Um daginn nýttu nemendur og kennarar í Kirkjugerði rigninguna og dimman morgun til þess að leika sér með ljós og skugga. Nemendur komu með vasaljós að heiman og settar voru upp ljósa/skugga stöðvar um allan skóla. Til þess var nýttur ýmis efniviður eins og myndvarpar, bæði gamla gerðin sem og nýja gerðin, lituð ljós, glær ljós og annað sem nemendur fundu uppá.
Skoðað var hvernig litaðir skuggar myndast þegar ljós fer í gengum litað efni eins og plast eða litað gler og hvernig hægt er að gera skuggaleikhús á vegg. Nemendur uppgvötuðu hvernig hægt er að gera margvísleg listaverk á þennan hátt.
Vangaveltur eins og, geta skuggar hreyfst og er hægt að leika sér með skugga, voru ræddar og prufaðar. Allir skemmtu sér vel og gleðin var mikil við þetta verkefni, segir í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Hér má sjá fleiri myndir frá umræddum degi á Kirkjugerði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst