Herjólfur – Óvissa með Landeyjahöfn

Fréttatilkynning frá Herjólfi:  Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur seinnipartinn á morgun að spáð er hækkandi ölduhæð í Landeyjahöfn. Allar ferðir morgundagsins eru á áætlun en ef gera þarf breytingu á áætlun, gefum við það út um leið og það liggur fyrir. Einnig hvetjum við farþega til þess […]

Sveitarfélagið Ölfus stofnar Orkufélagið Títan ehf.

Félagið er rekstrarfélag og er tilgangur þess orkurannsóknir, orkuvinnsla og rekstur hitaveitu í þágu Sveitarfélagsins Ölfus og annarra sveitarfélaga og hagaðila á áhrifasvæði þess og rekstur tengdra mannvirkja. Í stjórn félagsins náðu kjöri:  Grétar Ingi Erlendsson sem jafnframt var kosinn formaður stjórnar og  meðstjórnendur Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kristín Magnúsdóttir. Í varastjórn voru kosin Hrönn Guðmundsdóttir […]

Góðri og gjöfulli makrílvertíð að ljúka

„Vertíðin er á lokaskeiðinu. Við erum að vinna afla úr Gullbergi og Sighvatur Bjarnason var að koma með 400 tonn. Við klárum vinnsluna aðfaranótt eða fyrri hluta föstudags og þar með lýkur góðri makrílvertíð í ár,“ segir Benóný Þórisson, framleiðslustjóri í uppsjávarvinnslu VSV. Samanlagður makrílkvóti Vinnslustöðvarinnar og Hugins er 19.000 tonn og við blasir nú […]

Georg Eiður – Fiskveiðiáramót 2023

Það kom ekkert sérstaklega á óvart að hæstvirtur matvælaráðherra skyldi ákveða að fara aðgjörlega að ráðgjóf Hafró fyrir næsta fiskveiðiár, en svolítið sérstakt að lesa röksemdir hæstvirts ráðherra fyrir því. En þar kemur m.a. annars fram, að mati ráðherra, að það sé ekkert óeðlilegt þó að skekkja sé í útreikningum Hafró, en það sé betra, […]

Foreldramorgnar hefjast að nýju á fimmtudagsmorgun

Nú er vetrarstarf Landakirkju að hefjast. Einn vísirinn er að foreldramorgnar Landakirkju hefjast aftur á fimmtudaginn kemur kl. 10:00 og fara þeir fram vikulega í vetur líkt og undanfarin ár. Gengið er inn Skólavegsmegin í Safnaðarheimilið. Gott aðgengi er fyrir vagna. Fréttatilkynning. (meira…)

Laufey opnar fyrir jól

DCIM100MEDIADJI_0071.JPG

Laufey Welcome Center, ný þjónustumiðstöð við Landeyjarhafnarafleggjarann er komin vel á veg og reiknar Eyjamaðurinn Sveinn Waage markaðs- og rekstrarstjóri Svarsins ehf, sem byggir Laufey að stöðin verði klár að taka á móti gestum fyrir jól í það minnsta. „Já, það er ofsalega ánægjulegt að sjá Laufey rísa eftir áralangan undirbúning þar sem gengið hefur […]

Jafnteflið gegn HK kveikir vonir

Her­mann Hreiðars­son, þjálf­ari ÍBV og liðið allt hafði ástæðu til að fagna eftir 2:2 jafn­tefli við HK í Kópavogi í Bestu deild karla í gærkvöldi. Eyjamenn lentu 2:0 undir en gáfust ekki upp og náðu að jafna undir lok uppbótartíma.  Gott innlegg í baráttuna framundan en á brekkan er brött. Eyjamenn í fallsæti með 18 […]

Eyjamaðurinn í opnum faðmi Surtseyjar

Ágúst Halldórsson er Eyjamaðurinn í síðasta blaði Eyjafrétta. Vann sér það til frægðar að enda í Surtsey eftir að hafa lent í sjávarháska á kajak. Umhverfisstofnun umhverfðist og kærði og á Ágúst nú yfir sér allt að tveggja ára fangelsi. Hér er hann í einlægu spjalli: Fullt nafn: Ágúst Halldórsson Fjölskylda: Sonur Guðbjargar í bankanum og Dóra […]

Á brattann að sækja hjá Eyjakonum

Eftir 0:2 tap ÍBV í síðasta leik Bestu deildar kvenna gegn FH á Hásteinsvelli í gær verða Eyjakonur í neðri hluta úrslitakeppninnar sem nú er framundan. Niðurstaðan er 18 stig eftir 18 umferðir og er ÍBV í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Selfoss er á botninum með 11 stig, Keflavík er þar fyrir ofan með 17 […]

Hjörtur Elíasson minning

Í dag fylgdi ég æskuvini og jafnaldra mínum Hirti Ella áleiðist í hans síðustu ferð en hann var jarðsettur frá Selfosskirkju, hafði Hjörtur lengi glímt við erfið veikindi. Margt hefur breyst síðan við strákarnir ólumst upp í Eyjum og þá ekki bara landslag og umhverfi eftir gosið 1973 heldur líka félagslegt umhverfi og afþreying sem var […]