Olísdeild kvenna – Áttundi sigur ÍBV í röð

„ÍBV komst upp í annað sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með fjögurra marka sigri á Stjörnunni, 22:18, í TM-höllinni í Garðabæ í miklum sveifluleik. ÍBV hefur þar með 18 stig eftir 11 leiki og er stigi á eftir Val. Stjarnan er með 16 stig í þriðja sæti. ÍBV hefur nú unnið átta leiki […]

Nökkvi Már áfram hjá ÍBV

Eyjamaðurinn Nökkvi Már Nökkvason hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en Nökkvi sem er 22 ára varnarmaður hefur verið á mála hjá ÍBV síðan 2017. Nökkvi á 26 leiki fyrir ÍBV í deild og bikar en hann spilaði 11 leiki í Lengjudeildinni er liðið fór upp 2021. Samhliða því að hafa spilað […]

Jón Inga skrifar undir tveggja ára samning

Eyjamaðurinn Jón Ingason hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV en hann þarf varla að kynna fyrir Eyjamönnum sem hafa fylgst með boltanum síðustu 10 ár. Jón er á sínu 28. aldursári og lék sem miðvörður og vinstri bakvörður í sumar. Jón er frábær leikmaður og liðsmaður sem kom vel inn í lið ÍBV á liðnu ári eftir […]

Eyjakonur fyrstar til að leggja Val

„Valur og ÍBV mættust í Olísdeild kvenna í handknattleik í Origohöllinni í dag í upphafsleik 11. umferðar. Fyrir leikinn var Valur í efsta sæti með 19 stig eftir 10 leiki en ÍBV í þriðja sæti með fjórtán stig eftir 9 leiki,“ segir á handbolti.is um frábæra byrjun ÍBV í Olísdeildinni á nýju ári sem var […]

Þrettándagleðin í myndum

  Mikil þátttaka var í þrettándagleðinni í gærkvöldi og þokkalegasta veður og færð. Addi í London var á ferðinni með myndavélina og eins og svo oft segja myndir meira en mörg orð. Myndir Addi í London. (meira…)

Nýárspistill Binna – Besta rekstrarár í sögu Vinnslustöðvarinnar

Farsæl starfsemi Vinnslustöðvarinnar á liðnu ári – væntanleg kaup fyrirtækisins á Ós og Leo Seafood á nýju ári – hræringar í sjávarútvegi með sameiningu fyrirtækja – lýst eftir framtíðarsýn fyrir hönd sjávarútvegsins. Þetta og fleira í nýárspistli framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar á fyrsta degi ársins 2023. Við áramótin lítum við um öxl og getum afar vel við […]

Gleðilegt nýtt ár

Eyjafréttir óska lesendum sínum og öllum gleðilegs nýs árs 2023. Gott ár að flestu leyti að baki og vonandi enn betra ár framundan. Hefjum nýtt ár með mynd sem Addi Í London tók í gær þegar áramótabrennan við Hástein logaði sem skærast og flugeldar lýstu loftið. Ekki vantaði flugeldafjörið í gærkvöldi og logaði himininn þegar […]

Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi stefna að sameiningu

Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna. Sameinað félag mun heita Ísfélagið hf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félögin sendu frá sér í kvöld. Forsvarsmenn félaganna tveggja eru sammála um að mörg tækifæri séu í fólgin í sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf., m.a. […]

Krossgátan – Vísbendingar sem vantaði

Nokkrar vísbendingar vantaði inn í jólakrossgátuna. Þær eru þessar: lárétt:     Þennan stól eignaðist ég einhvern veginn þar sem ég ólst upp (4) lárétt:     Þekkt íþróttafélag í Reykjavík (2) lóðrétt:  Hvað ég naut þess á einhvern hátt að fara til útlanda (4) lóðrétt:  Við fórum um blauta og sundurlausa akra (4) lóðrétt:  Ensk tjara eða dönsk […]

Jólaball Landakirkju á morgun, fimmtudag

Landakirkja býður bæjarbúum á árlegt jólaball sitt fimmtudaginn 29. desember nk. kl. 16:00. Tríó Þóris Ólafssonar ásamt gestum leikur létt jólalög á meðan dansað er í kringum tréð í safnaðarheimilinu. Kvenfélag Landakirkju hellir upp á og býður ungum sem öldum upp á létt góðgæti. (meira…)