Eyjakonur töpuðu með einu marki, 21:20 í annarri umferð Evrópubikars kvenna í leik gegn Ionias frá Grikklandi sem var að ljúka í Vestmannaeyjum rétt í þessu. Er þetta fyrri leikur liðanna en sá seinni verður í Eyjum á morgun.
ÍBV var yfir allan leikinn þar til á síðustu mínútu að þeim grísku tókst að jafna og skora sigurmarkið. Það var markvarslan sem skildi liðin að, 16 varin skot gegn átta hjá ÍBV.
Seinni leikurinn er kl. 14.00 á morgun.
Mynd: Ásta Björt í baráttu á línunni.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst