Frá fimmtudegi til sunnudags stendur Friendtex fyrir landssölu á böngsum til styrktar leitarstarfi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Fyrirtækið tekur nú þátt í baráttunni gegn krabbameini sjöunda árið í röð.
„Núna er fjögurra daga söluátak á Friendtex böngsunum og rennur allur ágóði af sölu þeirra óskiptur til Krabbameinsfélagsins,“ segir Ása Björk Sigurðardóttir, eigandi Friendtex á Íslandi. Í Vestmannaeyjum verða bangsarnir seldir í Axel Ó. og í Geisla.