Í kvöld tóku Eyjastúlkur á móti nágrönnum sínum frá Selfossi í leik í Pepsideildinni. Selfoss stúlkur byrjuðu leikinn betur en þær misstu heldur dampinn við mark ÍBV á 39. Mínútu. En mark Eyjakvenna skoraði Sigríður Lára Garðarsdóttir með skalla eftir bakfallsspyrnu frá Shameeku Fishley.
„Mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik settu þær mikla pressu á okkur og það var rosalega erfitt. Það sást á okkar liði að við vorum að fara í gegnum erfiðan kafla, það vantar sjálfstraust í liðið. Ég var gríðarlega ánægður með baráttuna og karakterinn sem liðið sýndi í seinni hálfleik, til að klára þetta og halda hreinu. Það er eitthvað sem við erum ekki búnar að gera nógu vel í sumar, margir jákvæðir punktar.“ sagði Ian Jeffs, þjálfar ÍBV í spjalli við mbl.is að leik loknum.
Kærkominn og lífsnauðsynlegur sigur Eyjakvenna eftir erfiðar undanfarnar vikur, með marga leikmenn að glíma við meiðsli. Með sigrinum hífir ÍBV sig upp í 5. sæti deildarinnar með 11 stig.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.