Kynningarfundur vegna fiskeldis í Viðlagafjöru

Klukkan 17.00 í dag verður kynningarfundur í Akóges sem Icelandic Land Farmed Salmon ehf. (ILFS) efnir til í samstarfi við Vestmannaeyjabæ, Á fundinum verða kynnt uppbyggingaráform ILFS á landeldi á laxi (matfiskaeldi) í Viðlagafjöru, austast á Heimaey. Eru allir velkomnir. Aðilar sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér gögn […]
Sjávarútvegssýningin – Kíkt við hjá HD ehf.

Meðal Eyjamanna sem Eyjafréttir heimsóttu á Sjávarútvegssýningunni var Þorvaldur Tolli Ásgeirsson sem sér um sölu og markaðsmál hjá fyrirtækinu HD sem er eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins í málmtækniþjónustu; vélbúnaði, tækniþjónustu og stálsmíði. Með honum var Jóhannes Steinar, þjónustustjóri – ástandsgreiningar. HD þjónustar mörg stærstu fyrirtæki landsins á sviði sjávarútvegs, stóriðju, matvæla, fiskeldis auk orku-og veitu. […]
Eyjafréttir áberandi á Sjávarútvegssýningunni

Eyjafréttir voru mjög sýnilegar á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll í síðustu viku. Blaðinu dreift í hundruðum eintaka og heilsað upp á mörg fyrirtæki. Ekki síst var gaman að hitta Eyjafólk sem var áberandi hjá mörgum fyrirtækjum sem voru með bása á sýningunni. Eyjafréttir, sem í síðustu viku voru helgaðar sjávarútvegi í Vestmannaeyjum vöktu mikla athygli. Einstakt […]
Lundaballið á laugardaginn

Lundaball 2022 verður haldið laugardaginn 1. október og eru allir velkomnir. Umsjón, kvölddagskrá og skemmtiatriði eru í boði Brandsmanna ásamt nokkrum góðum gestum. Veislustjórar eru Gunnar Friðfinnsson og Þorbjörn Víglundsson. Stórglæsilegt villibráðarhlaðborð að hætti Einsa Kalda. Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk. Setning hátíðar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:15. Almennri dagskrá lýkur 23:30 […]
Rampur og styrkur í minningu Gunnars Karls

Á laugardaginn var Rampur númer 160 í átakinu Römpum upp Ísland vígður við Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Um leið var fyrsti styrkur veittur úr Minningarsjóði Gunnars Karls Haraldssonar sem hefur það að markmiði að styrkja og efla fólk með fötlun til þátttöku í samfélaginu. Fyrsta styrkinn hlaut Arna Sigríður Albertsdóttir íþróttakona sem keppir í handahjólreiðum. […]
Verðskuldaður sigur ÍBV

ÍBV hafði betur, 1:2 í leik á útivelli gegn Keflavík í Bestu deild kvenna sem var að ljúka rétt í þessu. Mörk ÍBV komu með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks. Ameera Hussen skoraði á 40. mínútu og Viktorija Zaicikova á þeirri 41. Góð baraátta hjá Eyjakonum og sigurinn verðskuldaður í leik sem Kári lék […]
Herjólfur í Þorlákshöfn kl. 17.00

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. og er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. 20:45. „Þeir farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum hafa verið færðir á milli hafna aðrir þurfa að hafa samband við afgreiðslu okkar til þess að láta færa ferð sína. Á þessum árstíma er alltaf hætta […]
Tveggja marka tap í hörkuleik

Stjarnan hafði betur i miklum baráttuleik gegn ÍBV í annarri umferð Olísdeildar kvenna í Vestmannaeyjum í gær. Jafnt var í hálfleik 12:12 en Stjörnukonur höfðu betur á lokakaflanum og lauk leiknum með 22:24 útisigri Stjörnunnar. ÍBV er með tvö stig eftir tvær umferðir. Næsti leikur er gegn HK þann áttunda október. Mynd Sigfús Gunnar. (meira…)
Ofsaveður hamlar siglingu Herjólfs

„Vegna ofsaveðurs hefur verið ákveðið að fella niður siglingar fyrri hluta dagsins. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi.Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá á veðrið að lægja þegar líða tekur á daginn. Við gefum út tilkynningu […]
Krakkar í GRV gróðursettu 450 plöntur

Grunnskóli Vestmannaeyja fékk nú í haust 450 plöntur frá Yrkju sem er Sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Plöntunar voru gróðursettar af krökkunum í fyrsta, öðrum, þriðja, fjórða og fimmta bekk á miðvikudaginn. Yrkja er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Stjórnendur GRV sóttu til sjóðsins og fengu gefins plöntur. Ákveðið var að framkvæma gróðursetninguna í […]