Afturelding fór á topp Olís deildar karla í kvöld er liðið vann stórsigur á ÍBV á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Heimamenn fóru vel af stað í kvöld og komust fljótlega í örugga forystu. Staðan í leikhléi var 19-9. Eyjamenn náðu að minnka muninn í fimm mörk en nær komust þeir ekki. Fóru leikar þannig að Afturelding skoraði 38 mörk gegn 27 mörkum ÍBV.
Afturelding fór með sigrinum upp í 11 stig og í toppsæti deildarinnar. ÍBV er hins vegar í sjötta sæti með 7 stig. Hjá ÍBV skoruðu þeir Andri Erlingsson, Marino Gabrieri og Gauti Gunnarsson 4 mörk hver, Andrés Marel Sigurðsson, Elís Þór Aðalsteinsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu hver um sig 3 mörk. Petar Jokanovic varði 8 skot í marki ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst