Kjördæmavikan: Einn þingmaður mætti

Þingfundir liggja niðri þessa vikuna vegna kjördæmaviku. Einungis einn þingmaður heimsótti Eyjamenn í vikunni. Er það þó upp á við þar sem í síðustu kjördæmaviku kom enginn þingmaður til Eyja. Það var í október síðastliðinn. „Samfylkingin var búin að hafa samband og óska eftir fundi með bæjarstjórn í vikunni en frestuðu heimsókninni. Einnig voru fulltrúar […]
Áætlunarflugið framlengt

„Ríkistyrkta flugið verður framlengt um 2 vikur,” skrifar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri á facebook-síðu sína í morgun. Þar greinir hún frá því að henni hafi verið að berast svar frá innviðaráðuneytinu við ósk hennar um framlenginu á flugi til Vestmannaeyja, sem hún sendi þann 18. febrúar sl. Í svari ráðuneytisins kemur fram að áfram verði flogið […]
Bikarævintýrið búið

Eyjamenn eru úr leik í bikarkeppninni í handbolta, en liðið tapaði í kvöld gegn frísku Stjörnuliði á Ásvöllum. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en Stjarnan leiddi í leikhléi 18-16. Munurinn jókst svo þegar leið á seinni hálfleikinn og má segja að Eyjaliðið hafi aldrei séð til sólar eftir það. Leiknum lauk með […]
Sigurjón og Sæþór Ingi á toppnum

Skákþing Vestmannaeyja 2025 hófst 2. febrúar í skákheimili TV við Heiðarveg og eru keppendur 10 talsins. Tefldar verða níu umferðir, 60 mín. tímamörk á keppenda + 30 sek, á leik. Hver skák tekur yfirleitt 2-3 klst. Nú er að mestu lokið við sjö umferðir af níu og eru nú efstir, Sigurjón Þorkelsson, margfaldur Vestmannaeyjameistari og […]
Ótrúlega fjölbreyttur afli

Systurskipin Vestmannaey VE og Bergur VE, hafa að undanförnu lagt áherslu á að veiða annað en þorsk. Bergur landaði fullfermi í Eyjum sl. mánudag og Vestmannaey einnig fullfermi í gær. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson á Bergi var ánægður með túrinn. „Aflinn hjá okkur var mest ufsi og karfi. Við vorum […]
Ráðherra heimsótti HSU

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra heimsótti í gær Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi (HSU), kynnti sér starfsemina á ýmsum einingum stofnunarinnar, ræddi við starfsfólk og fundaði með stjórnendum. HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu í heilbrigðisumdæminu sem nær allt frá Þorlákshöfn í vestri, austur á Höfn í Hornafirði og sinnir auk þess sjúkraflutningum um allt Suðurland. Forstjóri […]
Final 4 hefst í dag

Úrslitahelgi Powerade bikarsins hefst í dag þegar leikið verður til undanúrslita í meistaraflokki karla. Í fyrri leik dagsins mætast ÍBV og Stjarnan. Í færslu á facebook-síðu handknattleiksráðs ÍBV eru stuðningsmenn ÍBV hvattir til að mæta og styðja liðið til sigurs og tryggja liðinu sæti í úrslitaleiknum. Leikið er að Ásvöllum og er miðasala í Stubbur […]
Nú mun kosta að henda garðaúrgangi!

Vestmannaeyjar eiga mjög skýr landamæri og landsvæði ekki mikið. Þegar einhver sýnir af sér sóðaskap hér og skaðar umhverfið verður fólk því fljótt áskynja og því tel ég það eitt af okkar meginverkefnum hér í Vestmannaeyjum að búa vel um hnútanna í sorpmálum. Í hinu stóra samhengi Flokkun á rusli hér á Íslandi er sannarlega […]
Umgjörð Herjólfsdals

Það var fallegt um að litast í vetrarblíðunni í dag. Blíðan bauð upp á drónaflug yfir Heimaey. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér. Við sjáum nú skemmtilegt myndband af fjallstindum og falllegum Herjólfsdalnum. (meira…)
Nýtt fyrirkomulag við greiðslu og losun á úrgangi

Frá og með mánudeginum 3. mars gildir ný gjaldskrá Terra, þar sem kostnaður fer eftir magni og flokkun úrgangs. Greiða þarf á staðnum við losun. Þetta segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar segir jafnframt að í nýjum samningi við Terra um rekstur móttökustöðvarinnar breytist fyrirkomulag losunar úrgangs í samræmi við lög og meginreglur hringrásahagkerfisins. Gjaldskráin er […]