Erum mjög vel mönnuð yfir hátíðina

„Þjóðhátíðin er stærsta löggæsluverkefni sem embættið fæst við á hverju ári. Mikil reynsla er til staðar innan embættisins og ég er að koma að þessu í tíunda skipti. Við teljum okkur vera vel undir búin þrátt fyrir að verkefnin hafi aðeins breyst undanfarin ár samhliða breytingum í samfélaginu. Meðal annars vegna aukins vopnaburðar. Til að […]
Myndir Óskars Péturs á síðustu Þjóðhátíð

Óskar Pétur hefur í áratugi myndað þjóðhátíð og um leið skráð sögu Þjóðhátíðar. Mikilvægt starf og óeigingjarnt. Hér er sýnishorn af myndum sem hann tók á síðustu þjóðhátíð. Vel heppnuð þó veðrið hefði mátt vera betra. Fleiri myndir væntanlegar. (meira…)
Eyjastelpan sem spilaði í bestu deildum Evrópu

Varð markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands Knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur þarf vart að kynna en hún er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur átt. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og hefur spilað og skorað í sterkustu deildum heims. Margrét Lára gaf út bókina, Ástríða fyrir leiknum fyrr í sumar og í […]
Fullmótað Draumalið ÍBV B fyrir þjóðhátíð

Draumaliðið hans Guðmundar Ásgeirs Grétarssonar, ÍBV B er óðum að taka á sig mynd og að venju er það stærstu nöfn handboltans sem eru í sigtinu. Vill Guðmundur Ásgeir vera búinn að binda sem flesta enda áður en hátíðin stóra, Þjóðhátíð Vestmannaeyja gengur í garð. Þeir sem hann vill krækja fyrir ÍBV B í eru Róbert Aron Hoster Val, Smári Kristinn, Halldór […]
Eyjamaðurinn Matthías leikur á Orgelsumri í Hallgrímskirkju

Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2025 stendur nú sem hæst og nú er komið að okkar manni, Matthíasi Harðarsyni, orgelleikara Dómkirkjunnar sem heldur orgeltónleika í kirkjunni laugardaginn 26. júlí nk. kl. 12.00. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is er aðgangseyrir 2.900 kr. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Hallgrímskirkju þar sem segir um Matthías: Matthías Harðarson hóf píanónám 10 ára gamall við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Meðal kennara hans […]
Tilraunaveiðar í gildrur gengið vonum framar

„Við erum að aðlaga bát og búnað að þessari veiðiaðferð, erum að prófa græjurnar og byrjuðum með eina gildru til að sjá hvernig þetta kemur út. Smásaman höfum við verið að fjölga gildrunum og erum núna með tvær litlar trossur úti og eru fjórar gildrur í hvorri trossu, samtals átta gildrur. Erum að bæta búnað […]
Gíslína Dögg sýnir heima og erlendis

Fram undan er mánaðardvöl í nóvember í vinnustofu Edvard Munchs í Osló Um þessar mundir er Norðan- og Eyjakonan Gíslína Dögg að sýna grafíkmöppu og verk á nokkrum stöðum á Vesturlandi ásamt öðrum listakonum frá Íslandi og Noregi. Þær eru ásamt Gíslínu, Cathrine Finsrud frá Noregi, Elva Hreiðarsdóttir Íslandi, Hildur Björnsdóttir Íslandi og Noregi, Lill-Anita Olsen Noregi og Soffía […]
Árið 2027 verða 400 ár frá Tyrkjaráni

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum bauð að venju upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu þann 27. júlí 1627 á Bryggjunni í Sagnheimum síðasta laugardag. Í ár eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu, drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Mæting […]
Þari og þang nýtt í sköpun

Á morgun, 17. júlí verður boðið upp áhugavert námskeið í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum þar sem kennt verður að nota þara og þang úr Eyjum í sköpun. Námskeiðið er frítt. Það eru Alberte Bojesen og Tuija Hansen sem bjóða íbúum að taka þátt í skapandi tilraunum með þara og þang í Fab Lab smiðjunni í Þekkingarsetrinu frá kl. 12.00 til 17.00. Áhugasamir sendi þeim tölvupóst og skrái sig […]
Heitasti dagur sumarsins en engin met

Heitasti dagur sumarsins í Vestmannaeyjum var í gær. Komst hitinn á Stórhöfða í 19,4 gráður kl. 13.00 í sól og hægum vindi. Hlýtt var allan daginn og var hitinn 16 og yfir 18 gráður. Ekki er um met að ræða. Það var sett á Stórhöfða 30. júlí 2008 þegar hitinn komst í 21,6 gráður. Mælingar á […]