Lögreglan – Mikill fjöldi og nokkur erill undir morgun

Mikill fjöldi fólks var saman kominn á þjóðhátíð í gærkvöldi og nótt og talsverður erill hjá lögreglu fram undir morgun, segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Sjö líkamsárásarmál eru skráð hjá lögreglu eftir nóttina en í öllum tilfellum var um minniháttar líkamsáverka að ræða. Alls  voru sjö vistaðir í fangageymslu, fjórir vegna ölvunarástands og […]

Ísfélagið þrefaldaði hagnað á milli ára

„Ísfé­lag Vest­manna­eyja hagnaðist um 40,6 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í fyrra, eða sem svar­ar 5,3 millj­örðum króna miðað við gengi dals­ins gagn­vart krónu í lok árs­ins. Fé­lagið nær þre­faldaði hagnaðinn milli ára,“ segir á 200 mílum Morgunblaðsins á mbl.is. Er vitnað í nýbirtan í nýbirtan árs­reikn­ing félagsins fyr­ir árið 2021. „Fé­lagið hagnaðist um 13,99 millj­ón­ir dala árið […]

„Fíflin úr Reykjavík“ meira en velkomin til Eyja

„Aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja,“ segir Ásgeir Guðmundsson, stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans í léttu spjalli á Vísi.is í vikunni. Örugglega ekki illa meint. Á sama miðli í morgun er fyrirsögnin; Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu. Ekki […]

ÍBV og Keflavík á Hásteinsvelli klukkan 14.00 í dag

ÍBV mætir Keflavík á Hásteinsvelli kl. 14.00 í dag í Bestu deild karla. Má búast við miklum fjölda miðað við fjölda gesta á þjóðhátíð. Bæði lið hafa verið á góðri siglingu undanfarið, Eyjamenn komnir af botninum með 11 stig eftir að hafa unnið Val og Leikni. Keflavík, sem er með 17 stig, missteig sig á […]

Framkoma RÚV til skammar – Konan niðurbrotin

Ekki hefur farið mikið fyrir Vestmannaeyjum á fréttastofu Ríkisútvarpsins og eiginlega ekki nema þegar eitthvað fer miður hjá okkur. Hefur stundum dottið í hug hvort Eyjamenn borgi minna í útvarpsgjald en aðrir Íslendingar. Get ég nefnt fjölmörg dæmi en sleppi því í bili. Fréttastofan ríkisrekna kemur aldrei á óvart, heldur sínu STRIKI sama á hverju […]

Þjóðhátíð í björtu og góðu veðri

Veðrið virðist ætla að leika við Eyjafólk og gesti þessa þjóðhátíð. Framundan eru norðan og norðvestan áttir, bjart og að mestu þurrt næstu daga. Hefðbundin dagskrá var í gærkvældi, myllan og viti VKB voru vígð með stæl. Jói í Laufási er búinn að slá þakið á Stóra sviðinu og allt tilbúið fyrir setninguna sem hófst […]

Jakob Möller segir takk og bless eftir 52 ár í VSV og Fiskiðjunni

 „Ég ákvað í vetur að láta staðar numið núna í sumar og stend við það. Nú er komið að þeim tímamótum og ég ætla að byrja á því að taka mér gott frí. Föst vinna verður að baki en ég útiloka ekki að láta sjá mig hér aftur tímabundið í vinnugalla. Ef Vinnslustöðina sárvantar mann […]

AUÐUR SCHEVING TIL EYJA Á NÝ

Landsliðsmarkvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kemur til með að leika með knattspyrnuliði ÍBV út keppnistímabilið á láni frá Val. Auður þekkir vel til í Vestmannaeyjum en hún lék frábærlega með liðinu síðustu tvær leiktíðir. Guðný Geirsdóttir lék fyrstu 8 deildarleiki ÍBV á tímabilinu áður en hún meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni og er hún enn frá […]

Öflugt lið lögreglu á þjóðhátíð

„Í það heila verða hátt í fjörutíu manns að störfum hjá okkur í lögreglunni um þjóðhátíð. Fólk sem gengur vaktir, rannsóknarlögreglumenn og fíkniefnaeftirlit með þrjá hunda. Sautján koma frá okkur og um tuttugu koma hingað til starfa frá öðrum embættum. Maður gerir sér grein fyrir því, sama hvar það er að þegar mikill fjöldi kemur […]

Makrílvertíð án þjóðhátíðarhlés

Makrílvertíð án þjóðhátíðarhlés Makríllinn í Smugunni vonast trúlega eftir því að geta sveiflað sporði áhyggjulaust á meðan þjóðhátíð varir í Vestmannaeyjum. Svo verður ekki. Vertíðin hefur sinn gang, bæði veiðar og vinnsla. Það á að minnsti við um Vinnslustöðina. Öll uppsjávarskipin fjögur eru á sjó og vinna í landi verður í samræmi við aflann sem […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.