BRYGGJUDAGUR ÍBV á Skipasandi í dag

Fiskur og aftur fiskur og gæðafiskur verður í boði á Bryggjudegi ÍBV sem stendur frá klukkan 10.00 til 13.00 í dag í kró á Skipasandi. Tilvalið að versla sér nýtt og ferskt sjávarfang og fara svo á Evrópuleik hjá stelpunum kl. 14:00!     (meira…)

BRYGGJUDAGUR ÍBV verður á morgun, laugardaginn 15.október kl.10:00-13:00 í kró á  Skipasandi. Tilvalið að versla sér nýtt og ferskt sjávarfang og fara svo á Evrópuleik hjá stelpunum kl. 14:00!   (meira…)

Breyting – Nú er það Þorlákshöfn

Farþegar athugið – 14.10.2022. Því miður er aldan að rjúka upp í Landeyjahöfn og Herjólfur III ófær um að sigla þangað. Að því sögðu siglir Herjólfur III til Þorlákshafnar núna fyrri part dags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 10:00 (Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 07:00 hafa verið færðir sjálfkrafa) Brottför frá Þorlákshöfn kl. 13:15 (Þeir […]

Í Landeyjahöfn klukkan 10.00

Farþegar athugið – 14.10.2022. Í nótt stóðu yfir viðgerði á vél Herjólfs, gekk það vel og ætti að klárast von bráðar. Ölduhæð í Landeyjahöfn er undir spá og á niðurleið að því sögðu stefnum við að sigla eftirfarandi áætlun í dag, föstudag: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 10:00 (Áður 07:00) Brottför frá Landeyjahöfn kl. 11:15 (Áður […]

Tók upp gítarinn eftir 30 ára hlé

„Ég var einn vetur í gítarnámi við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum, sennilega árið 1974 eða 1975. Tók svo gítarinn upp 2006 eftir tæplega 30 ára hlé og hóf að semja lög og texta 2011, samdi 13 lög í Eyjum og sex í viðbót eftir að ég flutti á höfuðborgarsvæðið. Keypti mér píanó í Covid og tvö […]

Goslokatónleikar í Gaflaraleikhúsinu á laugardagskvöldið

Það var happ fyrir Vestmannaeyjar þegar Kristín Jóhannsdóttir dró Seyðfirðinginn Magnús R. Einarsson, tónlistar- og fjölmiðlamann til Vestmannaeyja. Hefur hann sýnt Eyjarnar í skemmtilegu ljósi í pistlum á RÚV og látið til sín taka í tónlistinni. Hann var fremstur meðal jafningja á Goslokahátíð í sumar þegar valinn hópur tónlistarmanna hélt einstaklega skemmtilega tónleika með sígildum […]

Guðrún Erlings á Sjávarútvegssýningunni

„Ég höf störf hjá STF, sem er samband tíu stéttarfélaga stjórnenda í byrjun júní. Verkstjóra- stjórnendafélag Vestmannaeyja er eitt þeirra. Jóhann Baldursson sem er Eyjamönnum kunnur er forseti og framkvæmdastjóri STF,“ sagði Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir þegar Eyjafréttir heilsuðu upp á hana á Sjávarútvegssýningunni. „Sem mennta- og kynningarfulltrúi fékk ég það verkefni að hanna og koma […]

Herjólfur III bilaður

„Vélabilun á sér stað um borð í Herjólfi III og er hann enn við bryggju í Vestmannaeyjum. Verið er að vinna að viðgerðum sem stendur.Að því sögðu er ljóst að það verður seinkun á ferð kl. 09:00 frá Landeyjahöfn. Við sendum skilaboð á farþega þegar áætlaður brottfaratími liggur fyrir,“ segir í tilkynningu til farþega í […]

Undirbúa aðgerðir gegn útgerðarmönnum

Fundur formanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands sem haldinn var í Vestmannaeyjum um helgina ítrekaði kröfugerð sína á hendur útgerðarmönnum í yfirstandandi kjaraviðræðum. Í ályktun segir: „Krafa aðildarfélaganna er skýr um að sjómenn fái inn í kjarasamning sinn ákvæði um að útgerðin greiði 3,5% viðbótarframlag í lífeyrissjóði sjómanna með sama hætti og launafólk á almenna vinnumarkaðnum hefur […]

Þing ASÍ – Styðja Ólöfu Helgu og Trausta

Kolbeinn Agnarsson, formaður Jötuns sjómannafélags í  Vestmannaeyjum var í þingi ASÍ þegar rætt var við hann í kvöld. „Þetta er allt mjög undarlegt en í mínum huga er spurningin: -Hvaða hag  hafa sjómenn af því eða vera í samtökum sem snúast um eitthvað allt annað en hagsmuni okkar,“ sagði Kolbeinn. „Við sjáum til hvernig þetta […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.