47.000 tonn á 13 árum

Smáey VE, sem áður bar nafnið Vestmannaey, hefur verið seld Þorbirni hf. í Grindavík. Verður skipið afhent nýjum eiganda í byrjun maímánaðar. Vestmannaey er ísfisktogari sem smíðaður var í Gdynia í Póllandi fyrir Berg-Hugin í Vestmannaeyjum árið 2007. Skipið er 485 brúttótonn, 28,9 m langt og 10,39 m breitt með 699 hestafla Yanmar vél. Vestmannaey […]

Karolina og Marta framlengja við ÍBV

Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska skrifuðu í gær undir eins árs framlengingu á samningi sínum við ÍBV. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu ÍBV þar segir að stelpurnar hafi spilað stór hlutverk í liðinu og staðið sig með mikilli prýði. Jafnframt hafa þær fundið sig vel í Eyjum og segjast ótrúlega ánægðar með fólkið […]

Tilkynning frá aðgerðastjórn – fjögur ný smit

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Fjórir hafa greinst smitaðir í viðbót og eru einstaklingar með staðfest smit því orðnir 51 í Vestmannaeyjum. Af 4 nýgreindum voru 3 þegar í sóttkví þegar smit greindist. Það er allra hagur að sem flestir nýgreindir séu komnir í sóttkví þegar þeir greinast enda eru þá færri og oft enginn í kringum þá sem er […]

Viðbrögð vegna veiruógnunar

Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag þar sem bæjarstjóri greindi frá stöðu, stjórnskipulagi og viðbrögðum yfirvalda í Vestmannaeyjum vegna útbreiðslu COVID-19 í sveitarfélaginu. Fyrsta staðfesta smitið greindist 15. mars sl. og hefur í kjölfarið verið gripið til margvíslegra aðgerða til að sporna við útbreiðslu, vernda íbúa og stuðla eftir fremsta megni að því að heilbrigðiskerfið […]

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arndísi Soffíu Sigurðardóttur sýslumanns í Vestmannaeyjum frá 1. apríl næstkomandi. Hún var metin hæfust umsækjenda til að gegna starfinu. Arndís Soffía er lögfræðingur með lögreglumenntun og hefur auk þess sótt sér menntun í afbrotafræði. Hún á að baki starfsferli innan lögreglu og sem fulltrúi sýslumanns og nú síðast staðgengill sýslumannsins […]

Lokaniðurstöður birtar á næstu dögum

Í loðnuleitarleiðöngrum stofnunarinnar í janúar og febrúar mældist ekki nærri nógu mikil loðna til að hægt væri að gefa út ráðgjöf um veiðar. Engar breytingar virðast ætla að verða á því. Vonir bundnar við góða ungloðnumælingu síðasta haust. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun og leiðangursstjóri loðnuleitar stofnunarinnar, segir að nú sé verið að vinna úr […]

Eftirspurn á Vigtartorgi

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í vikunni til afgreiðslu lágu umsóknir af ýmsum toga. Þrír aðilar sóttu um stöðuleyfi á Vigtartorgi um er að ræða leyfi frá 1. maí til 30. sept. 2020. Þeir sem sóttu um voru Óttar Steingrímsson f.h. Island Adventure, Egill Arnar Arngrímsson f.h. Stakkó ehf og Haraldur Geir Hlöðversson f.h. Seabirds […]

Kirkjuklukkur hljóma nú í hádeginu hvern dag

Á dögum samkomubanns leitar kirkjan ýmissa leiða til að koma boðskap sínum til fólksins. Í gær ritaði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, samstarfsfólki sínu bréf þar sem hún kynnti verkefni sem nokkrir prestar hafa undirbúið. Það kallast: Hádegishljómur í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag. Um er að ræða bænastund í kirkjum landsins kl. 12.00 […]

Tilkynning frá aðgerðastjórn – 6 ný smit í gær

Í dag er fjöldi þeirra sem greinst hafa með staðfest smit í Vestmannaeyjum orðinn 47. Þannig bættust 6 smitaðir í hópinn seint í gærkvöldi en af þeim voru 3 þegar í sóttkví. Fjöldi einstaklinga í sóttkví er orðinn 554. Verulega hefur fækkað í hópi þeirra sem eru að koma erlendis frá og frá áhættusvæðum og […]

SFS vilja fresta veiðigjöldum

Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi hafa skilað inn umsögn um frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur í umsögninni að Íslenskur sjávarútvegur fer ekki varhluta af þessum fordæmalausu aðstæðum. Ljóst er að markaður með íslenskar sjávarafurðir fer hratt minnkandi og sums staðar er hann raunar hverfandi. Veitingastaðir, […]