Óska eftir lóð undir aðra seiðaeldisstöð

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var tekin fyrir umsókn frá Laxey um stækkun iðnaðarsvæðis og lóðar í Viðlagafjöru. Í umsókninni er óskað eftir heimild til að hefja vinnu við skipulagsbreytingar sem fela í sér að landnotkunarreit efnistökusvæðis E-1, 5,1 hektari, falli undir landnotkunarreit iðnaðarsvæðis I-3 og að lóð fyrirtækisins nái yfir efnistökusvæði E-1. […]
Myndir: Nýtt einingahús híft á grunn við Vesturveg

Í morgun vakti athygli bæjarbúa í Vestmannaeyjum þegar stórir kranar hófu að hífa nýtt hús í einingum ofan á grunn við Vesturveg. Fram kom í tillögu að breyttu skipulagi að gert sé ráð fyrir fyrir tveggja hæða húsi auk kjallara á lóð við Vesturveg 6 þar sem geti verið allt að 5 íbúðir. Grunnflötur byggingareits […]
Úlli Open haldið í sjötta sinn um síðustu helgi

Um síðustu helgi fór fram minningarmótið Úlli Open 2025 í Vestmannaeyjum. Mótið er haldið til minningar um Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson, Úlla pípara. Er þetta í sjötta sinn sem mótið er haldið. Frá upphafi hefur Krabbavörn í Vestmannaeyjum notið ágóðans sem safnast, en allur ágóði af mótinu rennur óskiptur til þessa mikilvæga félags. Mótið er styrkt […]
Ný staðföng á ljósleiðaranet Eyglóar

Fram kemur í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að eftirfarandi staðföng hafi nú bæst við ljósleiðaranet Eyglóar: Brekastígur 15B Dverghamar 42, Dverghamar 8 Goðahraun 9 Hólagata 11 Hrauntún 31 Höfðavegur 34 Illugagata 8 Kirkjuvegur 28 – 3 þræðir Ofanleitisvegur 19 Vestmannabraut 19 Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi […]
Sérfræðingar vs. heilbrigð skynsemi

Aðeins nokkrir dagar í að nýtt fiskveiðiár hefjist, en ég hef að undanförnu verið að velta fyrir mér þessu með blessaða sérfræðingana okkar. Ef við byrjum á veðurfræðingunum, þá er það nú einu sinni þannig að flestir þekkja það að veðurspá viku fram í tímann stenst yfirleitt ekki. Þess vegna þótti mér svolítið skondið í fyrra […]
Spurningin er bara hvar ýsan heldur sig

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir nánast fullfermi í Neskaupstað í morgun. Á sama tíma landaði Gullver NS tæpum 100 tonnum á Seyðisfirði. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, lét ekki illa af veiðinni en sagði að aflinn væri langmest þorskur. „Það var […]
Smyrill gæddi sér á smáfugli – myndir

Í gærmorgun vakti fugl athygli í bakgarði ritstjóra Eyjafrétta. Þegar betur var að gáð var um að ræða smyril. Ránfuglinn hafði náð að klófesta smáfugl og var að gæða sér á honum þegar þessar myndir eru teknar. Smyrillinn er algengasti íslenski ránfuglinn, líkur fálka en mun minni að því er segir á Fuglavefnum. Þar segir […]
Nýjar tengingar frá Vestmannaeyjum og Færeyjum við Rotterdam

Frá og með 1. september mun Eimskip bæta við vikulegum viðkomum í Rotterdam í Hollandi á Gulu siglingaleiðinni. Með breytingunni opnast bein tenging frá Vestmannaeyjum og Tórshavn í Færeyjum til Rotterdam, auk þess sem Reyðarfjörður tengist í gegnum umlestun í Færeyjum. Siglingatíminn til Rotterdam frá Austurlandi og Vestmannaeyjum er einungis um fjórir dagar, sem tryggir […]
Efstu liðin mætast á Hásteinsvelli

Í kvöld verður 16. umferð Lengjudeildar kvenna spiluð. Í Vestmannaeyjum er sannkallaður toppslagur þegar efstu lið deildarinnar mætast. ÍBV efst og búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Liðið er með 40 stig úr 15 leikjum og getur með sigri í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn. HK er með 34 stig í […]
Dótturfélag Vinnslustöðvarinnar á hátíð saltfisksins

Frá 13. til 17. ágúst sl. fór hin vinsæla saltfiskhátíð Festival do Bacalhau fram í Ílhavo í Portúgal. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og frábært tækifæri til að fagna hefðbundinni saltfiskmenningu með tónlist, matargerð og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er stærst sinnar tegundar í Portúgal og eflaust í öllum heiminum, að því er segir í […]