ÍBV valtaði yfir Víking Reykjavík

Eyjamenn eru komnir í 16-liða úrslit bikarkeppninnar eftir öruggan 3-0 sigur á Víking Reykjavík. Jafnræði var með liðunum framan af og var markalaust í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks kom Omar Sowe ÍBV yfir eftir góðan undirbúning Olivers Heiðarssonar. ÍBV jók forystuna skömmu síðar og var þar að verki Alex Freyr Hilmarsson. Eyjamenn bættu við […]
Erum sorgmædd yfir vinnubrögðunum

Á dögunum kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð þar sem kröfu kærenda er hafnað um að felld verði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 11. september 2024 um að samþykkja tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2. áfanga, vegna lóðar nr. 51 við Strandveg. Til stendur að reisa þar fjölbýlishús ofan á það […]
Lundinn sestur upp

Fyrstu lundarnir settust upp í Vestmannaeyjum í gær. Sást til lundans í og við Kaplagjótu við Dalfjall í gærkvöldi. Lundinn er á sínu vanalega róli, því ef skoðuð eru síðustu ár þá má sjá að hann er að setjast upp á bilinu 13 til 19. apríl. Í Vestmannaeyjum er ekki síður talað um lundann sem […]
Páskadagskrá Landakirkju

Páskadagskrá Landakirkju hefst í dag, skírdag. Hér að neðan má sjá dagskrá kirkjunnar yfir páskana. Skírdagur: Guðsþjónustan á skírdagskvöld endar á svokallaðri Getsemane-stund þar sem altarið er afskrýtt sem táknræn niðurlæging Krists. Skírdagur er frekar tregablandinn í kirkjunni og því litast guðsþjónustan nokkuð af því. Föstudagurinn langi: Nú í ár er lestur píslarsögunnar í höndum fermingarbarna og […]
Bikarleikur á Þórsvelli

32-liða úrslit Mjólkurbikarsins hefjast í dag. ÍBV fær Víking Reykjavík í heimsókn. Liðin mættust nýverið í deildinni og fóru Víkingar með sigur af hólmi þar. Eyjamenn eiga því harma að hefna. Leikurinn í dag verður á Þórsvelli þar sem unnið er að lagningu gervigrass á Hásteinsvelli. Leikið verður til þrautar í dag, en þess má […]
„Komið páskafrí hjá mannskapnum”

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í heimahöfn á sunnudaginn að afloknum stuttum túr. Bæði skip voru að veiðum í um það bil einn og hálfan sólarhring og var aflinn rúmlega 60 tonn hjá hvoru skipi segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir enn fremur að togararnir hafi verið að veiðum rétt vestan […]
Rofar til í þjóðlendumálinu?

„Það er mat óbyggðanefndar að ríkið eigi ekki tilkall til þeirra eyja og skerja sem fyrir landi liggja og eru innan 2 kílómetra fjarlægðar frá fastalandinu, en slíkar eyjar og sker séu hlutar þeirra jarða sem næst liggja, svo framarlega sem staðhættir eða aðrar aðstæður mæli ekki gegn því. Þá telur óbyggðanefnd hugsanlegt að eignarréttur […]
Bæjarrölt í blíðunni

Það viðraði vel til bæjarrölts í Eyjum í gær. Halldór B. Halldórsson nýtti sér það og fór hann með myndavélina með sér. Þar sýnir hann okkur m.a. eitthvað af þeim framkvæmdum sem nú er unnið að hingað og þangað um eyjuna. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins

Á morgun, skírdag verður hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Mæting er í virkið á Skansinum og hefst leit stundvíslega kl.13:00. Allir eru velkomnir og eru barnafjölskyldur sérstaklega hvattar til mætingar. Markmiðið er að eiga góða samveru með fjölskyldunni, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Hlekkur á fésbókarviðburðinn er hér. (meira…)
Endurbætur á Oddfellow-húsinu

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir á félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. M.a. er verið að byggja við austugafl hússins. Halldór B. Halldórsson tók stöðuna á framkvæmdunum í dag og má sjá myndband frá heimsókninni hér að neðan. (meira…)