Hákon Daði að komast á skrið

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson leikmaður Gummersbach gerir sér góðar vonir um að fá grænt ljós til þess að mega æfa á fullu á nýjan leik með samherjum sínum eftir eina til tvær vikur. Hann staðfesti þetta í skilaboðum til handbolta.is. Hákon Daði sleit krossband skömmu fyrir síðustu áramót. „Ég er að búast við að fá […]
Teflt á tæpasta vað með vatn og rafmagn

„Við þurfum aðra vatnsleiðslu, nýjan rafstreng milli lands og Eyja, meira varaafl og það er nauðsynlegt að Landsnet tryggi okkur öruggari flutning á rafmagni uppi á landi,“ segir Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs hjá HS-Veitum í Vestmannaeyjum. Hann leggur áherslu á þá staðreynd að vatnsleiðslan sem lögð var milli lands og Eyja árið 2008 er sú […]
– Heilsan – Halló rútína!

Haustið er tími endurnýjaðs skipulags, þá tekur við ný dagskrá eftir sumarfrí, þó það megi deila um hvort sumarið hafi yfir höfuð heimsótt okkur þetta árið. Í huga margra Vestmannaeyinga hefst haustið um leið og þjóðhátíðartjaldið er komið í geymslu, en hjá öðrum er það ekki fyrr en skóla- og íþróttastarf hefst af krafti og […]
Glaðlyndur og með trú þrátt fyrir mótbárur

Erlingur Richardsson handboltaþjálfari er flestu Eyjafólki vel kunnur, hann hefur alla tíð verið vel virkur í íþróttahreyfingunni og er í sífelldri leit að betri nálgun á verkefnin sín, hver sem þau eru hverju sinni. Sem dæmi má nefna að þegar Erlingur þjálfaði meistaraflokk kvenna í handbolta ÍBV, þegar blaðamaður var þá enn að æfa íþróttina, […]
Heimgreiðslur frá fyrsta september

Vestmannaeyjabær hefur samþykkt að greiða sérstakar heimgreiðslur til forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla frá 12 til 16 mánaða aldri hvort sem forráðamenn þiggja boð um leikskólagöngu fyrir barnið eða ekki á því aldursbili. Heimgreiðslur eru greiddar frá þeim degi sem barn nær 12 mánaða aldri og þær falla niður þann dag sem barn […]
ÍBV – Íþróttafélag – Sæunn býður sig fram til formanns

Framhaldsaðalfundur fer fram í Týsheimilinu miðvikudaginn 31. ágúst kl. 20:00. Framboðsfrestur til stjórnar rann út á sunnudag, eftirfarandi framboð bárust til setu í aðalstjórn félagsins. Framboð til stjórnar: Arnar Richardsson Björgvin Eyjólfsson Bragi Magnússon Erlendur Ágúst Stefánsson Guðmunda Bjarnadóttir Jakob Möller Kári Kristján Kristjánsson Örvar Omrí Ólafsson Sara Rós Einarsdóttir Framboð til formanns: Sæunn Magnúsdóttir (meira…)
Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Hörpu Þórsdóttur til að gegna embætti þjóðminjavarðar. Harpa hefur starfað við íslensk og erlend söfn í rúm 20 ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins. Þar hefur hún á undanförnum árum leitt starfsemina inn í nýja tíma með áherslu á að […]
Krónan Gegn verðbólgu – Frystir vöruverð

Krónan svarar ákalli almennings og stjórnvalda um að leggja lið baráttunni gegn verðbólgu og frystir verð á 240 vörunúmerum undir vörumerkjum First Price og Krónunnar. Vörur undir vörumerkjum Krónunnar og First Price spanna fjölbreytt vöruval og eru ódýrustu valkostirnir í sínum vöruflokkum. Er þetta eitt af skrefum Krónunnar til að reyna að sporna við hækkandi […]
Arna stefnir á nám ljósmóðurfræðum

Arna Huld Sigurðurdóttir lætur af störfum sem deildarstjóri á Sjúkradeildinni í Vestmannaeyjum þann 1. september nk. Hún starfar áfram sem hjúkrunarfræðingur á HSU samhliða því sem hún hefur nám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu HSU þar sem Örnu er þakkað fyrir vel unnin störf sem stjórnandi á HSU. (meira…)
VSV, Okada Susian og Stefán kynna sjávarafurðir í Japan

Risastór sjávarútvegssýning stendur nú yfir í Tokyo í Japan, sú 24. í röðinni. Þar er að vonum margt um manninn meðal sýnenda og gesta. Vinnslustöðin og Okada Susian, fyrirtækið sem VSV er meðeigandi í, taka að sjálfsögðu þátt í sýningunni og þá átti aldeilis vel við að sendiherra Íslands í Japan, Eyjapeyinn Stefán Haukur Jóhannesson, […]