og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.