Safna undirskriftum gegn röskun á Eldfelli

Hrundið hefur verið af stað undirskriftasöfnun þar sem mótmælt er fyrirhugaðri röskun við gerð listaverks á Eldfelli. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samið við Stúdó Ólafs Elíassonar um gerð listaverks í tilefni af 50 ára goslokaafmæli. „Við undirrituð mótmælum fyrirhugaðri röskun á ásýnd, og tilheyrandi kostnaði við gerð listaverks á Eldfelli.” Segir orðrétt í textanum á vefnum […]
Síldarsæla á aðventu

Hefð er orðin fyrir því að bjóða starfsmönnum, fyrrum starfsmönnum og velunnurum Vinnslustöðvarinnar til síldarveislu á aðventunni. Er þetta í fimmta skiptið sem slíkt er gert og mælist þetta afskaplega vel fyrir. Það eru þau Ingigerður Helgadóttir og Benóný Þórisson sem bera hitann og þungann af skipulagningu veislunnar. Þau sjá um að verka jólasíld Vinnslustöðvarinnar […]
Fótboltaskóli ÍBV hefst á föstudaginn

Fótboltaskóli ÍBV hefst næstkomandi föstudag. Áhersla verður á gleði og að krakkarnir fái verkefni við hæfi til að styrkja sjálfstraust og tæknilega getu. Fyrra námskeiðið hefst á föstudaginn 20. desember og það síðara viku síðar þann 27.desember. – 7.fl. og 6.fl. karla og kvenna frá 10:30-12:00 (fös,lau, sunn). – 4.fl og 5.fl. karla og kvenna […]
Jólablað Fylkis er komið út

Jólablaði Fylkis 2024 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 13.-14. . desember og sent víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 44 bls. sem er stærsta og efnismesta Jólablað Fylkis frá upphafi útgáfu 1949. Meðal efnis í blaðinu er jólahugvekja Sunnu Dóru Möller prests við Landakirkju í leyfi séra Viðars. Grein Ívars Atlasonar […]
Jafntefli við toppliðið

ÍBV og FH skildu jöfn í lokaleik sínum fyrir jólafrí í Olísdeild karla í Eyjum í dag. Lokatölur 26-26. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust fjórum mörkum yfir í upphafi leiks. Meistararnir tóku svo við sér og snéru leiknum sér í hag laust fyir leikhlé og var staðan þegar menn gengu til búningsklefa 11-13. Jafnræði […]
Skrautlýsing sem eykur öryggi

Þau eru æði misjöfn verkefnin sem þarf að fást við hjá rafvirkjum bæjarins. Eitt af þeim og klárlega með þeim óvenjulegri er að koma upp ljósum sem lýsir upp bergið í höfninni og innsiglingunni. Í fyrradag fóru þrír þeirra í verkefni í Vatnsrás, sem er vestan megin við Berggang í Heimakletti. Það voru þeir Steingrímur […]
Breytingar á áætlun Herjólfs

Herjólfur ohf. hefur sent út tilkynningu varðandi siglingar dagsins í dag. Þar segir að Herjólfur stefni til Landeyjahafnar samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 og 17:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 15:45 og 20:45. Aðrar ferðir hafa verið felldar niður þ.e. 18:15, 19:30, 22:00 og 23:15. Sunnudagurinn 15. Desember Herjólfur siglir til Þorlákshafnar. Brottför […]
Kæru bæjarins vísað frá

Á síðasta fundi bæjarráðs var umfjöllun um bréf frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál er varðar kæru Vestmannaeyjabæjar til nefndarinnar vegna höfnunar umhverfis, orku- og loftlagsráðuneytis á afhendingu gagna. Umrædd gögn lágu til grundvallar hækkana á heitu vatni í Eyjum í september 2023 og janúar 2024. Ráðuneytið benti á í svarbréfi að ákvörðun um synjun væri kæranleg […]
Meistararnir mæta til Eyja

Fjórtándu umferð Olísdeildar karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍBV á móti Íslandsmeisturum FH. FH-ingar á toppi deildarinnar með 21 stig en Eyjaliðið er í sjöunda sæti með 13 stig. Eftir leiki dagsins er komið jólafrí í deildinni og verður næst leikið í byrjun febrúar. Flautað verður til leiks […]
GRV fær góðar gjafir

Grunnskóli Vestmannaeyja fékk í dag góðar gjafir annars vegar frá Kiwanis og hins vegar frá Oddfellow. Um er að ræða Sensit stóla og skammel. Kiwanis klúbburinn gaf þrjá stóla í Hamarsskóla, á Víkina og í frístund. Vilborgarstúkan gaf tvo stóla í Barnaskólann. „Þessir stólar eiga eftir að nýtast vel fyrir nemendur, stólinn umvefur notanda, bætir […]