Flugfélagið Ernir glímir við rekstarörðugleika og hyggst skila inn flugrekstarleyfi sínu. Félagið er meðal annars með háar lífeyrissjóðs- og skattskuldbindingar sem ekki hefur verið staðið skil á um nokkurt skeið.
Þetta kemur fram á mbl.is þar sem haft er eftir Einari Bjarka Leifssyni, fjármálastjóri Ernis, að reksturinn sé þungur en félagið hafi sett upp áætlun til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart hinu opinbera.
Hann segir félagið ekki á loka metrunum hvað reksturinn varðar en segir stefnt að því að fara í einfaldari rekstur þar sem Erni verði breytt í markaðs-, sölu- og bókunarskrifstofu fyrir Mýflug sem er meðal stærstu eigenda Ernis. „Það eru engin áform um að leggja Erni eða kennitöluna niður,“ segir Einar.
Samþætta reksturinn
„Mýflug á hluta í Erni og við erum búin að vera að samþætta flugreksturinn milli félaganna. Langlíklegasta niðurstaðan er sú að við munum skila öðru flugrekstarleyfinu fyrir Erni,“ segir Einar Bjarki.
Félagið er með aðra af tveimur flughæfum flugvélum sínum, Dornier, í söluferli. Hin er Jet Stream 32. Aðrar tvær vélar félagsins af gerðinni Jet Stream 32 eru ekki flughæfar.
Nánar á mbl.is
Dorniervél Ernis á Vestmannaeyjaflugvelli. Hún er nú til sölu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst