Breytingar á aðalnámskrá leikskóla

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til fundaraðar um breytingar á aðalnámskrá leikskóla sem taka gildi 1. september 2023. Áætlað er að breytingarnar verði að fullu innleiddar í leikskólum landsins 1. ágúst 2024. Breytingarnar skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra. Í breytingunum er jafnframt aukin […]
Axel Ó hættir eftir 64 ár

Nú stendur yfir rýmingarsala hjá Axel Ó við Bárustíg sem hættir rekstri eftir 64 ár í Vestmannaeyjum. Núverandi eigendur, Bára Magnúsdóttir og Magnús Steindórsson, hafa rekið verslunina frá árinu 2000. Axel Ó er elsta skóbúð landsins. Í tilkynningu í gær senda þau viðskiptavinum og starfsfólki góðar kveðjur. Þau efna til alvöru útsölu og segja gjafabréf og […]
Leika í fyrstu deild að ári liðnu

Sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja 65+ í karlaflokki bar sigur úr býtum í 2. deild á LEK móti golfklúbba, er fram kemur í tilkynningu frá GV. Sveitin leikur því í 1. deild að ári liðnu. Golfklúbbur Vestmannaeyja óskar þeim innilega til hamingju í færslu sinni á Facebook. Ljósmynd: Golfklúbbur Vestmannaeyja. (meira…)
Nökkvi Snær framlengir

Hornamaðurinn knái Nökkvi Snær Óðinsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍBV, er fram kemur í tilkynningu hjá félaginu. „Nökkva þekkjum við öll enda einn mesti ÍBV-ari sem um getur og eru það frábærar fréttir að hann hafi ákveðið að halda áfram að leika með ÍBV” segir í færslu á Facebook-síðu deildarinnar. (meira…)
Fyrsta pysjan komin í hús

Fyrsta pysja haustsins er komin í hús en það var hún Eygló Rós Sverrisdóttir sem fann hana í nótt við Slippinn. Hún verður vigtuð í hádeginu og því næst sleppt. Þess má geta að einnig fannst pysja í Reykjavík í síðustu viku. „Það er erfitt að segja til um það alveg strax en þetta gæti […]
Frístund opnar 15. ágúst með heilsdagsdögum

Frístund opnar 15. ágúst með heilsdagsdögum en að þessu sinni verða þeir fimm talsins frá 15. – 21. ágúst. Opið verður frá klukkan 7:45 til 16:30. Nauðsynlegt er að skrá börn á þessa daga og er aðeins möguleiki að sækja um heilsdagsvistun fyrir þau börn sem eru skráð í frístund skólaárið 2023-2024. Hægt er að […]
Nýr yfirlögregluþjónn í Helgafelli

Í húsinu Helgafell sem stendur utan byggðar við jaðar Helgafells búa nú hjónin Stefán Jónsson og Þórunn Pálsdóttir. Bæði eru þau borin og barnfædd í Eyjum en fluttu á sínum tíma í Kópavoginn vegna náms. Stefán er sonur Sigríðar Högnadóttur, eða Sísí í TM, og Jóns Stefánssonar. Stjúpfaðir Stefáns er Haukur Hauksson. Þórunn er dóttir […]
Sparaði hálfan milljarð í olíukaup

Eins og kunnugt er bilaði Vestmannaeyjastrengur 3 (VM3) í vetur. Þá voru góð ráð dýr, enda í vændum mesti álagstíminn með loðnuvertíð. Ljóst var að brenna þyrfti verulegu magni af díselolíu til þess að anna álaginu í Eyjum, segir í færslu á Facebook-síðu Landsnets sem kom Vestmannaeyjastreng 3 aftur í rekstur í síðustu viku. Þá […]
Berst fyrir bættu hjólastólaaðgengi í Herjólfsdal

Einn þeirra sem gerðu sér leið til Vestmannaeyja um helgina til að taka þátt í gleðinni á Þjóðhátíð var hinn 23 ára gamli Dagur Steinn Elfu Ómarsson. Eftir fyrstu tvö kvöld hátíðarinnar hafi hann þó neyðst til að fara heim vegna lélegs hjólastólaaðgengis, en sjálfur notar Dagur hjólastól. Dagur er mikill djammari og hefur gaman […]
Kajakferð til Surtseyjar gæti haft eftirmála

Formleg kæra frá Umhverfisstofnun er nú komin á borð lögreglunnar vegna ferðar Ágústs Halldórssonar á kajak til friðlýstu eyjunnar Surtsey. Lögreglan mun byrja á því að yfirheyra Ágúst vegna ferðalagsins, að því er fram kemur í frétt á mbl.is. Surtsey sem myndaðist fyrir að verða sextíu árum síðan hefur verið friðlýst frá árinu 1965 og […]