Mæta KR í næstu umferð

Í gær var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Eyjamenn í pottinum eftir góðan sigur á Víking Reykjavík í síðustu umferð. ÍBV mætir í næstu umferð KR-ingum og fer leikurinn fram á heimavelli KR. Leikirnir fara fram dagana 14. og 15. maí. (meira…)
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út á áttunda tímanum í kvöld að íbúðarhúsi á Brekastíg. Að sögn Friðriks Páls Arnfinnssonar, slökkviliðsstjóra var eldurinn staðbundinn í eldhúsi, en mikill reykur í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. „Það gekk hratt og vel að ráða niðurlögum eldsins og við tók að reykræsta húsið,” segir Friðrik Páll. Aðspurður um […]
Fór yfir stöðuna í sjávarútvegi

Á morgun verður aðalfundur Ísfélagsins. Fram kemur á heimasíðu félagsins að fimm einstaklingar séu í kjöri til aðalstjórnar en framboðsfrestur er liðinn og er því sjálfkjörið í stjórn sem er óbreytt á milli ára. Í kjöri til aðalstjórnar eru: Einar Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir. Þá er lagt […]
Vicente Valor aftur til Eyja

Knattspyrnuráð ÍBV hefur náð samkomulagi við KR að Vicente Valor verði á ný leikmaður ÍBV. Vicente sem er 26 ára miðju- og sóknarmaður yfirgaf ÍBV að lokinni síðustu leiktíð en hefur nú snúið aftur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV. Vicente lék í 7 leikjum fyrir KR en hann hafði áður leikið í […]
Ekki rukkað fyrir málma og verð á gleri lækkar

Terra hefur tilkynnt um breytingu á verðskrá og innheimtuaðferð í Vestmannaeyjum. Á vef fyrirtækisins segir að frá og með 22. apríl muni ný verðskrá taka gildi á móttökustöð Terra umhverfisþjónustu í Vestmannaeyjum auk þess mun félagið breyta innheimtuaðferð á næstu misserum. Félaginu þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast að undanförnu, enda endurspeglar hún ekki þann […]
Á ferðinni suður á eyju

Í dag býður Halldór B. Halldórsson okkur upp á útsýnisferð um suðurhluta Heimaeyjar. Þar ber m.a. fyrir kalkúnarnir sem fjallað var um hér á Eyjafréttum um páskana. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Náði 10 þúsund sippum á tveimur tímum

Í gær, á föstudaginn langa tók sr. Viðar Stefánsson fram sippubandið og sippaði til stuðnings Krabbavörn Vestmannaeyja. Hann hafði gefið það út að hann ætlaði að sippa 10.000 sipp í safnaðarheimilinu og treysti hann á áheit bæjarbúa til söfnunar fyrir Krabbavörn. Viðar sippaði 879 sipp umfram 10.000 til að vera alveg öruggur með þetta. Ótrúlegt […]
Kalkúnar í Eyjum – uppfært

Nýverið fékk ritstjórn Eyjafrétta ábendingu um að komnir væru kalkúnar á túnið vestan við Haugasvæðið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ekki fylgir sögunni hverjir hafa flutt þá til Eyja. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kalkúnar eru fluttir til Eyja, en árið 2009 var greint frá því á síðum Eyjafrétta að Árni […]
ÍBV fær Hauka í heimsókn

Úrslitakeppni Olís deildar kvenna heldur áfram í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Haukum. Haukar unnu fyrsta leikinn í einvíginu nokkuð örugglega, 26-20. Eyjaliðið verður því að vinna í dag til að tryggja sér oddaleik að Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 16.00 en FanZone opnar klukkan 15:00 í gamla sal og verða til sölu hamborgarar […]
Börn á öllum aldri nutu samveru og útivistar – myndir

Hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins fór fram í blíðskaparveðri í gær – á skírdag. Mæting var góð og börn á öllum aldri nutu samveru og útivistar á Skansinum. Í færslu á facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins er öllum þeim sem mættu þakkað fyrir með óskum um gleðilega páska. Óskar Pétur Friðriksson myndaði fjörið á Skansinum í gær. (meira…)