Sigur hjá konum og tap hjá körlum

ÍBV konur í Olísdeildinni gerðu góða ferð í Breiðholtið í dag þar sem þær mættu ÍR. ÍBV var yfir allan leikinn og fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Leiknum lauk með sigri Eyjakvenna, 20:27 og eru þær í fjórða sæti með 18 stig. Markahæstar ÍBV kvenna voru Elísa og Birna Berg með sjö mörk. Marta […]
KSÍ – Ingi og Trausti í stjórn

Eyjamaðurinn Ingi Sigurðsson er aftur kominn í stjórn KSÍ eftir glæsilega kosningu á ársþingi sambandsins í dag þar sem Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður. Sjö manns buðu sig fram í fjögur laus sæti í stjórn KSÍ og var Ingi einn þeirra. Sá sem flest atkvæði hlaut fékk 114 og kom Ingi á hæla hans með […]
Útkall – Helgaður Grindvíkingum og Vestmannaeyingum

Nýjasti Útkallsþátturinn á visir.is, sem er öllum aðgengilegur, verður helgaður Grindvíkingum og Vestmannaeyingum. Annars vegar hetjuleg björgun fyrir utan Grindavík þegar 12 skiprotsmönnum af Gjafari frá Vestmannaeyjum var bjargað á land eftir að báturinn strandaði þar í foráttubrimi. Einnig verður sagt frá annarri björgun mánuði fyrr – þegar sami bátur flutti 440 manns til Þorlákshafnar […]
Mesta ógn frá því í gosinu 1973? Ráðherra ræður engu

Það hefur ýmislegt dunið á Vestmannaeyingum síðasta árið. Byrjaði með bilun rafstrengs í byrjun síðasta árs. Í ljós kom að Herjólfur getur bilað og Landeyjahöfn er langt frá að skila því sem ætlað var. Ekki var útlitið bjart þegar vatnsleiðslan varð fyrir hnjaski í lok ársins 2023. Flestum hefði þótt nóg komið en nú bendir […]
Tyrkjaránsins verði minnst á 400 ára afmælinu 2027

„Alþingi ályktar að í tilefni þess að árið 2027 verða 400 ár liðin frá örlagaríkum atburði í sögu þjóðarinnar, Tyrkjaráninu á Íslandi árið 1627, verði forsætisráðherra falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um atburðinn. Nefndin skal meðal annars standa fyrir kaupum á minnisvarða, standa fyrir málþingi og stofna fræðslusjóð. Einnig er […]
Loðnan hinkrar við eftir nýju tungli

– SEGIR JAPÖNSK SJÓMANNASPEKI – Kemur loðnan í veiðanlegum mæli inn í íslenska fiskveiðilögsögu eða lætur hún ekki sjá sig í ár svo nokkru nemi? Spurning sem brennur á fjölda fólks í mörgum íslenskum sjávarplássum og ekki síður á þeim sem ráðstafa því sem sem góð loðnuvertíð myndi skila sjóðum sveitarfélaga og sjálfu þjóðarbúinu. Fylgst er […]
Haukur í Horni í Norðausturkjördæmi

Kröfulýsing gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti: „Það er óhætt að segja að framkomnar þjóðlendukröfur fjármálaráðherra sem beinast að eyjum og skerjum við Ísland veki mikil viðbrögð fólks, þá sérstaklega sveitarstjórnarfólks sem segir kröfulýsinguna vera gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti og framtíðarsýn fjölmargra íbúa og landeigenda um land allt. Flestar eyjar sem kröfurnar beinast að […]
Tveir nýir rafstrengir til Vestmannaeyja

Á næstu áratugum er fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn raforku í Vestmannaeyjum og hafa Landsnet, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og aðilar úr atvinnulífinu í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um aukið afhendingaröryggi og leiðir í átt að fullum orkuskiptum. Til að fylgja eftir stefnu stjórnvalda þegar kemur að orkuskiptum hafa allir sem komu […]
Ófriði lýst á hendur Eyjamönnum – Á ný

Sumarið 2016 stefndi Umhverfisstofnun á að friðlýsa búsvæði sjófugla sem friðland í Vestmannaeyjum, í samræmi við 2. og 49.gr. lagna nr. 60/2013 um nátturuvernd. Friðlýsingin sem fól m.a. í sér að margvíslegt vald yrði fært frá bæjaryfirvöldum til Umhverfisstofnunar, s.s. umsjón með búsvæðavernd fugla, landnotkun og mannvirkjagerð á hinu friðlýsta svæði sem eru allar úteyjarnar […]
Sjómenn samþykktu kjarasamninginn

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem undirritaður var þann 6. febrúar síðastliðinn lauk kl. 15:00 í dag. Á kjörskrá voru 1104 og greiddu 592 atkvæði um samninginn eða 53,62%. Niðurstaðan er að af þeim sem kusu sögðu 367 já eða 61,99%, 217 sögðu nei eða 36,66% og auðir og […]