Anna María Lúðvíksdóttir útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyja í vor af náttúruvísindalínu.
Hún fékk einnig viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur í íslensku, dönsku og spænsku. Þá fékk hún viðurkenningu fyrir mjög góðan heildarárangur í félagsvísindagreinum á stúdentsprófi, mjög góðan árangur í raungreinum. Einnig fyrir Menntaverðlaun Háskóla Íslands eru veitt framhaldsskólanemum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur á stúdentsprófi, með meðaleinkunn 8,75 eða hærra og fyrir mjög góðan heildarárangur á stúdentsprófi.
Spurð um hvað standi upp úr eftir skólagöngu hennar í FÍV segir hún að það séu áhugaverðir áfangar og auðvitað vinirnir.
Er hún er spurð um hvað takur við hjá henni segir Anna María að í sumar sé það vinna og að njóta með vinum og fjölskyldu. Í haust ætlar hún að halda áfram að vinna og skoða hvaða nám er í boði.
Hvað framhaldið varðar í námi segir Anna að hún sé ekki alveg ákveðin, en finnst líklegt að hún endi í heilbrigðisgeiranum. Að lokum spurðum við Önnu Maríu hvort hún vilji koma einhverju á framfæri á þessum tímamótum, og svarar hún um hæl „Mæli með FÍV og gleðilegt sumar.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst