Píanótónleikar Kittýar og Guðnýjar Charlottu
25. mars, 2024

Eyjakonurnar Kittý Kovács og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikarar ætla halda tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 19:30. Þar munu þær leika fjórhent á píanó verk eftir hin þekktu klassísku tónskáld Chopin, Schubert, Dvořák og Debussy.

Hér gefst einstakt tækifæri fyrir okkur Eyjamenn og gesti til að hlusta á þessa frábæru píanóleikara flytja okkur stórfenglega tónlist klassísku meistaranna.

Mætum öll.

Mynd: Kitty er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2023. Frá árinu 2011 hefur hún verið kirkjuorganisti og kórstjóri við Landakirkju í Vestmannaeyjum. Kitty er  kennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Þá hefur hún stjórnað Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakórnum en einnig barnakór og hefur að auki leikið, bæði á píanó og orgel  við ýmsa menningarviðburði í Vestmannaeyjum.

 

 

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst