Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið á föstudag og laugardag. Norðan áhlaup norðanlands. (Gult ástand). Tekur viðvörunin gildi föstudaginn 15 nóv. kl. 06:00 og gildir til 17 nóv. kl. 00:00.
Í viðvörunarorðum segir: Stormur eða rok á norðanverðu landinu. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll. Einnig er spáð talsverðri eða mikilli ofankomu og skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum bæði á fjallvegum sem og á láglendi. Samgöngutruflanir líklegar. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Á fimmtudag:
Suðvestan 15-20 m/s og rigning, en 10-15 og að mestu þurrt austantil. Hiti 7 til 13 stig. Kólnar á vestanverðu landinu um kvöldið með slyddu eða snjókomu.
Á föstudag:
Vestan og norðvestan 10-18 m/s, en 18-23 norðantil seinnipartinn. Snjókomu, en léttir til sunnantil er líður á daginn. Hiti um og undir frostmarki.
Á laugardag:
Norðan og norðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða él, en 10-15 og þurrt sunnan heiða. Hiti í kringum frostmark.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðlæg átt með éljum, en að mestu bjartviðri sunnantil. Kalt í veðri.
Spá gerð: 12.11.2024 20:49. Gildir til: 19.11.2024 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst