Reyna að sigla til Landeyjahafnar síðdegis

Búið er að breyta brottfarartíma Herjólfs frá Vestmannaeyjum seinni partinn í dag. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur muni reyna að sigla til Landeyjahafnar síðdegis í dag, sem veldur seinkun á brottför. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, í aðra hvora höfnina. Ef siglt verður til Landeyjahafnar, er brottför þaðan kl. 19:45. Ef […]
Guðrún í formannsslaginn

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi tilkynnti á fundi í Salnum í Kópavogi í dag að hún bjóði sig fram til formennsku í flokknum á landsfundi sem fer fram 28. febrúar til 2. mars. Hún mun því taka slaginn við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir þingmann sem hafði áður tilkynnt framboð. Fjölmennt var á fundinum og þakkaði […]
Heimaey í dag

Það er stillt veður í Vestmannaeyjum á þessum laugardegi. Halldór B. Halldórsson fór rúnt um eyjuna fyrr í dag og að sjálfsögðu tók hann myndavélina með sér. Kíkjum á rúntinn. (meira…)
Aftur tap gegn Val

ÍBV og Valur mættust öðru sinni í þessari viku í Eyjum. Í dag var um deildarleik að ræða en á fimmtudaginn slógu þær rauðklæddu lið ÍBV úr bikarkeppninni. Íslands- og bikarmeistararnir héldu uppteknum hætti í dag og fóru leikar þannig að Valur vann með 10 mörkum, 32-22, en liðið náði öruggri forystu strax í fyrri […]
Handbolta-tvenna í dag

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Eyjum í dag. Veislan hefst klukkan 11.30 þegar flautað verður til leiks ÍBV og Vals í Olísdeild kvenna. Liðin eru að mætast öðru sinni á tveimur dögum en í bikarleiknum í fyrradag höfðu Valsstúlkur betur. Það má því segja að ÍBV eigi harma að hefna í dag. Í kjölfarið á […]
Hásteinsvöllur: Staðan á framkvæmdum

Nú standa yfir framkvæmdir á Hásteinsvelli, en sem kunnugt er á að setja á hann gervigras. Farið er yfir stöðu framkvæmda á vellinum á vef Vestmannaeyjabæjar í dag. Þar segir að VSÓ ráðgjöf hafi séð um hönnun, verklýsingar og gerð útboðsgagna fyrir Vestmannaeyjabæ eins og þeir hafa gert fyrir fjölda annarra sveitarfélaga í gegnum tíðina. […]
Haldið til veiða eftir veðurofsann

Ísfisktogarar í Síldarvinnslusamstæðunni eru um þessar mundir að halda til veiða að loknum þeim veðurofsa sem ríkt hefur síðustu dagana. Togararnir hafa legið í höfn í um það bil vikutíma. Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Gullver NS hélt til veiða frá Seyðisfirði í gærkvöldi. Þórhallur Jónsson skipstjóri sagðist vera ósköp feginn […]
Felldu tillögu um íbúakönnun

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja var tekist á um gerð minnisvarða eða listaverks sem til stendur að setja við og upp á Eldfell. Þar var talsvert bókað um málið og ljóst að ekki eru allir á einu máli um málið. Minnihlutinn lagði til að vísa málinu til íbúakosningar/könnunar. Í bókun frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins segir „Áfram […]
Stelpurnar úr leik í bikarnum

ÍBV og Valur mættust í gær í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins í handbolta. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur og leiddu í leikhléi 14-8. Gestirnir héldu forystunni og uppskar sigur 24-20 og er komið í undanúrslit bikarkeppninnar sjöunda árið í röð. Birna Berg Haraldsdóttir var lang atkvæðamest hjá ÍBV en hún var með níu mörk auk þess […]
Krafa um tafarlaus viðbrögð vegna lokana á flugbrautum

Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur sent frá yfirlýsingu vegna lokunar flugbrauta 13 og 31 á Reykjavíkurflugvelli. Yfirlýsingin var send til borgarstjóra Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu, Isavia og innviðaráðherra. Í yfirlýsingunni segir að þann 10. janúar sl. hafi verið tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta, 13 – 31, […]