Hljómey lætur hljóma í kvöld

Í kvöld verður hin stórglæsilega tónlistarhátíð, Hljómey í Vestmannaeyjum haldiní annað sinn. Setning er klukkan 16.00 í Landbankanum en í kvöld taka við tónleika frábærrs listafólks vítt og breitt um bæinn. Hátíðin er óhagnaðardrifið samfélagsverkefni sem unnið er í samvinnu við Vestmannaeyjabæ, Herjólf, The Brothers Brewery, Hótel Vestmannaeyjar, Partyland og Westman Islands Inn. Þá taka […]

MATVÆLARÁÐHERRA HEILSAR UPP Á VSV-FÓLK Í BARCELONA

Nýbakaður matvælaráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, birtist í sýningarbási Vinnslustöðvarinnar á sjávarútvegssýningunni miklu í Barcelona og tók fólk tali. Á forsíðumyndinni eru með henni Albert Erluson, framkvæmdastjóri  Hólmaskers í Hafnarfirði til vinstri, og Björn Matthíasson, rekstrarstjóri VSV Seafood Iceland ehf. Björn segir að sölu- og markaðsfólk VSV í öllum heimshornum hafi verið á […]

Jóhann Bjarnason, 56 módel minning

Jói Bjarna talaði hátt. Hann var hávær, sló um sig og hló mikið og brosti, pírði augun í dökkri umgjörðinni. Hann var aðlaðandi maður, brosmildur, svarthærður og dökkur. Við urðum nágrannar sjö ára gamlir, Jói bjó á Heimagötu 30, ég á Grænuhlíð 18, bekkjafélagar og vinir. Við erum hluti af 56 módelinu sem er samanhnýttur […]

Addi í London hættir eftir 52 ár

„Það toppa fáir Adda í London varðandi hollustu í starfi. Eftir 52 ár í starfi hjá sama fyrirtæki er kallinn farinn í önnur verkefni lífsins. Vel gert Addi og takk fyrir þitt framlag. Hannes tók við lyklunum í alvöru netaverkstæðakaffiboði,“ segir á Fésbókarsíðu Vinnslustöðvarinnar. Ísleifur Arnar Vignisson, er maður ekki einhamur og þess höfum við […]

Léttsveit Reykjavíkur og Páll Óskar á uppstigningardag

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur ásamt Páli Óskari með vortónleika í Höllinni á uppstigningardag:  Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur fagnar vorinu með heimsókn til Vestmannaeyja og heldur tónleika á uppstigningardag þann 9. maí nk. kl.17.00 í Höllinni. Yfirskrift tónleikanna er Hann og þeir en kórinn syngur að þessu sinni perlur dægurtónlistar eftir íslenska karlhöfunda eins og Magnús Eiríksson, Gunnar […]

ÍBV í undanúrslit – Ætla sér alla leið

Eyja 3L2A0653

Fyrirstaðan var minni en gera mátti ráð fyrir þegar karlarnir mættu Haukum á útivelli í gær, öruggur sigur Íslandsmeistara ÍBV, 37:31 sem komnir eru í undanúrslitin þar sem þeir mæta deildarmeisturum FH. Kári Kristján Kristjáns­son fyr­irliði Íslands­meist­ar­ar ÍBV var létt­ur og ánægður í viðtali við mbl.is eftir leikinn og hann ætlar sér alla leið. „Við […]

Mikil óánægja með dýpkun í Landeyjarhöfn

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála á dýpkun við Landeyjahöfn og samskipti við Vegagerðina á fundi bæjarstjórnar á föstudaginn. Bæjarráð hafði áður farið fram á við Vegagerðina að hún grípi til aðgerða gagnvart dýpkunaraðila, Björgun vegna vanefnda á samningi. „Dýpið á rifinu er ekki nægjanlegt og dýpkun ekki gengið sem skyldi. Dýpkunaraðili nýtti ekki dýpkunarglugga í […]

Áhyggjur af efnistöku við Landeyjahöfn

Á síðasta bæjarstjórnarfundi fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir umræðu bæjarráðs um fyrirhugaða efnistöku úr sjó við Landeyjahöfn. Málið er í umsagnarferli og hefur Vestmannaeyjabær skilað umsögn við matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun hefur sent Vestmannaeyjabæ umsagnarbeiðni er varðar umhverfismatsskýrslu sem COWI vann fyrir hönd HPM. Skilafrestur á umsögn er til 16. maí nk. Í niðurstöðu bæjarráðsfundar […]

Bjart framundan en hvatt til varkárni

Á fundi bæjarstjórnar á föstudaginn gerði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri grein fyrir endurskoðuðum ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023  og fór yfir helstu niðurstöður reikningsins. Engar tölulegar breytingar voru gerðar milli umræðna en textaskýringar voru yfirfarnar og lagfærðar þar sem ekki var búið að yfirfara þær fyrir fyrri umræðu. Minnihluti Sjálfstæðisflokk hvatti til varkárni í bókun sinni. […]

Þrjátíu ára afmælishátíð ÁtVR

ÁtVR – Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu heldur 30 ára afmælishátið  að kvöldi síðasta vetrardags, 24. apríl klukkan 20.00. Hátíðin verður í veislusal Fylkishallarinnar við Fylkisveg í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Afmælisfögnuðurinn hefst með léttum veitingum og síðan tekur við dagskrá sem miðar að því að skapa góða Eyjastemmningu líkt og tókst í Ráðhúsi Reykjavíkur á Menningarnótt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.