Bakkaði hálfa bíllengd og missti bílprófið
9. janúar, 2007

Í lögregluskýrslu sagði, að lögreglumenn hafi verið við reglubundið eftirlit þegar þeir sáu að verið var að bakka bíl úr bifreiðastæði framan við veitingahús. Hafi verið ákveðið að kanna ástand ökumannsins en þegar lögreglumennirnir komu að hafi ökumaðurinn verið búinn að stöðva bílinn og verið stiginn út.

Stúlka, sem sat í farþegasætinu, reyndist vera umráðamaður bílsins. Í ljós kom að ökumaðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og reyndist raunar ekki vera með gilt ökuskírteini. Áfengismælir, sem maðurinn var látinn blása í, sýndi að áfengismagn í loft var 1,5�? og áfengismagn í blóði reyndist síðar vera 1,27�?.

Fólkið bar, að það hefði verið að bíða eftir bílfari utan við veitingastaðinn og vegna þess að það hefði verið kalt í veðri hefði það farið inn í bílinn, sem stóð á planinu. Sögðu þau bæði, að stúlkan hefði skrúfjárni í kveikjulásinn og startað bílnum til að hita hann en lykillinn hefði verið brotinn í kveikjulásnum. Við það hefði bíllinn hrokkið aftur á bak nokkra sentimetra þar sem hann hafi væntanlega verið í bakkgír.

Lögreglumennirnir sögðust hins vegar hafa séð þegar bílnum var bakkað hálfa til eina bíllengd. Bakkljós hefðu verið kveikt, ásamt afturljósum, og reykur hefði komið frá púströrinu líkt og þegar kaldar bifreiðar væru settar í gang.

Í niðurstöðu dómsins segir, að þegar öll gögn málsins séu virt verði ekki séð að tilefni sé til að draga í efa sönnunargildi framburðar lögreglumannanna og því sé það haft yfir allan skynsamlegan vafa, að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök.

www.mbl.is greindi frá.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst