Fundi í Bæjarstjórn Vestmannaeyja, sem átti að fara fram síðdegis í dag, var frestað til morguns. Ástæða frestunarinnar er ósk bæjarstjóra um að bréf Kristjáns L. Möller, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra yrði tekið fyrir á fundinum. Bréfið birtist á vef Eyjafrétta í dag og hefur vakið talsverða athygli. Bæjarfulltrúum var gefinn frestur til að kynna sér málið, en fundur bæjarstjórnar mun fara fram á morgun klukkan 10. Fréttatilkynningu frá forseta bæjarstjórnar má lesa hér að neðan.