Bandarískur varnarmaður til ÍBV
16. febrúar, 2024
lexie-knox-ibvsp
Lexie Knox. Mynd/ibvsport.is

Bandaríska knattspyrnukonan Lexie Knox hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun því koma til með að spila með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Lexie er 25 ára varnarmaður sem hefur leikið í Noregi, Albaníu og einnig í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún var lykilmaður í albanska liðinu Vllaznia sem tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2022 en í riðlinum lék liðið við Chelsea, PSG og Real Madrid. Á síðustu leiktíð lék hún með norska liðinu Klepp í 1. deild þar í landi.

Knattspyrnudeildin býður Lexie velkomna til Vestmannaeyja og hlakkar til að sjá hana á vellinum á næstu vikum, segir í tilkynningu knattspyrnudeildar ÍBV.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst