Taktleysi?

Hásetar, bátsmenn og þernur á Herjólfi standa nú í kjarabaráttu við vinnuveitanda sinn. Megin krafa þeirra er að bætt verði við fjórðu áhöfninni svo að vinnudögunum fækki úr 20 á mánuði niður í 15 daga án þess að laun skerðist. Forsvarsmenn Herjólfs hafa sagt að þetta sé ígildi 25% launahækkunar umræddra skipverja. Fram kom í […]
Sjómannadagurinn 2020, seinni hluti
Það fór nú eins og ég spáði varðandi ráðgjöf Hafró að ýsan var aukin, en að mínu mati hefði mátt auka hana aðeins meira. Þegar maður hins vegar horfir á ráðgjöf Hafró sl. áratug varðandi ýsuna, mætti halda að þetta væri ákveðið með einhvers konar jójói og happ og glapp hvar það stoppar. Ýsan var […]
Sjómannadagurinn 2020
Sjómannadagshelgin er runnin upp og því tímabært að gera upp vertíðina. Fyrir ári síðan spáði ég því, að vegna þess að ekki voru leyfðar loðnuveiðar vertíðina 2019. Þá væri augljóst að sú innspýting í lífríkið í hafinu myndi gefa af sér annaðhvort verulega auknar aflaheimildir í bolfiski eða góða loðnuvertíð 2020. Þegar ég skrifaði þetta fyrir […]
Tafaleiðir framkvæmda og stjórnun í þágu fjöldans

Í vetur hafa náttúruöflin svo sannarlega minnt okkur á hvaða kraftar það eru sem raunverulega ráða ríkjum. Veikleikar í raforkukerfinu sem Landsnet hefur í mörg ár bent á voru afhjúpaðir. Samgöngur stöðvuðust og hefur Öxnadalsheiðin til dæmis verið ófær 12 sinnum í vetur. Þá lágu fjarskipti niðri. Kerfið sjálft fer ekki að lögum Uppi er gríðarlegur vandræðagangur […]
Stór maður, stutt kveðja
Það finnast í veröldinni menn, svo stórir og miklir, að augun fanga þá ósjálfrátt, ef frá þannig mönnum geislar einlægnin barnsleg og hlý, eignast þeir líka stað í hjörtum manna. Þannig var Eiríkur hestur! Hann var fastur fyrir en hjartað var stórt og ylur þess vermdi fleirri sálir en almennt gerist. Brosið breitt og faðmurinn […]
Það er svoleiðis……..Covid uppgjör StelpuKonu

Ég er fáránlega lífhrædd mannvera, hef verið svona frá því ég man eftir mér og þessu fylgdi (ok og gerir stundum enn) vandræðaleg taugaveiklun. Ég gat gert foreldra mína brjálaða þegar ég var yngri (ok og geri líklega enn) þar sem þau máttu helst ekki hverfa úr augsýn án þess að ég tæki tryllinginn og héldi að […]
Mun Páll fara í formannsslag?

Um miðjan nóvember verður landsfundur Sjálfstæðisfslokksins haldinn. Á vefsíðunni Miðjan.is er greint frá því að líkur séu á að Páll Magnússon, oddviti flokksins Suðurkjördæmis bjóði sig fram gegn sitjandi formanni, Bjarna Benediktssyni. Þar segir jafnframt að enn sé ekki gróið um heilt í herbúðum Páls eftir að gengið var fram hjá Páli í ráðherravali formannsins. Páll og hans nánasta bakland […]
Efnahagsaðgerðir í þágu Suðurlands

Þegar ráðist er í jafn umfangsmiklar efnahagsaðgerðir og ríkisstjórnin hefur nú gert í tveimur þrepum og stórir atvinnuvegir eins og ferðaþjónustan hafa nær stöðvast er auðvelt að sjá hið smáa en ekki hið stóra. Það er heildarsamhengið sem skiptir máli og hvernig mismunandi aðgerðir spila saman og veita stuðning þar sem hans er þörf. Þrátt […]
Gleðilegt sumar

Já, lundinn settist upp í kvöld 16. apríl og þar með er komið sumar hjá mér. Hann settist reyndar upp þann 14. í fyrra, en mér fannst þessar köldu, vestlægu áttir síðustu daga ekki vera beint rétta veðurfarið, en hæg suðlæg átt eins og núna í kvöld er einmitt besta veðurfarið. Lundinn settist upp í […]
Ósambúðarhæfa kynslóðin
Því hefur verið fleygt fram í gamni – þó glöggt megi skynja beiskan og grámyglaðan undirtón – að tíðni skilnaða muni ná hámarki eftir Covid-19 ævintýri heimilanna. Ég er ein af þessum „heppnu“ sem þarf ekki að spá í þessu. Heppnu – innan gæsalappa – því ég gjóa oft með öfundaraugum á þá sem eru […]