Ekki eining um hækkanir og breytingar á gjaldskrá

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og á móttökustöð var til umfjöllunar á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá frá Terra sem byggir á einingarverðum frá síðasta sorpútboði. Fram kemur í fundargerð að meirihluti ráðsins leggi áherslu á góða kynningu til íbúa og fyrirtækja um breytingu á gjöldum varðandi úrgang til losunar […]

Stefnan í vinnslu

vatn_logn_08_op

Tjón á neysluvatnslögn var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Fram kemur í fundargerð að lögmenn Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna hf. séu að vinna að stefnu vegna tjóns sem varð á neðansjávarlögninni NSL-3 í nóvember 2023 þegar akkeri festist í og skemmdi lögnina. Verður útgerðarfélagi skipsins stefnt fyrir dóm auk tryggingafélaga. Stefnan er […]

Fimm tilboð bárust í gervigras

Hasteinsv 20250207 145523

Þann 6. febrúar sl. voru opnuð tilboð í gervigras á Hásteinsvöll. Þetta kemur fram í fundargerð framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja. Þar segir jafnframt að fimm tilboð hafi borist. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 96.795.000 kr. Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi: Laiderz ApS-tilboð 1: 92.909.027 kr. Laiderz ApS-tilboð 2: 101.386.627 kr. Metatron ehf.-tilboð 1: 117.806.755 kr. Metatron ehf.-tilboð […]

Falla frá sölu á Eygló

linuborun_0423

Stjórn Eyglóar – eignarhaldsfélags um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum – mætti á fund bæjarráðs í síðustu viku og fylgdi eftir tillögu sinni þess efnis að falla frá viðskiptum um sölu á Eygló og afturkalla samrunaskrá í samráði við Mílu hf. Tillagan byggir á því að ekki eru forsendur til að halda málsmeðferð áfram í því samrunamáli […]

ÍBV lagði Gróttu

ÍBV náði í tvö stig í Olísdeild karla í dag. Eini leikur dagsins var háður í Eyjum er heimamenn tóku á móti Gróttu. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en ÍBV leiddi í leikhléi, 17-15. Heimamenn héldu svo forystunni en náðu samt aldrei að hrista Gróttumenn almennilega af sér. Þó hélst forystan þetta 1-2 mörk […]

Funduðu með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Eyjolfur Armanns Stjr L

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með nýjum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Eyjólfi Ármannssyni, þann 6. febrúar sl. Farið var yfir þau mál sem eru á borði ráðherrans og snerta Vestmannaeyjabæ, segir í fundargerð bæjarráðs. Þar var farið yfir dýpkun í Landeyjahöfn, en útboð er áætlað í vor og nýr samningur í framhaldi. Nauðsynlega þarf að tryggja tæknilega getu […]

Þrátt fyrir loforð…

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net fylgdist með Herjólfi koma inn til Eyja í gær. Í skeyti með myndasyrpunni segir hann: „Nú siglir Herjólfur dag eftir dag til Þorlákshafnar. Reikna má með að svo verði áfram næstu daga þar sem veðurspá er ekki góð fyrir siglingar í Landeyjahöfn. Dýpi í innsinglingunni í Landeyjahöfn er orðið 2,8 […]

ÍBV fær Gróttu í heimsókn

Eyja 3L2A9290

Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í dag. Þar mætast ÍBV og Grótta. Leikið er í Eyjum. Um er að ræða leik úr 16. umferð en öll önnur lið hafa leikið 17 leiki. Eyjamenn eru í sjöunda sæti með 16 stig en Grótta er í tíunda sæti með 10 stig. Í fyrri leik þessara […]

Unnið að því að fjölga fastráðnum læknum

HSU007

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með forstjóra HSU og framkvæmdastjóra lækninga þann 29. janúar sl. Farið var yfir mönnunina á sjúkradeild og heilsugæslunni á starfstöðinni í Eyjum og hugmyndir varðandi það að styrkja þjónustuna. Unnið er að því að fjölga fastráðnum læknum á heilsugæslunni en þar eru fjögur stöðugildi sem ekki hefur tekist að manna að fullu […]

Almenn ánægja með þjónustu bæjarins

Leikvöllur Born Tms IMG 2413 Stor

Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins og er hann í 1-2. sæti þegar kemur að ánægju með stað til að búa á. Í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda segir að af þeim 13 þjónustuþáttum sem mældir eru er Vestmannaeyjabær yfir landsmeðaltali í 12 þeirra og við landsmeðaltal í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.