Brunað í blíðunni

Börnin nutu þess í gær að bruna niður brekkuna á Stakkagerðistúni. Þó ekki sé mikill snjór í Eyjum dugði það til að renna sér á góðum hraða niður og fóru krakkarnir ferð eftir ferð. Ljósmyndari Eyjafrétta leit þar við í gær. (meira…)

Það styttist…

„Það styttist í það” syngur hljómsveitin Baggalútur, en í dag eru sex dagar til jóla. Vestmannaeyjabær er orðinn heldur betur jólalegur. Það sést vel á þessu skemmtilega myndbandi sem Halldór B. Halldórsson tók í blíðunni í dag. (meira…)

4,5 milljónum úthlutað til 14 verkefna

Img 3860

Síðastliðinn mánudag undirrituðu Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og Hildur Rún Róbertsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs samninga við styrkþega um fjárstyrk vegna verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir fyrri hluta næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið sjóðsins er að styrkja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í […]

Gerð minnisvarðans á Eiðinu

Á mánudaginn var þess minnst að 100 ár voru frá mannskæðu sjóslysi norðan við Þrælaeiðið. Einnig var vígður minnisvarði á Eiðinu. Halldór B. Halldórsson fylgdist með undirbúningnum og vinnunni við minningarsteininn. Minnig þeirra sem fórust í sjóslysinu við Eiðið heiðruð – Eyjafréttir (meira…)

„Gefur manni trú á að framtíðin sé björt”

1000006846

Um síðastliðna helgi var vígður nýr glæsilegur líkamsræktarsalur í Týsheimilinu. Það var sumarið 2023 sem ÍBV fékk gamla Týssalinn afhentan frá Vestmannaeyjabæ til afnota. Salurinn er mjög hentugur sem þreksalur og hefur í gegnum tíðina oft gegnt því hlutverki. Unnið hefur verið í því um nokkurt skeið að fá salinn m.a. Erlingur Richardsson og núverandi […]

100 ár frá sjóslysinu við Eiðið – seinni hluti

Í gær var boðið upp á dagskrá í Sagnheimum til minningar um hið hörmulega sjóslys við Vestmannaeyjar, fyrir réttum eitt hundrað árum, er átta menn drukknuðu við fjöruborðið norðan við Eiðið. Helgi Bernódusson flutti erindi um slysið og birtum við upptöku af því erindi í morgun hér á Eyjafréttum. Nú birtum við seinni hlutann en […]

Gjaldskrá Herjólfs hækkar

Þann 1. janúar 2025 mun verðskrá Herjólfs ohf. hækka um 4,17%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að reiknuð ferjuvísitala í þjónustusamningi við Vegagerðina hækki um 5,98% um áramót. Stakt fargjald fyrir farþega með lögheimili í Vestmannaeyjum hækkar um 50kr. og fer úr 1.200kr. í 1.250 kr. Allar frekari upplýsingar varðandi […]

Stórar framkvæmdir en lítil umræða

Framundan eru stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir í sveitarfélaginu, lagning gervigras á Hásteinsvöll og nýir búningsklefar við íþróttahúsið. Eðlilega sýnist sitt hverjum, stórar framkvæmdir eru oft umdeildar. Við bæjarbúar hljótum öll að vera sammála því að vel þarf að fara með það fjármagn sem við höfum til rekstrar sveitarfélagsins, enda peningar sem við öll höfum lagt […]

100 ár frá sjóslysinu við Eiðið

Í gær var boðið upp á dagskrá í Sagnheimum til minningar um hið hörmulega sjóslys við Vestmannaeyjar, fyrir réttum eitt hundrað árum, er átta menn drukknuðu við fjöruborðið norðan við Eiðið. Helgi Bernódusson flutti erindi um slysið og þá sem drukknuðu. Góð mæting var á viðburðinn. Halldór B. Halldórsson tók dagskrána upp og má sjá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.