Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti leyfi til ÍBV íþróttafélags að selja nafn á húsið
10. desember, 2010
Miklar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gærkvöldi um nafn á fjölnota íþróttahúsið sem senn verður tekið í notkun. Í upphafi umræðunnar gerði Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Hún væri algerlega á móti því að gefa ÍBV íþróttafélagi leyfi til að selja fyrirtæki nafn á húsið. Vestmannaeyjabær væri eigandi að húsinu og hún væri á móti því að hús bæjarfélagins bæru nöfn fyrirtækja. Með þessu máli væri verið að setja fordæmi og hugsaði til þess hvernig umhorfs yrði í Eyjum ef hús í eigu bæjarins ættu almennt að fá nöfn fyrirtækja.