,,Stækkun á golfskálanum hefur tekist vel og við framkvæmt þetta að skynsemi. Þetta er búið að taka rúm þrjú ár og eru félagsmenn og aðrir sem heimsækja golfskálann mjög ánægðir með breytingarnar,“ segir Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja.
Á efri hæð skálans er 70 fm stækkun til norðurs þar sem er einstakt útsýni inn í Dal. Einnig var bætt við öðrum búningsklefa og geymslu. Stórri verönd framan við sem nær allveg frá vestri til austurs. Á neðri hæð er 50 fm inniæfingaðstæða þar sem eru tveir fullkomnir golfhermar og eru mikið notaðir í barna- og unglingastarf sem er alltaf öflugt hérna hjá GV. Það að auki er 40 fm aðstaða í geymslu fyrir golfbíla og leigugolfsettum.
Aðspurður um golfsumarið segir Karl að það fari frekar rólega af stað þetta árið og hefur tíðafarið ekki verið golfurum hagstætt. Völlurinn kom mjög vel undan vetri og er allveg í toppstandina.
,,Það er ávallt mikið um að vera hérna á sumrin við erum með marga stóra viðburði þar sem margir sækja okkur heim. Einnig erum við með tvö Íslandsmót í sumar. Með breytingum á skálanum getum við boðið fólki að njóta skálans og aukið félagsandann.
Golfskálinn er opin frá 08:00 – 21:00 alla daga og þar er hægt að fá sér léttar veitingar á matseðli. Skálinn er einnig opinn fyrir alla Eyjamenn ekki aðeins golfara. Svo við hvetjum alla til að kíkja við og fá sér einn kaffibolla.” segir hann að endingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst