Á fundi bæjarráðs í gær lá fyrir erindi frá Ferðamálastofu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar. Megintilgangurinn er að skráningin gæti nýst sveitarfélögum og öðrum þeim sem koma að skipulagsmálum ferðaþjónustunnar og gera þannig tilraun til að greina á kerfisbundinn hátt hvar auðlindir ferðaþjónustunnar og tækifæri liggja til framtíðar.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og óskar eftir því að �?ekkingarsetur Vestmannaeyja leiði verkefnið með aðkomu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar.