Hvaða lista myndir þú kjósa?

Í gær fóru Eyjafréttir af stað í gær með skoðanakönnunina, hvaða lista myndir þú kjósa í dag? �?ar er hægt velja þá þrjá framboðslista sem bjóða fram til Sveitastjórnakosninga í Vestmannaeyjum. Eyjalistinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Fyrir Heimaey. Taktu þátt hérna. (meira…)

Sjálfstæðismenn myndu tapa meirihlutanum

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. �?etta sýna niðurstöður nýrrar skoð­anakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 pró­sent. Nýtt framboð, sem heitir Fyrir Heimaey, fengi tæp 32 prósent. �?á fengi Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, […]

Viljum að kennarar fái tækifæri til þess að koma til móts við þarfir allra nemenda

Skólamál eru mér ofarlega í huga. Ekki bara vegna þess að ég er grunnskólakennari að mennt og starfa sem slíkur í Grunnskóla Vestmannaeyja, heldur er ég einnig þriggja barna móðir og vil búa á stað þar sem börnin mín fá fyrsta flokks þjónustu. En er Vestmannaeyjabær að veita skóla- og leikskólabörnum toppþjónustu? �?essari spurningu hef […]

Leikmannakynning ÍBV – myndbönd

Bikarmeistarar ÍBV hefja leik í Pepsí-deild karla á laugardaginn þegar þeir heimsækja Breiðablik í Kópavoginum. Fyrsti leikur stelpnanna í Pepsí-deild kvenna er föstudaginn 4. maí þegar liðið tekur á móti KR á Hásteinsvelli. Kynning á leikmönnum meistaraflokks hjá ÍBV fyrir tímabilið 2018 má sjá hér að neðan. Leikmannakynning meistaraflokks kvenna 2018 from Oskar Runarsson on […]

Hádegisfundur Íslandsbanka í Eldheimum á morgun

Í tilefni nýrrar skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu býður Íslandsbanki til hádegisfundar í Eldheimum þriðjudaginn 24. apríl. Fundurinn hefst kl. 12:00 en boðið verður upp á létta hádegishressingu frá kl. 11:45. Með útgáfu skýrslunnar vill Íslandsbanki leggja sitt af mörkum við að upplýsa um stöðu ferðaþjónustunnar og gefa innsýn í þróun og horfur greinarinnar hverju […]

Eyjamennperluðu 1538 armbönd með ÍBV og Krafti

Á laugardaginn stóð Kraftur og ÍBV fyrir perluviðburði í Vestmannaeyjum. En um var að ræða fyrsta perluviðburð félagsins þar sem perluð eru armbönd í fánalitunum. Armböndin eru seld til stuðnings Krafti og sýna einnig samstöðu með íslenska fótboltaliðinu á HM. Fjöldi manns mættu í Höllina í Vestmannaeyjum en talið er að um 350 hafi verið […]

65 störf verða kynnt á starfa-kynningu í �?ekkingarsetrinu á morgun

SAMSUNG CSC

Haldin verður Starfakynning í �?ekkingarsetri Vestmannaeyja í næstu viku. �?ar munu starfsmenn fyrirtækja og stofnana kynna sín störf og þá menntun sem þeir hafa. Flestir þátttakendur eru frá Vestmannaeyjum, en einnig munu nokkrir koma af meginlandi Suðurlands. Markmiðið með kynningunni er að auka þekkingu ungmenna og almennings á menntuðum störfum í heimabyggð, ásamt því að […]

Íris og Jóna Sigríður leiða listann fyrir Heimaey

Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí var samþykktur einróma á fjölmennum fundi nú síðdegis. Í efstu fjórum sætunum eru Íris Róbertsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Elís Jónsson og Guðmundur Ásgeirsson. Á næstu dögum verður haldið áfram með málefnastarf framboðsins sem verður kynnt von bráðar. Framboðslistinn í heild er þessi: 1. Íris Róbertsdóttir, fjármálastjóri / […]

Hlynur hljóp fimm kílómetra undir fjórtán mínútum

Hlynur Andrésson varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til þess að hlaupa fimm kílómetra undir fjórtán mínútum en hann var að keppa fyrir skólann sinn í Eastern Michigan í Bandaríkjunum. Hlynur og liðsfélagar hans í hlaupaliði Eastern Michigan háskólans í Bandaríkjunum voru að keppa á móti í Charlottesvilla í Virginíu í gær þegar Hlynur sló metið. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.