Kostnaður upp á hálf göng

Í viðtali í síðasta blaði Eyjafrétta við írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra segist hún kannast við heitar umræður um samgöngumál í Eyjum og er alls ekki ósátt við að fólk tjái hug sinn. „Það er samt mikilvægt að beina því til þeirra sem bera ábyrgðina og aðstoða þannig okkur kjörna fulltrúa við að halda þeim við efnið. […]

Ingó góður í Alþýðuhúsinu

Soffía Baldursdóttir náði að fanga stemninguna á tónleikum Ingós í Alþýðuhúsinu á miðvikudagskvöldið með þessum myndum. Söngur og sögur var yfirskrift tónleikanna sem sýndi að Eyjamaðurinn Ingó stendur undir nafni sem sögumaður. Hann er ekki síður frábær tónlistarmaður sem nær til gesta. Góð blanda sem virkaði á miðvikudagskvöldið. Alþýðuhúsið hefur gengið í endurnýjun lífdaga og […]

Rasmus aftur til liðs við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Rasmus Christiansen hefur gengið til liðs við ÍBV og skrifaði undir samning við knattspyrnudeild félagsins til loka þessa tímabils. Rasmus er ekki að koma í fyrsta skiptið til ÍBV en þessi 34 ára gamli miðvörður kom einnig til liðsins árið 2010, 20 ára gamall. Rasmus lék 64 af 66 leikjum ÍBV árin 2010-2012, fyrsta […]

Helga Þórisdóttir býður sig fram til forseta

Þekking og reynsla í þágu þjóðarinnar – Málsvari þess íslenska drifkrafts, sem gerir okkur að sterkri þjóð Helga Þórisdóttir, sem hefur gegnt starfi forstjóra Persónuverndar undanfarin rúm átta ár, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Blaðamannafundurinn var haldinn á heimili Helgu í Reykjavík, en […]

Vilja endurvekja unglingaráð

Fjölskyldu- og tómstundaráð ræddi á síðasta fundi sínum nauðsyn þess að endurvekja ungmennaráð og mikilvægi virkrar þátttöku ungmenna í aðkomu að lýðræðislegri þátttöku og áhrifum á stjórnun sveitarfélagsins. Erfiðlega hefur gengið að finna einstaklinga í ráðið. Ráðið ítrekaði mikilvægi þess að í Vestmannaeyjum verði starfrækt ungmennaráð. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélagið okkar að rödd ungmenna […]

Grannaslagur á Selfossi í kvöld

Heil umferð fer fram í Olís deild karla í kvöld. Á Selfossi verður sannkallaður Suðurlandsslagur, þar sem heimamenn taka á móti ÍBV. Eyjamenn eru í fjórða sæti deildarinnar, en liðið sigraði FH sem er á toppi deildarinnar í síðustu umferð. Selfyssingar hafa átt erfitt uppdráttar í vetur og er liðið á botninum með aðeins 8 […]

Tvær flughæfar – Önnur til sölu

Flug­fé­lagið Ern­ir glím­ir við rekstarörðug­leika og hyggst skila inn flugrekst­ar­leyfi sínu. Fé­lagið er meðal ann­ars með háar líf­eyr­is­sjóðs- og skatt­skuld­bind­ing­ar sem ekki hef­ur verið staðið skil á um nokk­urt skeið. Þetta kemur fram á mbl.is þar sem haft er eftir Ein­ari Bjarka Leifs­syni, fjár­mála­stjóri Ern­is, að rekst­ur­inn sé þungur en fé­lagið hafi sett upp áætl­un […]

„Þetta getur enginn gert nema þjóðkirkjan“

Á ferðum mínum um landið í aðdraganda biskupskjörs rifjast svo ótal margt upp fyrir mér, úr sögu landsins okkar og ríkulegri menningararfleifð. Til dæmis sagan Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson, um Fjalla Bensa, hrútinn Eitil og hundinn Leó, sem gerist í óbyggðum þegar Benedikt leitar eftirlegukinda í aðdraganda jóla og lendir í margra daga stórhríð. Að […]

Sjálfbær rekstur í erfiðu rekstrarumhverfi sveitarfélaga

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2023: Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 á síðasta fundi bæjarstjórnar. Er ljóst að staðan er góð. Er niðurstaða samstæðu bæjarins (A- og B- hluta)  jákvæð um 564 milljónir króna  sem er um 400 milljónum  umfram áætlun og 530 milljónum betri en árið […]

Hugað að næsta skólaári

Samræmt skóladagatal leik-, grunnskóla og frístundavers 2024-2025 lagt fram til staðfestingar á síðasta fundi fræðsluráðs. Kennsludagar í grunnskólanum eru 180 og skólasetning verður 23. ágúst. Kjarasamningsbundnir starfsdagar kennara eru 13 þar af 8 utan starfstíma skóla. Vetrarleyfi verður 21.-24. október. Starfsdagar leikskólanna verða: Víkin verður lokuð 15. ágúst vegna starfsdags og Kirkjugerði og Sóli 22. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.