Sjávarútvegssýning í september

Sýningin Sjávarútvegur 2025 / Iceland Fishing Expo verður haldin í fjórða sinn 10.–12. september í Laugardalshöll en það er sýningarfyrirtækið Ritsýn sem stendur að sýningunni. Fram kemur í fréttatilkynningu sem Ritsýn sendi frá sér að sýningin verði sú stærsta til þessa en sýningarhaldarar finna þegar fyrir miklum áhuga, bæði hér á landi og erlendis frá. […]
Fá botnliðið í heimsókn

Heil umferð verður leikinn í Bestudeild karla í dag. Í Eyjum taka heimamenn á móti liði ÍA. Skagamenn sitja á botni deildarinnar með 16 stig úr 19 leikjum en liðið á inni leik á móti Breiðablik. ÍBV er í níunda sæti með 25 stig úr 20 viðureignum. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli […]
Makrílvertíðin á lokasprettinum

Makrílvertíðin er nú langt komin og hefur gengið ágætlega. Skip Eyjaflotans eru að ljúka veiðum um þessar mundir, og forráðamenn útgerðanna eru almennt ánægðir með vertíðina. Ísfélagið nálgast 20 þúsund tonn Eyþór Harðarson, útgerðastjóri Ísfélagsins, segir makrílveiðar sumarsins hafa gengið vel hjá uppsjávarskipum félagsins. „Afli skipanna er nú kominn yfir 19.000 tonn og um 1.700 […]
„Verið að fara í manninn en ekki boltann”

Ísfélag hf. hefur birt árshlutareikning félagsins fyrir fyrri hluta ársins 2025. Fram kemur í tilkynningu að félagið hafi verið rekið með tapi á tímabilinu, sem að mestu má rekja til mikillar veikingar bandaríkjadollars, uppgjörsmyntar Ísfélagsins. Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni forstjóra að afkoma á fyrri árshelmingi hafi markast af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. „Hrein fjármagnsgjöld […]
Á Heimaey

Í dag förum við í um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Hann byrjar á að sýna okkur syðsta hluta eyjarinnar og fer svo í Herjólfsdal, því næst á Eiðið og endar í miðbænum. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Vinnslustöðin lokar Leo Seafood

Vinnslustöðin sendi í hádeginu út yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið muni loka fiskvinnslunni Leo Seafood. Við það missa 50 manns vinnuna. Yfirlýsingu Vinnslustöðvarinnar má lesa í heild sinni hér að neðan. Undanfarnar vikur hafa stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. Er það óumflýjanleg aðgerð vegna aukinnar skattheimtu […]
Menntaneistinn í Eyjum

Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra skrifar áhugaverða grein á heimasíðu sína í dag. Þar gerir hann að umtalsefni kennsluaðferðina Kveikjum neistann og árangurinn af verkefninu hjá grunnskólanum í Eyjum. Pistillinn má lesa í heild sinni hér að neðan. Árangur eða árangursleysi í skólum ræðst ekki af öðru en aðferðunum sem beitt er við kennslu. Aðferðirnar verða […]
Starfshópi falið að móta aðgerðaáætlun til að efla strandsiglingar

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, hefur skipað starfshóp um strandsiglingar við Ísland. Hlutverk starfshópsins verður að móta og leggja fram aðgerðaáætlun um leiðir til að efla strandflutninga á sjó, m.a. til þess að minnka álag á þjóðvegi landsins og draga úr umhverfisáhrifum. Starfshópnum er ætlað að skila aðgerðaáætlun fyrir 1. desember 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu […]
Verðbólgan hjaðnar

Vísitala neysluverðs mælist 0,15% lægri nú í ágúst en mánuðinn á undan. Vöruflokkurinn Ferðir og flutningar hefur mest áhrif til lækkunar (-0,39%). Innan þess flokks munar mest um Flutningar í lofti (-0,36%) en þar á eftir kemur Bensín og olíur (-0,03%). Í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ segir að eftirlitið hafi í nýlegum úttektum bent á aukið svigrúm til frekari lækkana í […]
Reyna að fá annað en þorsk

Um þessar mundir er lögð áhersla á að togararnir í Síldarvinnslusamstæðunni veiði annað en þorsk. Einkum er áhersla lögð á að veiða ufsa en það hefur sannast sagna gengið erfiðlega. Að undanförnu hafa togararnir landað, en rætt er við skipstjóra togaranna á vef Síldarvinnslunnar í dag. Bergey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á mánudagsmorgun og […]