Bæjarráð fjallaði á fundi sínum í hádeginu um fjárlög ríkissjóðs og fyrirhugaðan niðurskurð í rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Ráðið hefur þungar áhyggjur af því að áfram skuli haldið með niðurskurð á svæðum sem á engum tíma fundu fyri ráhrifum þenslu góðærisins. Boðuð fjárlög setja flestar ríkisstofnanir í Vestmannaeyjum í uppnám og mikilvægt að þingmenn suðurlands bregðist hratt og örugglega við. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar og Steinunn Jónatansdóttir, hjúkrunarforstjóri komu einnig á fundinn til að ræða válega stöðu stofnunarinnar í kjölfar fjárlaganna fyrir komandi ár.