Óli í Vatnsdal með sína fyrstu bók 91árs

Ólafur Sigurðsson í Vatnsdal og seinna Stapa, vörubílsstjóri, lögregluvarðstjóri, trillukarl, listmálari og ekki síst sagnamaður kynnti bók sína, Undir gjallregni í Eldheimum fyrir skömmu. Vel var mætt og við hæfi að kynna bók um Heimaeyjargosið í Eldheimum.  Óli er 91 eins árs en bar það ekki með sér þegar hann kynnti bókina sem er persónuleg […]

Hermann Þór frá Sindra til ÍBV

Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Bestu deildinni þegar hún hefst í apríl. Hermann er 19 ára gamall sóknarmaður sem lék með Sindra í ár og skoraði þar 13 mörk í 19 leikjum. Velkominn til ÍBV! Myndin sem fylgir fréttinni er tekin af […]

Auðlindin okkar – Fjörugur fundur í Eyjum

Þriðji fundurinn í fundaröðinni, Auðlindin okkar var haldinn í Vestmannaeyjum áttunda nóvember. Mæting var góð og fjörugar umræður þar sem komið var inn á flest það sem snýr að sjávarútvegi. Um hann segir á vef stjórnarráðsins: Líflegar umræður og skoðanaskipti áttu sér stað á vel sóttum þriðja fundi fundaraðarinnar Auðlindin okkar sem haldinn var 8. nóvember í […]

Markmannsþjálfarinn Mikkel áfram hjá ÍBV

Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild félagsins um eitt ár og kemur því til með að vera áfram markmannsþjálfari meistaraflokkanna á næstu leiktíð. Mikkel sem er 31 árs kom til félagsins fyrir síðustu leiktíð og sinnti starfi markmannsþjálfara meistaraflokks karla og kvenna, auk þess var hann aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Mikil ánægja […]

Erna Kristín framlengir

Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um eitt ár og kemur til með að leika með ÍBV í Bestu deildinni árið 2023.  Kristínu þarf vart að kynna fyrir Vestmannaeyingum en hún hefur leikið 297 KSÍ leiki á ferlinum og langflesta þeirra fyrir ÍBV. Hefur skorað í þeim 149 mörk og skoraði […]

Áslaug Arna – Störf í nýju ráðuneyti óháð staðsetningu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tyllti niður tá með skrifstofu sína í Vestmannaeyjum í lok síðasta mánaðar. Kom hún sér fyrir í Þekkingarsetri Vestmannaeyja þar sem hún tók á móti gestum., auk þess sem hún heimsótti fyrirtæki. Áslaug Arna hefur sett upp skrifstofu víða á landsbyggðinni og vill með því stytta boðleiðir um […]

VSV Finland Oy – Nýtt dótturfélag í Helsinki

Vinnslustöðin hefur stofnað dótturfélagið VSV Finland Oy og ráðið til þess finnskt starfsfólk sem aflað hefur sér reynslu og þekkingar á innflutningi á eldislaxi og markaðssetningu, sölu og dreifingu laxins í Finnlandi og í Eystrasaltsríkjunum. VSV Finland Oy er með bækistöð í Helsinki (sbr. meðfylgjandi mynd) og hefur þegar tekið starfa. Framkvæmdastjóri er Mika Jaaskelainen, áður framkvæmdastjóri Kalatukku […]

 Minna Ágústsdóttir ráðin   forstöðumaður  Visku

Minna Ágústsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Visku. Minna er kennari að mennt og hefur starfað við kennslu í grunnskóla og leikskóla undanfarin ár ásamt því að vera einkaþjálfari og reka eigið heilsueflandi fyrirtæki. Minna mun hefja störf 1. janúar 2023 og hefur stjórn Visku fulla trú á að menntun, reynsla og viðhorf hennar muni nýtast […]

Áhugaverður fundur – Auðlindin okkar

Víðtækara samráð við hagsmunaaðila og allan almenning: Gunnar Haraldsson, formaður starfshópsins Samfélag sem er meðal framsögumanna á fundi, Auðlindin okkar sem verður í Akóges kl. 17.00 á morgun, þriðjudag og er öllum opinn. Hvert er takmarkið með vinnu starfshópsins og hvaða leiðir hafið þið valið til að ná settu marki? Hlutverk okkar er að leggja mat […]

ÍBV flaug inn í þriðju umferð Evrópubikarsins

Úkraínska liðið Dunbas var ekki mikil fyrirstaða fyrir Eyja­menn í seinni leiknum í gær og eru þar með komn­ir í þriðju um­ferð Evr­ópu­bik­ars karla í hand­knatt­leik. Í hálfleik var staðan 22:8 og lokatölur 45:20. Í fyrri leiknum voru lokatöliur 36:28 þannig að 33 mörk skildu liðin að í þessum tveimur leikjum. Mörk ÍBV skoruðu: Svan­ur  […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.