Fyrir bæjarráði í gær lá fyrir bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem ráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. �?skað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu þann 5. október nk.
Bæjarráð fagnaði þessu skrefi og ítrekaði vilja sinn til að axla ábyrgð í samgöngum milli lands og Eyja. Til að annast samningagerð og veita bæjarstjórn og embættismönnum faglegan stuðning við undirbúning samþykkti bæjarráð að skipa þá Pál Guðmundsson útgerðarstjóra og Grím Gíslason vélstjóra, í undirbúningshóp. �?á samþykkir bæjarráð einnig að fela Lúðvík Bergvinssyni hjá Bonafide að veita lögfræðilega ráðgjöf vegna þessa og Yngva Harðarsyni hjá Analityca að veita rekstrarhagfræðilega ráðgjöf.
Bæjarráð samþykkti að við undirbúning á yfirtöku á rekstri ferjunnar skuli fulltrúar Vestmannaeyjabæjar ganga út frá samþykktri skilgreiningu bæjarstjórnar á þjónustuþörf samfélagsins og þar með talið að fjöldi ferða verði átta á sumaráætlun sem gildi a.m.k. frá fyrsta maí til fyrsta október og sex í vetraráætlun.
Að siglt verði alla daga, líka hátíðisdaga, tvær ferðir verði farnar a.m.k. á jóladag og nýársdag og að lágmarki fjórar ferðir aðra hátíðisdaga. Sömu fargjöld verði fyrir alla, sama hvort siglt er í Landeyjahöfn eða til �?orlákshafnar og ekki verði um hækkun að ræða fyrir þá sem notast við afsláttarfargjöld.
Að núverandi Herjólfur verði varaskip ef viðhald og bilanir verða. Tekið verði í notkun nýtt bókunarkerfi með aukinni áherslu á hagsmuni heimamanna og fyrirtækja í Vestmannaeyjum. �?annig komi til að mynda til greina að taka frá pláss á bíladekki fyrir heimamenn.
Að framlög ríkisins ásamt tekjum hvers árs skuli standa undir kostnaði við rekstur. Allur mögulegur hagnaður af rekstrinum verði nýttur til að lækka fargjöld og auka þjónustu. Að lokum að lögð verði áhersla á markvissar rannsóknir á Landeyjahöfn með það að markmiði að tryggt verði nægt dýpi og innsiglingin bætt frá því sem nú er.