Lýsir eigin reynslu í Heimaeyjargosinu

„Ég var sautján ára þegar ég stóð í þeim spor­um sem marg­ir Grind­vík­ing­ar hafa staðið í núna og horfði upp á hús­in brenna, hús­in fara und­ir hraun, hús for­eldra minna, og hvernig heilsu móður minn­ar hrakaði ár frá ári, ára­tug­um sam­an þangað til ekki varð neitt við ráðið,“ sagði Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Suður­kjör­dæm­is sem var […]

Skákþing Vestmannaeyja í 98 ár

Skákþing Vestmannaeyja hefst sunnudaginn 28. janúar, þar sem teflt er um titilinn Skákmeistari Vestmannaeyja 2024. Skákþingið fer fram árlega og hefur verið haldið nær óslitið í 98 ár. Öllum er heimil þátttaka, en tefldar verða kappskákir 60 mínútur og 30 sekúntur fyrir hvern leik. Teflt verður tvisvar í viku á sunnudögum og fimmtudögum og er […]

Iðnám á uppleið og bóknám á tímamótum

„Vel yfir 200 nemendur hófu nám og var námið fjölbreytt og krefjandi eins og svo oft áður. Nemendur voru skráðir á fjórtán mismunandi brautir og vel yfir 70 áfangar í boði. Skipting milli bóknáms og verknáms var verknáminu í vil, en iðnnám er „heitasta kartaflan í pottinum“ og miklar líkur eru á að svo verði […]

Þegar verk sem segja meira en 1000 orð

Gíslína Dögg grafíklistamaður Grafíkvina árið 2024:  „Hugur minn dvelur hjá þér-Heimaey 1973 var heitið á sýningunni sem ég var beðin um að vera með á Menningarnótt í sumar, í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Þar sýndi ég verk sem tengjast eldgosinu á Heimaey og þeim áhrifum sem gosið hafði á samfélagið með tilliti til náttúrunnar […]

Sigurgeir Jónsson:   Tjaldurinn í Gvendarhúsi

Tveir myndarlegir ungar komust á legg þetta sumarið Þeir eru fremur stundvísir, tjaldarnir sem gert hafa sig heimakomna í nágrenninu við okkur í Gvendarhúsi á undanförnum árum. Í fyrra mættu þeir þann 29. mars, á afmælisdaginn hennar Katrínar, en í ár komu þeir degi fyrr, sennilega til að missa ekki af afmælisveislunni. Og húsráðendur í […]

Einstök viðurkenning fyrir öflugt félag

Leikfélag Vestmannaeyja réðist í það stóra verkefni snemma síðasta árs að setja upp hið þekkta verk The Rocky Horror Show í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar. Aðsókn var góð og hlotnaðist félaginu sá heiður að fá að sýna Rocky Horror á stóra sviði Þjóðleikhússins í júní. Uppselt var og viðtökur stórkostlegar sem er mikil viðurkenning fyrir […]

Umhverfisstofnun kemur myndarlega að upplýsingagjöf um Surtsey í Eldheimum

Af gefnu tilefni vil ég að leiðrétta rangfærslur eða misskilning um að ekki fáist upplýsingar um Surtsey nema leitað sé til Reykjavíkur. Umhverfisstofnun hefur kostað gæsilegar sýningar í Vestmannaeyjum með myndum og upplýsingum um eyjuna allt frá árinu 2010 fyrst með Surtseyjarstofu við Heiðarveg og svo frá 2014 í Eldheimum. Í Eldheima koma árlega tugþúsundir […]

Ísfélag – Tæp 150 þúsund tonn á síðasta ári

Árið 2023 gekk vel í veiðum og var samanlagður afli skipa félagsins tæplega 148 þúsund tonn. Sólberg var aflahæst bolfiskflotans með tæplega 10 þúsund tonn á árinu, en Sigurður aflahæst uppsjávarskipa með rúm 44 þúsund tonn. Rúmlega 20 þúsund tonn voru veidd af bolfisk og rúmlega 127 þúsund tonn af uppsjávarafla. Af Facebókarsíðu Ísfélgsins.   […]

Georg Eiður – Áramót 2023 og 2024

Árrið 2023 byrjaði með mikilli kuldatíð hér í Eyjum þar sem allt fór á kaf í snjó, og í sjálfu sér hefði ég eiginlega frekar viljað það heldur en þennan klaka sem er hérna núna, en þetta stóð nú stutt yfir. Vertíðin var eins og árið allt, allt fullt af fiski, vantar bara aflaheimildir. Lundinn […]

Gleðilegt nýtt ár

Vestmannaeyingar kvöddu gamla árið með mikilli skothríð flugelda sem lýstu upp himininn yfir Heimaey allt gamlárskvöldið og langt fram eftir nóttu. Veður var gott, bjart og aðeins gola sem náði að hreinsa loft af reyknum sem fylgdi rakettunum. Brenna var að venju við Hástein með mikilli flugeldasýningu. Þar tók Addi í London þessa skemmtilegu mynd. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.