Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs kom fram að fulltrúar frá Vegagerðinni fari nú yfir fyrirhugaða endurbyggingu á Gjábakkakanti.
Fram kemur að hönnun sé langt komin og mun Vegagerðin auglýsa útboð í lok árs 2024. Stefnt er að því að stálið verði afhent í byrjun apríl 2025 og hægt verði að hefjast handa þá strax við endurbyggingu á kantinum.
Framkvæmda- og hafnarráð hefur farið þess á leit að samhliða endurbyggingu verður byggð upp bráðabirgða aðstaða fyrir ekjufraktskip/Róró skip með 21 metra skáa. Aðstaðan þarf að vera nýtanleg í lok árs 2025 og samræmist það áætlun Vegagerðarinnar.
Á sama fundi var tekin fyrir lenging á viðlegukanti á Nausthamarsbryggju. Í samgönguáætlun 2020-2024 er gert ráð fyrir fjárveitingu frá árinu 2024 vegna lengingu á kanti um 70 metra.
Í afgreiðslu ráðsins segir að í samgönguáætlun sem í gildi er frá 2020-2024 liggi fyrir lenging á kantinum í austur um 70 metra. Til þess að hraða uppbyggingu á Gjábakkakanti samþykkir ráðið að setja þetta verkefni aftur fyrir það verk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst