„Í ljósi þess að Landeyjahafnarvegurinn er með öllu ófært falla niður ferðir kl. 09:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 10:45 frá Landeyjahöfn,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi.
„Snjómokstursbíll er væntanlegur. Þeir farþegar sem áttu bókað í þessar ferðir koma til með að fá símtal frá skrifstofu okkar til þess að færa bókun sína. Biðjum við farþega sem ætla sér að ferðast með okkur í dag að fylgjast vel með miðlum okkar, keyra varlega og gefa sér góðan tíma til aksturs. Aðrar ferðir eru á áætlun.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst