Áfram ASÍ

Að ég hafi lært að synda í sundlaug Vestmannaeyja forðum daga? Nei ekki aldeilis. Ég lærði sundtökin þar. Ég var of niðursokkinn í að leika mér með blöðkurnar sem Bjössi bróðir gaf mér til að flækjast um á yfirborðinu. Ég lærði óvart að synda í sundlauginni á Laugarvatni. Þar var ég staddur með æskufélaga mínum […]
Hælisleitendum fjölgar um sem nemur íbúum Grindavíkur á ári

Ég hef heimsótt og kynnt mér þær aðstæður sem hælisleitendur á Íslandi búa við en kveikjan að þessari grein var heimsókn mín í blokkir á Ásbrú og Hafnarfirði þar sem hælisleitendur búa. Aðstæður þeirra eru óboðlegar en í einu húsinu búa um 140 manns í 50 herbergjum. Mér er sagt að aðbúnaður hælisleitenda í Grikklandi […]
Lundasumarið 2022

Sá engan lunda í dag og pysjunum farið að fækka og styttist óðum í Lundaballið og því rétt að gera sumarið upp. Ég fór inn í þetta sumar með miklar væntingar um að hin góða nýliðun í lundastofninum héldi áfram, en svo varð ekki, því miður, en hafa verður þó í huga að komnar eru […]
Öryggi bæjarbúa er undir!

„Það getur líka verið þannig að það getur komið upp gos í miðju hafnarmynninu í Eyjum. Þannig að menn þurfa að vera með ekki bara áætlun A, heldur líka áætlun B, og kannski C og jafnvel D – til þess að bregðast við slíkum atburði í Vestmannaeyjum.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands […]
Ólafur Elíasson gerir minnisvarða í Eyjum

Í gær flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þingsályktunartillögu um minnisvarða um eldgosið á Heimaey. Þar kemur fram að Alþingi álykti að tilefni þess að árið 2023 eru liðin 50 ár frá Heimaeyjargosinu verði forsætisráðherra falið að skipa nefnd til að undirbúa kaup á minnisvarða um þann sögulega atburð. Undirbúningsnefndin skal skipuð fimm fulltrúum og skulu tveir […]
I am the eggman…

…kemur fram í texta Bítlanna við lagið I Am The Valrus en konan mín kallar mig þetta stundum í maí mánuði enda mikið tínt af eggjum. Það mun hafa verið hjá mér á þrettánda ári sem ég tíndi mitt fyrsta egg og var ég þá í pössun hjá frænku minni sem notaði eggið til þess að […]
Hlaðvarpið – Framboðsfundur

Að þessu sinni er þátturinn með öðruvísi sniði. Því nú verður spiluð upptaka af opnum framboðsfundi sem haldin var í gærkvöldi 11. maí. Takk fyrir að hlusta og mundu að kjósa á laugardaginn 14. maí nk. Endilega fylgjið hlaðvarpinu á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. Hér má hlusta á fyrri hlaðvörp Mannlífs […]
Hlaðvarpið – Hljómsveitin Merkúr

Í fimmtugasta og fimmta þætti er rætt við peyjana í hljómsveitinni Merkúr. Peyjarnir segja söguna um stofnun hljómsveitarinnar, hvernig þeir koma sér á framfæri í tónlistinni, hvað er framundan hjá Merkúr og margt margt meira skemmtilegt. Í lok þáttarins fáum við að heyra nýja útgáfu af laginu Blind sem peyjarnir í Merkúr sömdu og spila. […]
Hvað gerðist árið 1992?

Mikið hefur verið ritað og rætt um hvort rétt sé að setja gervigras á Hásteinsvöllinn fagurgræna. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á málinu. Ef horft er til baka, þá er rétt að rifja upp að völlurinn var síðast tekinn upp og lagfærður árið 1992. Síðan þá hefur Hásteinsvöllur verið einn besti grasvöllur landsins. Oftar […]
Viðtöl við frambjóðendur

Alma Eðvaldsdóttir ákvað að forvitnast aðeins um bæjarpólitíkina í Eyjum í aðdraganda að sveitarstjórnarkosningum 14. maí nk. Kíktu á hlaðvarpið Vestmannaeyjar, Mannlíf og saga og þar getur þú hlustað á viðtöl við frambjóðendur. Viðtalið á Spotify Viðtalið á Spotify Viðtalið á Spotify (meira…)