Jafntefli á forarblautum Hásteinsvelli

Leik ÍBV og Breiðabliks í Bestu deildinni á Hásteinsvelli í gær lauk með jafntefli 0:0. Aðstæður voru hræðilegar, völlurinn forarblautur og austan strekkingur en samt barátta í báðum liðum. ÍBV klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik sem mátti kenna aðstæðum um. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig og næsti leikur er gegn Þór/​KA […]

Tveir Evrópuleikir hjá handboltanum um helgina

ÍBV get­ur um helg­ina tryggt sér sæti í 2. um­ferð Evr­ópu­bik­ars karla í hand­bolta en Eyja­menn leika við Holon frá Ísra­el á heima­velli á morg­un og sunnu­dag, klukk­an 16 báða dag­ana. Frá þessu er sagt á mbl.is og að sig­urliðið í þess­ari viður­eign mæt­ir Don­bas frá Úkraínu í 2. um­ferð keppn­inn­ar sem er leik­in frá […]

Kap heim af síldarmiðum með hálfþrítugan skipstjóra í brúnni

Halldór Friðrik Alfreðsson fór í fyrsta sinn á sjó með föður sínu átta ára gamall og og var mikið að snöfla með honum niðri í bát sem smápjakkur. Pabbinn var yfirvélstjóri á Gullbergi VE frá 1997 til 2007. Ellefu ára var Halldór Friðrik í veiðiferð með afa sínum og alnafna, þá starfsmanni Hvals hf. Þeir […]

Brynjar Ólafsson nýr framkvæmdastjóri

 Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum stöðu framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs lausa til umsóknar. Alls bárust sex umsóknir um starfið. Við mat á umsóknum var stuðst við verklagsreglur um ráðningar starfsfólks hjá Vestmannaeyjabæ og m.a. leitað ráðgjafar frá Hagvangi. Við mat á umsóknum er aðallega horft til menntunar- og hæfniskrafna sem fram komu í auglýsingunni, starfsviðtöl við […]

Seinkun vegna vélabilunar

Seinkun er á ferð sem áætluð var kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum vegna smávægilegrar vélabilunar um borð í ferjunni. Við gerum ráð fyrir að viðgerðir standi yfir í 20 til 30 mínutur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi. „Við stefnum á að vinna upp seinkuna þó sem allra fyrst. Fyrir frekari upplýsingar, þá hvetjum við farþega […]

Kristrún fundar á Vigtinni bakhúsi

Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formannsframbjóðandi í Samfylkingunni, hefur boðað til fundar í dag í Vigtinni bakhúsi. Fundurinn er opinn öllum og hefst kl. 17:30. „Ég ætlaði að koma við í Eyjum í síðustu fundaferð en þá kom babb í bátinn. Nú er ég að fara annan hring um landið og næ loksins að taka stöðuna […]

Sólarhringspúl til styrktar PÍETA

„Í tilefni af forvarnarmánuði PÍETA samtakanna, september,  ætla ég að reyna að gera góðverk til stuðnings samtökunum á Íslandi og æfa í 24 tíma á þremur tækjum frá Concept2, róðrarvél, hjóli og skíðavél. Ég byrjaði klukkan sjö í morgun, níunda september og klára á morgun, laugardag þann tíunda klukkan sjö,“ segir Gísli Hjartarson, crossfitari með […]

Eyjakonan Díana Dögg fyrirliði í þýska boltanum

„Þetta er mjög mikill heiður en um leið leiðinlegt að geta ekki farið fyrir liðinu i fyrsta leiknum í deildinni,“ sagði handknattleikskonan og Eyjakonan Díana Dögg Magnúsdóttir við handbolta.is í gærkvöld eftir að sagt var frá því á heimasíðu þýska félagsliðsins BSV Sachsen Zwickau að Díana Dögg hafi verið útnefndur fyrirliði liðsins á keppnistímabilinu sem […]

Umhverfisviðurkenningar 2022 afhentar

Umhverfisviðurkenningar Rótarí og Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2022 voru afhentar í dag. Umhverfisviðurkenningar fengu: Snyrtilegasta fyrirtækið: Hafnareyri ehf. Snyrtilegasti garðurinn: Höfðavegur 11a. Guðni Georgsson og Vigdís Rafnsdóttir. Snyrtilegasta eignin: Nýjabæjarbraut 1. Jóhann Þór Jóhannsson og Hafdís Hannesdóttir. Vel heppnaðar endurbætur: Vestmannabraut 8. Sigurður Oddur Friðriksson og Aníta Ársælsdóttir. Framtak á sviði umhverfismála: Hildur Jóhannsdóttir Vestmannaeyjabær óskar þeim sem viðurkenningu hlutu til […]

Bræðslumenn VSV til sigurs á golfmóti

Unnar Hólm Ólafsson og Magnús Kristleifur Magnússon urðu sigurvegarar fyrir hönd VSV-bræðslu á golfmóti Golfklúbbs Vestmannaeyja um nýliðna helgi. Alls voru 102 keppendur skráðir til leiks og bræðslumenn léku á 49 punktum. Hjartanlega til hamingju drengir! Á myndinni (sem fengin er af fésbókarsíðu GV) eru frá vinstri: Leifur Jóhannesson, Unnar Hólm, Magnús Kristleifur og Sigursveinn […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.