„Þetta er mikið högg”

„Þetta eru náttúrulega ömurlegar fréttir. Því miður gat maður alveg búist við því að til einhverra slíkra aðgerða kæmi en þetta er mikið högg. Ég held að í allri umræðu um veiðigjöld, sægreifa, ofurhagnað, sanngirni og öll önnur hugtök sem eru notuð í opinni umræðu þá megum við ekki gleyma að þarna eru 50 einstaklingar […]
Lítil breyting á íbúaþróun í Eyjum í sumar

Í dag, 1.september eru 4762 íbúar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari starfsmanns Vestmannaeyjabæjar við fyrirspurn Eyjafrétta um íbúatöluna í Eyjum í dag. Síðast þegar miðillinn kannaði stöðuna voru íbúar 4765 talsins. Það var í byrjun júlí. Þær tölur voru byggðar á skráningu Þjóðskrár. Það má því segja að íbúafjöldinn hafi staðið í stað […]
„Við verðum að standa með fólkinu“

„Hugur okkar hjá Drífanda – og örugglega bæjarbúa allra er hjá fólkinu sem var sagt upp,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður stéttarfélagsins Drífanda í kjölfar þess að Vinnslustöðin tilkynnti um lokun bolfiskvinnslu Leo Seafood og uppsögn 50 starfsmanna. Fundar með fólkinu – vonir um að hluti fái störf áfram Drífandi mun funda með fólkinu í vikunni, […]
Sjávarútvegssýning í september

Sýningin Sjávarútvegur 2025 / Iceland Fishing Expo verður haldin í fjórða sinn 10.–12. september í Laugardalshöll en það er sýningarfyrirtækið Ritsýn sem stendur að sýningunni. Fram kemur í fréttatilkynningu sem Ritsýn sendi frá sér að sýningin verði sú stærsta til þessa en sýningarhaldarar finna þegar fyrir miklum áhuga, bæði hér á landi og erlendis frá. […]
Fá botnliðið í heimsókn

Heil umferð verður leikinn í Bestudeild karla í dag. Í Eyjum taka heimamenn á móti liði ÍA. Skagamenn sitja á botni deildarinnar með 16 stig úr 19 leikjum en liðið á inni leik á móti Breiðablik. ÍBV er í níunda sæti með 25 stig úr 20 viðureignum. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli […]
Makrílvertíðin á lokasprettinum

Makrílvertíðin er nú langt komin og hefur gengið ágætlega. Skip Eyjaflotans eru að ljúka veiðum um þessar mundir, og forráðamenn útgerðanna eru almennt ánægðir með vertíðina. Ísfélagið nálgast 20 þúsund tonn Eyþór Harðarson, útgerðastjóri Ísfélagsins, segir makrílveiðar sumarsins hafa gengið vel hjá uppsjávarskipum félagsins. „Afli skipanna er nú kominn yfir 19.000 tonn og um 1.700 […]
„Verið að fara í manninn en ekki boltann”

Ísfélag hf. hefur birt árshlutareikning félagsins fyrir fyrri hluta ársins 2025. Fram kemur í tilkynningu að félagið hafi verið rekið með tapi á tímabilinu, sem að mestu má rekja til mikillar veikingar bandaríkjadollars, uppgjörsmyntar Ísfélagsins. Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni forstjóra að afkoma á fyrri árshelmingi hafi markast af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. „Hrein fjármagnsgjöld […]
Á Heimaey

Í dag förum við í um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Hann byrjar á að sýna okkur syðsta hluta eyjarinnar og fer svo í Herjólfsdal, því næst á Eiðið og endar í miðbænum. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Vinnslustöðin lokar Leo Seafood

Vinnslustöðin sendi í hádeginu út yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið muni loka fiskvinnslunni Leo Seafood. Við það missa 50 manns vinnuna. Yfirlýsingu Vinnslustöðvarinnar má lesa í heild sinni hér að neðan. Undanfarnar vikur hafa stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. Er það óumflýjanleg aðgerð vegna aukinnar skattheimtu […]
Menntaneistinn í Eyjum

Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra skrifar áhugaverða grein á heimasíðu sína í dag. Þar gerir hann að umtalsefni kennsluaðferðina Kveikjum neistann og árangurinn af verkefninu hjá grunnskólanum í Eyjum. Pistillinn má lesa í heild sinni hér að neðan. Árangur eða árangursleysi í skólum ræðst ekki af öðru en aðferðunum sem beitt er við kennslu. Aðferðirnar verða […]