Litlu Hvít og Litlu Grá miðar vel áfram í aðlögun sinni í Klettsvík en mikil bátaumferð um svæðið hefur þó truflað ferlið. Audrey Padgett forstöðumaður Sealife Trust sagði í samtali við Eyjafréttir að töluvert hafi verið um umferð tuðra upp við kvínna í Klettsvík um liðna helgi. Þessir bátar hafi ekki einungis verið að fara of nálægt hvölunum heldur verið að keyra nokkuð glannalega með tilheyrandi háfaða og truflunum. Þetta geti haf neikvæð áhrif á aðlögun hvalana og hafi truflað fóðrun þeirra sem hægi á ferlinu öllu.
„Við viljum biðla til eigenda smábáta og tuðra að aðstoða okkur við aðlögun hvalanna með því að takmarka umferð um Klettsvík. Við biðjum fólk að fara ekki með báta inn fyrir ytri flotbryggjuna. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar hafa komið fyrir baujum til að merkja svæðið betur,” sagði Audrey.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.