Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyja í vor af félagsvísindalínu. Hún fékk einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku, fyrir félagsstörf, fyrir mjög góðan heildarárangur í félagsvísindagreinum á stúdentsprófi og fyrir mjög góðan heildarárangur á stúdentsprófi.
Hvað stendur upp úr eftir skólagöngu þína í FÍV?
Það sem stendur uppúr fyrir Sigrúnu eftir hennar skólagöngu í FÍV eru skemmtilegu kennararnir. „Það hefði verið töluvert erfiðara að komast i gegnum námið ef það hefði ekki verið fyrir stuðninginn og skemmtunina sem sumir kennarar voru með.”
Í sumar tekur við hjá henni vinna. „Ég er í tveimur vinnum á Einsa Kalda og Eymundsson til að reyna að safna smá fyrir næsta haust. Ég er að fara flytja til Kaupmannahafnar til vinkonu minnar og víkka aðeins sjóndeildarhringinn.”
Hvað lærdóm varðar í framhaldinu segir Sigrún Gígja að hún sé ekki alveg ákveðin. „En held að eg myndi bara í eitthvað hönnunar tengt nám. Þá arkítektur eða grafíska hönnun eða slíkt.”
Spurð hvort það sé eitthvað sem hún vilji koma á framfæri á þessum tímamótum segir hún að þó að hún sé mjög spennt fyrir þessum nýja kafla i lífi sínu mun hún sakna mjög FÍV og Vestmannaeyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst