Bæjarstjórnarskosningar 2014
2. júní, 2014
Kosningaúrslitin liggja fyrir, bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins bætir við sig einum manni á kostnað annarra flokka og óháðra og verða því 5 í meirihluta og 2 í minnihluta, en að sjálfsögðu óska ég þeim til hamingju með það. �?að eru mörg erfið og brýn verkefni sem bíða nýs meirihluta á þessu kjörtímabili og ég neita því ekki, að ég hef talsverðar efasemdir um að þetta annars ágæta fólk í meirihlutanum hafi þá þekkingu og reynslu sem til þarf, til þess að leysa þau brýnu verkefni sem fram undan eru. Vonandi munu Eyjamenn ekki þurfa að sjá eftir þessum stuðningi við meirihlutann að 4 árum liðnum.
�?rslitin að öðru leyti komu mér ekki á óvart. Mér fannst alltaf liggja fyrir að við á Eyjalistanum áttum á brattann að sækja og alveg ljóst að gríðarlega mikla vinnu þurfti til þess að snúa þessari stöðu við, sem að mínu mati að mörgu leyti var ekki unnin. �?rslitin eru vissulega mikil vonbrigði, en það má kannski orða það svo að fyrir viku síðan hefði ég sagt að það þyrfti mikla vinnu til þess að ná þremur bæjarfulltrúum, en á kosningadag var mjög augljóst að það þyrfti kraftaverk til.
Við á Eyjalistanum þurfum öll að sjálfsögðu að líta svolítið í eigin barm og læra af reynslunni. Framundan er sumar í Eyjum með vonandi góðu veðri og góðri tíð, en fyrir mitt leyti langar mig að þakka öllum frambjóðendum fyrir ánægjuleg kynni sem og öllum stuðningsmönnum Eyjalistans, bæði þeim sem kusu okkur, en ekki hvað síst þeim sem kíktu í kaffi. �?g ætla nú ekki að lýsa því yfir að ég ætli einhvern tímann að bjóða mig fram aftur, en ég hef hins vegar oft sagt að maður eigi aldrei að segja aldrei, en ég neita því hins vegar ekki að ég er rosalega feginn að þessu er lokið í bili, enda er þessi maí mánuður sem nú er að baki, einhver annasamasti mánuður í mínu lífi, vægast sagt.
Enn og aftur, takk allir fyrir stuðninginn.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst