Fasteignagjöld fyrir árið 2024

Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2024 hafa verið birtir rafrænt á island.is Álagningarseðlar verða sendir með bréfpósti til allra þeirra sem náð hafa 70 ára aldri. Álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækkar á milli ára úr 0,268% í 0,250% (A flokkur), hlutfallið helst óbreytt á opinberar stofnanir (B flokkur), þ.e. 1,32% og hlutfallið lækkar úr 1,40% […]

Ég vildi að allir gætu lifað eins og Íslendingar

Viðtalið hér að neðan var tekið í desember og birtist í jólablaði Eyjafrétta 21. desember. Tetiana Cohen flutti til Vestmannaeyja ásamt syni sínum Dimitri í mars á síðasta ári. Þau mæðgin kunna ákaflega vel við sig í Vestmannaeyjum en aðdragandi þessara flutninga þeirra var þó allt annað en ánægjulegur. Þau mæðgin komu hingað frá úkraínsku […]

KAP VE Aflahæst netabáta 2023

Kap II VE-7 aflaði mest allra netabáta landsmanna á árinu 2023 og munaði umtalsverðu á Kap og Bárði SH-81 sem var næstaflahæstur netabáta.  Á árinu 2022 var Bárður aflahæstur netabáta en Kap II kom þar á eftir en á nýliðnu ári höfðu bátarnir sem sagt sætaskipti. Í næstu þremur sætum eru sömu bátar í sömu […]

Krónan eykur þjónustu í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyingar geta frá og með deginum í dag pantað matinn sinn heim í Snjallverslun Krónunnar. Opnað verður fyrir pantanir í Vestmannaeyjum í dag, miðvikudag og verður boðið upp á heimsendingu alla virka daga. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustunni í bænum og býður Krónan nú þegar upp á heimsendingar á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. […]

Kynnti sér fjölbreytt ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti Mannamót Markaðsstofu landshlutanna sem fram fór í Kórnum í Kópavogi. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna og var lokaviðburður Ferðaþjónustuvikunnar í ár. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Markmið og tilgangur […]

Ástin mín eftir Sigurjón Vídalín

Í byrjun árs kom út lag eftir Eyjapeyjann Sigurjón Vídalín Lýðsson (Lýðs Ægis og Hörpu Sjonna) og er lagið tileinkað Eyjakonunni Birgittu Dögg Bender Þrastardóttir (Þrastar Johnsen), sem er eiginkona Sigurjóns. Lagið var tekið upp hjá Þóri Úlfars, sem sá einnig um forritun, útsetningu, mastering sem og hljóðfæraleik og bakraddir. Þó var enn einn Eyjamaður […]

Mæta Stjörnunni

ÍBV tekur á móti Stjörnunni í 14. umferð Olísdeild kvenna í dag. Stjarnan vann fyrri leik liðana í Garðabæ í haust. Fyrir leiki dagsins situr ÍBV í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig úr 13 leikjum. Stjarnan er hins vegar í næst neðsta sætinu með 5 stig. Flautað verðu til leiks klukkan 13.00. (meira…)

Slysum á sjómönnum fækkaði verulega í fyrra

Umtalsverð fækkun varð í fyrra frá árinu þar á undan á slysum á sjómönnum sem sjúkratryggingar tilkynntu til siglingasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þetta kemur fram ný sérblaði Fiskifrétta um öryggi í sjávarútvegi. „Við getum þó ekki lesið neitt í það fyrr en við fáum tölur ársins í ár um hvort það sé orðinn varanlegur marktækur munur,“ […]

Ólíðandi að fjöldi ljósastaura séu óvirkir

Framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu á gatnalýsingu, útskiptiáætlun lampa og viðhaldi á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Ráðið ítrekar í niðurstöðu sinni mikilvægi þess að þjónustuaðili uppfylli skilyrði samnings um þjónustu og viðhald gatnalýsingar enda er gatnalýsing mikilvægur þáttur í umferðaröryggi, sér í lagi gangandi og hjólandi vegfarenda. Ólíðandi er að fjöldi […]

Andlát: Baldur Aðalsteinsson

Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Baldur Aðalsteinsson, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 17.01. Útförin verður gerð frá Landakirkju 2. febrúar klukkan 15:00. Guðbjörg HjálmarsdóttirHjálmar BaldurssonAðalsteinn BaldurssonSoffía Baldursdóttir, Guðmundur Ingi JóhannessonSylvía Guðmundsdóttir, Elmar Þór SylvíusonAlexander Guðmundsson, Sylvía AtladóttirGabríel Guðmundsson Þegar ég skilst við þennan heim,þreyttur og elliboginn.Ég mun róa árum tveiminn í Sæluvoginn.Árni Gíslason […]