Unnið að uppfærslum á vefsíðu Eyjafrétta

Á næstu dögum verður unnið að uppfærslum á vefsíðu Eyjafrétta. Það er mögulegt að einhverjir smávægilegir hnökrar komi upp á meðan. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og þökkum sýnda þolinmæði. (meira…)
Klára íslensku síldina þar sem ekki hafa náðst samningar um kolmunna

Skip Ísfélagsins héldu á síldveiðar nú í byrjun árs, eftir að áform um kolmunnaveiðar gengu ekki eftir vegna samningaleysis milli Íslands og Færeyja. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins, var upphaflega stefnt á kolmunnaveiðar strax eftir áramót. Þegar ljóst varð að samningar næðust ekki við færeysk yfirvöld var ákveðið að nýta þann kvóta sem eftir […]
Orkuskipti með auknum kostnaði – það sem skjölin segja

Eyjafréttir hafa undanfarið fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi um áramótin. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Samhliða hefur bæjarstjóri Vestmannaeyja lýst áhyggjum af stöðunni í viðtali við Vísi/Bylgjuna. Skjöl sem liggja til grundvallar lagningu nýrra raforkustrengja til […]
Eyjarnar með fullfermi í jólatúrnum

Togarar og línuskip Síldarvinnslusamstæðunnar héldu til veiða þegar í upphafi nýja ársins. Í umfjöllun á vef fyrirtækisins segir að ísfisktogarinn Gullver NS hafi haldið til veiða frá Seyðisfirði föstudaginn 2. janúar og frystitogarinn Blængur NK lagði úr höfn í Neskaupstað sama dag. Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE létu úr höfn aðfaranótt föstudagsins og eru […]
„Önnur gjaldskrá tekur við eftir lagningu strengjanna“

Eyjafréttir hafa undanfarna daga fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi 1. janúar. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Af því tilefni leituðu Eyjafréttir svara hjá Landsnet um forsendur breytinganna og afstöðu fyrirtækisins. Að sögn Einars Snorra Einarssonar, forstöðumanns […]
Gengur ágætlega að dýpka

Dýpkun í Landeyjahöfn gengur ágætlega þessa dagana, en sanddæluskip Björgunar, Álfsnes, sér um að dýpka höfnina. Nýjustu dýptarmælingar frá því í morgun sýna að verkið er á réttri leið og segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. að dýpkun gangi ágætlega. Þá segir í tilkynningunni að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar mánudag og þriðjudag samkvæmt eftirfarandi áætlun: […]
Árið 2025 í ljósmyndum

Við höldum áfarm að gera upp liðið ár. Í dag sjáum við myndasyrpu Halldórs B. Halldórssonar frá árinu í fyrra en Halldór fór víða og hitti fjölmarga. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Útför: Unnur Helga Alexandersdóttir

(meira…)
Elstu Eyjamennirnir – Páll í Mörk og Jónína frá Nýborg

Á vef Vestmannaeyjabæjar er tveimur af ástsælum Eyjamönnum, Páli Magnúsi Guðjónssyni frá Mörk og Jónínu Einarsdóttur frá Nýborg, óskað innilega til hamingju með afmælin. Þau eru elstu íbúar Vestmannaeyja og hafa bæði átt langa og merkilega ævi í samfélaginu. Páll Magnús Guðjónsson Páll fæddist 12. desember 1926 í Hlíð undir Eyjafjöllum. Hann ólst upp í […]
Herjólfur hættir að hlaða í heimahöfn

Rafmagnsferjan Herjólfur hefur hætt að hlaða í Vestmannaeyjum eftir að gjaldskrá fyrir flutning raforku til Eyja hækkaði verulega, samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila ferjunnar. Ný gjaldskrá tók gildi á nýársdag, og hefur ekki verið hlaðið síðan á gamlársdag. Í kjölfarið siglir Herjólfur nú á olíu frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar. „Þessi hækkun er einfaldlega óverjandi og knýr […]