Lítið dýpi í Landeyjahöfn

Dýpi í Landeyjahöfn var mælt fyrir hádegi í dag og er dýpið komið undir 3 metra eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Eins og staðan er núna er ekki nægilegt dýpi til siglinga til/frá Landeyjahöfn nema þegar veður er mjög gott á flóði, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þess er jafnframt […]
Styrkja ÍBV um 13 milljónir vegna hitalagna

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur tekið fyrir á ný beiðni ÍBV-íþróttafélags um fjárveitingu til að hægt sé að setja hitalagnir undir Hásteinsvöll. Margrét Rós Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi D lista, lagði fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja tillögu vegna málsins um hitalagnir undir Hásteinsvöll. Meirihluti bæjarstjórnar greiddi atkvæði með tillögu forseta bæjarstjórnar um að vísa tillögunni til bæjarráðs. Úr […]
Vill stofna jarðgangafélag að fyrirmynd Færeyinga

Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hélt í gær jómfrúarræðu sína á Alþingi undir liðnum, störf þingsins. Þar sagði Jens Garðar að þrátt fyrir háleit markmið stjórnvalda um að framkvæmdir við ein jarðgöng séu í gangi á hverjum tíma, þá hafi ríkt kyrrstaða í gerð jarðganga á Íslandí hartnær fimm ár. Hann sagði að forsenda áframhaldandi […]
Almenn ánægja með þjónustu HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur innleitt nýja þjónustukönnun sem send er til þeirra sem leita þjónustu stofnunarinnar. Greint er frá fyrstu niðurstöðum þjónustukönnunarinnar á vef stofnunarinnar. Þær sýna að almennt eru þjónustuþegar ánægðir með þjónustu HSU. Nú hafa 2226 þjónustuþegar svarað könnuninni og gáfu HSU meðaleinkunnina 4,3 af 5 mögulegum stigum. Viðmót starfsfólks: 92% þjónustuþega telja […]
Strákarnir töpuðu – jafntefli hjá stelpunum

Bæði kvenna- og karlalið ÍBV léku deildarleiki í gær. Það var sannkallaður botnslagur á Seltjarnarnesi þegar Grótta tók á móti ÍBV í Olísdeild kvenna. Grótta neðstar og ÍBV í næsta sæti fyrir ofan. Enduðu leikar 22-22. Hjá ÍBV voru þær Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir atkvæðamestar með sitthvor sex mörkin, þá gerði Alexandra Ósk […]
Fjölbýlishús í stað Alþýðuhúss?

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja barst nýverið fyrirspurn frá Þresti B. Johnsen um breytingu á Alþýðuhúsi við Skólaveg 21b. í íbúðarhúsnæði ásamt breytingum á útliti hússins. Samkvæmt gögnum sem fylgja umsókninni er gert ráð fyrir fjögurra hæða fjölbýlishúsi sem nýtir einnig lóð við Skólaveg 21c. Ráðið fól skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda og afla umsagnar Minjastofnunar […]
Segja forsendur samninga kunni að bresta

Stjórn SFS lýsir áhyggjum af rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi og fyrirætlunum stjórnvalda um verulegar breytingar er lúta að atvinnugreininni. Aukning strandveiða, hækkun veiðigjalds, hækkun kolefnisgjalds og frekari takmarkanir á eignarhaldi þyngja verulega róðurinn. Sjávarútvegur keppir á útivelli í erfiðri alþjóðlegri samkeppni, við ríkisstyrktan sjávarútveg annarra þjóða, og hefur þar enga stöðu til þess að velta kostnaðarhækkunum […]
Mikil innviðaskuld dregur úr lífskjörum landsmanna

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynna nýja skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi á fundi í Kaldalóni í Hörpu kl. 12-13.30 í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru: Mikil innviðaskuld dregur úr lífskjörum landsmanna. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu er 680 milljarðar króna. Það […]
Strákarnir mæta Haukum og stelpurnar Gróttu

Bæði karla- og kvennalið ÍBV eiga leiki í kvöld í Olísdeildunum í handbolta. Klukkan 18.00 verður flautað til leiks Gróttu og ÍBV á Seltjarnarnesi. Grótta í botnsætinu með 4 stig og ÍBV í því næstneðsta með 6 stig. Bæði lið hafa ekki náð í eitt einasta stig það sem af er ári og er því […]
Í stórsjó á Vestfjarðamiðum

Breki VE kom til heimahafnar í morgun eftir tæplega tveggja vikna bræluúthald á Vestfjarðamiðum, en millilandað var í Hafnarfirði í síðustu viku. Í myndbandsviðtali á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir Magnús Ríkarðsson, skipstjóri að það hafi gengið fínt en veðrið hafi verið afleitt. „Með því verra sem maður lendir í,” segir hann m.a. Halldór B. Halldórsson ræddi […]