Ásgeir Sigurvinsson – Pabbi burstaði skóna

Það voru margir eftirminnilegir strákar að æfa og spila með mér í yngri flokkum ÍBV á þessum árum, Orri Guðjohnsen var öflugur, mjög góður í fótbolta og við Sæli Sveins og Leifur Leifs vorum valdir í unglingalandsliðið. Við vorum alltaf með gott lið, vorum sterkir strákar og við spiluðum upp fyrir okkur um flokka. Þetta er meðal þess […]

Samgöngur og atvinna eru forsendur búsetu

„Ég var þriggja og hálfs árs upp á dag þegar eldgosið hófst í Heimaey þann 23. janúar 1973. Ég man aðeins eftir gosnóttinni og flóttanum frá Eyjum, Ég horfði á gosið út um stofugluggann heima, sá bjarma í fjarska og svo man ég eftir mörgu fólki niðri við höfn. Fólk með svarta plastpoka, líklega fulla af dóti […]

Hækkun  veiðigjalda – Ofurskattur á landsbyggðina

Skilja ekki á hverju hagkerfið okkar byggir – Bera ekki virðingu fyrir því fólki sem býr á landsbyggðinni – Það er mikið undir, framtíð barnanna  á landsbyggðinni. Viljum við hafa góð störf, lifa góðu lífi eða viljum við að hagkerfi landsbyggðarinnar verði að nýlenduhagkerfi og við verðum einhver jaðarsettur hópur, þar sem efnahagslegur vöxtur er ekki […]

Svakalegt nágrenni á Reglubrautinni

„Ég man fyrst eftir mér á Hjalteyri, sem var pínulítið tvíbýli á tveimur hæðum norðan megin við  Reglubrautina og var þröngur malarstígur á milli Vesturvegar og Vestmannabrautar,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, Eyjamaður og knattspyrnukappi í mjög áhugaverðu viðtali við Ásmund Friðriksson í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út á fimmtudaginn. Viðtalið kallar Ásmundur, Borgfirskur Sandari af Reglubrautinni. Og áfram er haldið: […]

Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna

Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins […]

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Silja Bára sat í stjórn félagsins frá árinu 2018 og var formaður síðustu þrjú árin. Hún […]

Heimsklassa Gin þar sem vindar og veður ráða för

„Ég er stofnandi Ólafsson Gin sem er vinsælasta Gin á Íslandi en hætti þar öllum daglegum afskiptum árið 2021. Hef þó verið með annan fótinn í áfengisbransanum og velt fyrir mér hvað sniðugt er hægt að gera. Hef ferðast um heiminn og kynnt íslenskt Gin og er alltaf spurður að því hvað sé svona sérstakt […]

Lýðræði mælt í fjölda funda?

Það var vel til fundið hjá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, bæjarfulltrúa, að taka saman hvernig fjöldi funda og mála hinna fjögurra fagráða bæjarins, auk bæjarráðs, hafi verið 2019 samanborið við 2024. Gott og hollt er að velta því fyrir sér hvort þróunin sé jákvæð eða neikvæð og þetta er ágætt innleg í vinnu sem er hafin […]

Áhrifin verði metin og hækkunin innleidd í skrefum

Önnur fyrirtæki gætu þurft að taka stórar ákvarðanir um breytingar í rekstrinum með því að draga úr fjárfestingum og segja upp fólki. Á þetta bæði við minni og stærri fyrirtæki. Á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum var Róbert Ragnarsson meðal frummælenda. Hann er ráðgjafi hjá KPMG, stjórnmálafræðingur og fyrrum bæjarstjóri í Grindavík […]

Tímamót í gagna- og gæðastjórnun á íslensku fiskimjöli og lýsi

„Miðlægur gagnagrunnur – Fiskimjöl og lýsi hlýtur 3 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði. Styrkurinn er fyrsti styrkur til Félags uppsjávariðnaðarins og markar tímamót í gagna- og gæðastjórnun á íslensku fiskimjöli og lýsi,“ sagði Grettir Jóhannesson, nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins með aðsetur í Vestmannaeyjum. „Í dag eru niðurstöður efnagreininga á fiskimjöli og lýsi ekki nýttar til fulls. Með gagnagrunninum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.