Í dag fengu 18 verkefni styrk í tengslum við Viltu hafa áhrif. Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs afhenti styrkina og skrifað var undir samstarfssamning um hvert verkefni. Meðfylgjandi er list með þeim verkefnum er hlutu styrk.
Fá listamann til að mála listaverk á vegg Leturstofunnar að Vestmannabraut sem lýsir sögu hússins.
Styrkur til stígalagna, nýrra stíga og endurbóta og lagfæringa á öðrum stígum.
Bæta við trönum og halda stóra og veglega útilistasýningu árið 2023
Bjóða ungu fólki á opnar vinnustofur til að kynnast allskonar handverksgerð, myndlist og ljósmyndun. Verkefnið unnið í samvinnu við smiðjudaga í GRV.
Sýningar á völdum teikningum úr safni Sigmundar auk þess að efna til dagskrár þar sem þjóðþekktir einstaklingar minnast meistara skopteikninganna. Hugmyndindin er að dagskráin verði í maí 2023 og sýningarnar verði frá þeim tíma og út árið 2023
Sýning verður á Matey í tengslum við hátíðina þar sem konan í sjávarsamfélaginu yrði viðfangsefni listmanna.
Afkomendur Magnúsar Bergssonar vilja setja upp minnisvarða og sýningu til minningar um Magnúsarbakarí fyrir goslokahátíð 2023. Lítill minnisvarði eða jafnvel setbekkur að Heimagötu 4. Sýning með myndum og fróðleiksmolum um Magnúsarbakarí.
Blazepod tæki, nýtist vel í þjálfun á snerpu, í markmannsþjálfun og æfingum tengdnum fótavinnu.
Uppfærsla á Heimaslóð og að sótt verði um viðbótarkerfi verði sett upp til að styðja betur við kort og staðsetningartæki snjalltækja.
Styrkur til að bjóða nemendum GRV aðgang að ókeypis CrossFit æfingum. Námskeið1x í viku í 3 mánuði. Kynna Cross-fit fyrir krökkunum.
Styrkur til að starfrækja pysjueftirlitið 2024 og þá mun styrkur notaður til að auglýsa pysjueftirlitið betur fyrir ferðamenn og reyna að gera pysjueftirlitið sterkara til að takast á við áskoranir í framtíðinni. Fjölga vigtunarstöðum
Að fá listafólk í Vestmannaeyjum og víðar til þess að koma fram með mismunandi útfærslur á hlutverki kvenna í sjávarsamfélögum og ætlunin er að eiga samstarf við Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja og listafólk sem kemur víðar að og sýna verkin sín í september 2023.
Listasmiðja fyrir börn í Vestmannaeyjum á aldrinum 6-12 ára. Í listasmiðjunni sækja þátttakendur innblástur í nærumhverfi og náttúrun, fara í vettvangsrannsóknir og skissa úti. Kynnast ólíkum aðferðum við listsköpun og skissuvinnu og vinna með efnivið úr náttúru Vestmannaeyja og fá kennslu í nýjungum í listsköpun frá listgreinamenntuðum kennurum.
Styrkur til tónleikahalds veitingum fyrir heimilismenn og aðstandendur. Tveir árlegir tónleikar.
Atskákmót í tilefni af 50 ára goslokaafmæli
Styrkur til LAN mótahalds í Eyjum.
Flugeldabingó
Handboltaskóli 2023.
Mynd: Hópurinn ásamt Njáli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst