Fjölmennt Húkkaraball – myndir

Í nótt fór fram hið landsfræga Húkkaraball. Fjöldi manns mætti á ballið. Ljósmyndari Eyjafrétta/eyjar.net, sem leit þar við hefur myndað nokkuð mörg Húkkaraböll í gegnum áratugina. Hann segir þetta eitt það fjölmennasta hingað til. Veður var stillt og þurrt. (meira…)
Veitukerfið bilaði á Ásavegi

Seint í gærkvöld varð vatnslaust í hluta austurbæjar Vestmannaeyja. Að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskipta og markaðsstjóra HS Veitna er ástæða þess að upp kom bilun í veitukerfinu seint í gær við Ásaveg og var strax ráðist í viðgerð. „Allir viðskiptavinir sem þetta hafði áhrif á ættu að vera komnir með vatn aftur.“ segir Sigrún […]
Umferðarskipulag breytist í dag

Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 í dag, föstudag og gildir til kl. 19:00 mánudaginn 5. ágúst nk.: Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og er framúrakstur bannaður. Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og sækja fólk. […]
Gul viðvörun: Austan hvassviðri í Eyjum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi laugardaginn 3 ágúst kl. 06:00 og gildir til kl. 16:00 sama dag. Austan hvassviðri í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum (Gult ástand) Austan 15-20 m/s syðst á svæðinu, þ.e. undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum og þar má búast við snörpum […]
Talið niður í Þjóðhátíð

Þjóðhátíðin er handan við hornið og gestir í óða önn að flytja búslóðir sínar í hvítu tjöldin. Halldór B. Halldórsson sínur okkur hér stemninguna í dalnum þegar tæpur sólarhringur er til hátíðar. (meira…)
Aflinn tekinn á 36 tímum þrátt fyrir haugasjó

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Eyja í gærkvöldi með fullfermi. Landað var úr skipinu í morgun, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og hann spurður fyrst um aflann. „Þetta var að mestu stór og falleg ýsa, síðan dálítið af þorski og ufsa. Við fórum […]
„Frábærar fréttir frá Vestmannaeyjum!“

„Seinna lundarallinu lauk seint í gærkveldi. Frábærar fréttir frá Vestmannaeyjum!“ Svona hefst facebook-færsla á síðu Náttúrustofu Suðurlands. Þar segir jafnframt að árið í ár sé jafn gott ár og 2021, sem er það besta í viðkomu á þessari öld. Þau eru þó ekki eins, færri fuglar urpu nú (ábúð 76% egg/holu), en hámarks varpárangur (91% […]
ÍBV lagði Grindavík

ÍBV sigraði í kvöld lið Grindavíkur í Lengjudeild kvenna. Með sigrinum komst Eyjaliðið upp í annað sæti deildarinnar. Lokatölur voru 3-1 og fimmti sigur ÍBV í röð því staðreynd. Mikið hefur rignt í Eyjum í dag og var völlurinn því þungur. ÍBV er eins og áður segir í öðru sæti með 22 stig. Stigi meira […]
Veðurhorfur næstu daga

Allra augu beinast nú að veðurkortunum, sér í lagi fyrir stórhátíðina í Herjólfsdal sem sett verður klukkan 14.30 á fostudag. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því síðdegis í dag segir að það hafi blásið nokkuð hraustlega á Suðvestur- og Vesturlandi í dag en nú síðdegis dregur smám saman úr vindi. Skilabakki nálgast jafnframt […]
Andlát: Gústaf Sigurlásson

(meira…)