Fyrir meira en fjórum árum hrundi íslenska bankakerfið og hagkerfið fór á hliðina. Í kjölfarið var mynduð ríkisstjórn sem talaði fyrir aukinni fagmennsku, gagnsæi og samvinnu. Þegar maður lítur yfir síðustu ár blasir við að engin alvara hefur verið að baki slíku tali og þjóðin er eðlilega vonsvikin vegna brostinna loforða ráðamanna.