ÍBV mætir Haukum

Í kvöld klárast 6. umferð Olís deildar karla en þá verða þrír leikir leiknir. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Haukum. Eyjamenn í fimmta sæti með 6 stig en Haukar eru í öðru sæti með 8 stig úr fimm leikjum. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð […]
Tjón í Vestmannaeyjahöfn eftir storminn

Vestan stormur gekk yfir sunnanvert landið í gærkvöld og nótt, með hviðum sem mældust nær 40 metrum á sekúndu á Stórhöfða þegar mest gekk á. Veðurstofan hafði áður varað við talsverðum sjógangi í kjölfar stormsins, og reyndist það eiga við í Vestmannaeyjahöfn. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta fóru tveir léttabátar á hvolf í höfninni og sá þriðji […]
Siglt síðdegis til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag skv. eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og 18:30 (Áður ferðir kl. 17:00 og 19:30). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 17:15 og 20:15 (Áður ferðir kl. 18:15 og 20:45). Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Á þessum árstíma er alltaf […]
Rafmagn komið aftur á

Rafmagnslaust var í á aðra klukkustund í Vestmannaeyjum, í Vík og í Landeyjum í dag. Útleysing var vegna seltu, segir í tilkynningu frá Landsneti. ,,Rafmagn er komið á aftur, engar skemmdir fundust á línunni en selta er talin ástæðan fyrir rafmagnsleysinu. Veðrinu síðasta sólarhring fylgdi mikil selta en rigningin sem er núna mun hjálpa til […]
Rafmagnslaust í Eyjum, Vík og Landeyjarsandi – uppfært

Rafmagnið fór af öllum Vestmannaeyjabæ laust fyrir klukkan 12 í dag. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Landsnets leysti Rimakotslína 1 út. „Rimakotslína 1 milli Hvolsvallar og Rimakots leysti út. Rafmagnslaust er í Vestmannaeyjum, Vík og Landeyjarsandi,” segir í tilkynningunni. Uppfært kl. 12.18. Fram kemur í tilkynningu Landsnets að orsök liggi ekki fyrir en verið er að […]
Minningarstund í Landakirkju

15. október er dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi. Við komum saman og minnumst þeirra sem ekki fengu að dafna með okkur. Minningarstundin fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 15. október kl. 20:00. Stundin hefst á því að hlusta á brot úr streymi styrktarfélagsins Gleym mér ei, sem heldur árlega minningarstund sína á […]
Ófært fyrir Herjólf

Siglingar Herjólfs falla niður seinnipartinn í dag vegna veðurs og sjólags. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega okkar og áhafnar í huga, segir í tilkynningu frá skipafélaginu. Þá hefur verið ákveðið að […]
ÍBV heimsækir Hauka

Í kvöld hefst 5. umferð Olís deildar kvenna þegar fram fara þrír leikir. Að Ásvöllum taka heimamenn í Haukum á móti ÍBV. Liðin á svipuðum stað í deildinni. Eyjaliðið í þriðja sæti með 6 stig og Haukar í fimmta sætinu með 5 stig. Leikurinn hefst klukkan 18.30. Þess má geta að hann verður sýndur beint […]
Siglir eina ferð fyrir hádegi

Herjólfur siglir eina ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:15 (Ath áður 10:45). Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15,14:30, 15:45 falla því niður. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag, verður gefin út tilkynning kl. 14:00. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og […]
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stærst í Suðurkjördæmi

Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Helsta breyting milli mælinga er að fylgi Framsóknarflokksins eykst um rúmt prósentustig og nær 6% kysu flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-1,1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Slétt 34% kysu Samfylkinguna, rösklega 19%. Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 13% […]